../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-164
Útg.dags.: 01/26/2018
Útgáfa: 4.0
2.02.07.20 Mycobacterium tuberculosis - Interferon-γ-greining - (Quantiferon TB Gold Plus)
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriđiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriđi
Heiti rannsóknar: M. tuberculosis- Interferon-γ-greining
Samheiti: Quantiferon TB Gold Plus
Pöntun: Beiđni um sýklarannsókn eđa Cyberlab innan LSH. Verđ: Sjá Gjaldskrá
  Hide details for Grunnatriđi rannsóknarGrunnatriđi rannsóknar
  Viđ M.tuberculosis sýkingu er ónćmissvörunin ađ mestu leyti frumubundin. Prófiđ inniheldur 4 sýnatökuglös:
  1. NIL: Neikvćtt kontról
  2. TB1: Inniheldur mótefnavaka ESAT-6 og CFP-10, sem eru sértćkir fyrir M. tuberculosis. Inniheldur einnig peptíđ, sem bindast viđ MHC Class II og greinir ţannig svörun CD4 eitilfrumna.
  3. TB2: Inniheldur mótefnavaka ESAT-6 og CFP-10, sem eru sértćkir fyrir M. tuberculosis. Inniheldur einnig peptíđ, sem bindast viđ MHC Class II og I, og greinir ţannig samanlagđa svörun CD4 og CD8 eitilfrumna.
  4. Mitogen: Jákvćtt kontrol. Inniheldur PHA (phytohaemagglutinin)

  ESAT-6 og CFP-10 eru sértćk fyrir M.tuberculosis og einstaka sjaldgćfar "atýpískar" mýkóbakteríur (M. kansasii, M. marinum og M. szulgai), en ţessir mótefnavakar eru ekki í bólusetningarstofninum M.bovis sem er í BCG bóluefninu. Ef blóđ frá sýktum einstaklingum međ virka ónćmissvörun er örvađ međ ţessum mótefnavökum, ţá gefa T-lymfocytar frá sér interferon-γ sem greint er međ ELISA prófi.
  TB2 antigen glasiđ í Quantiferon TB Gold Plus er viđbót viđ eldri útgáfu prófsins (Quantiferon TB Gold) og eykur nćmi ţess međ betri greiningu hjá ónćmisbćldum og einstaklingum međ HIV/AIDS.
  Sjá leiđbeiningar SSI: Interferon gamma-frigörelse (TB-rel) (Mycobacterium tuberculosis) (R-nr-197)
  Hide details for SýnatakaSýnataka
   Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
   Áríđandi er ađ taka sýniđ á tímabilinu frá mánudegi til fimmtudags, ţar eđ Landspítali - rannsóknarsviđ (Miđstöđ sýnasendinga) ţarf einn virkan dag til ađ forvinna sýniđ áđur en ţađ er sent til Statens Serum Institut í Kaupmannahöfn.
   Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
   QuantiFERON-TB Gold Plus in-tube blóđtökuglös (4 glös í allt), sem hćgt er ađ nálgast á Sýklafrćđideild LSH. Geyma skal glösin viđ 4-25 °C.
  Sýnatökusett
   1. Neikvćtt kontról (Nil) (grár tappi)
   2. Sértćkt TB1 antigen (grćnn tappi)
   3. Sértćkt TB2 antigen (gulur tappi)
   4. Jákvćtt kontról (Mitogen) (fjólublár tappi)
   Sýni
   1 ml af bláćđarblóđi er settur í hvert sýnaglas, sbr. lýsingu sýnatök hér fyrir neđan.,
   Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
   • Áđur en blóđsýni eru tekin skulu sýnaglösin hafa náđ herbergishita (17-25°C)
   • Merkja skal glösin međ nafni "sjúklings" og kennitölu. Skrá sýnatökutíma og nafn ţess sem tekur sýniđ.
   • 1 ml af bláćđarblóđi (nákvćmlega) er settur í hvert sýnaglas, upp ađ svörtu merki á glasinu. Ef notuđ er s.k. "butterfly" nál og slanga ţá er byrjađ á ţví ađ setja í aukaglas sem er síđan hent.
   • Ţurrkađir mótefnavakar sitja á vegg blóđtökuglasanna og ţví er mjög mikilvćgt ađ blanda vel strax eftir ađ blóđiđ er komiđ í glösin. Glösin eru hrist varlega u.ţ.b. 10 sinnum. Ţess er gćtt ađ blóđ fari um allt yfirborđ glasanna.
   • Senda skal sýnin í K-byggingu sem fyrst eđa a.m.k. innan 16 klst. og ţar sett í hitaskáp viđ 37°C. Ţau má ekki geyma í kćli og ekki frysta.

  Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

  Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
   Hide details for SvarSvar
   Skriflegt svar (oftast innan 7-10 daga).  Ritstjórn

  Erla Sigvaldadóttir
  Guđrún Svanborg Hauksdóttir
  Theódóra Gísladóttir
  Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

  Samţykkjendur

  Ábyrgđarmađur

  Guđrún Svanborg Hauksdóttir

  Útgefandi

  Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

  Upp »


  Skjal fyrst lesiđ ţann 11/04/2012 hefur veriđ lesiđ 69443 sinnum

  © Origo 2019