../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-196
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.20 Mćnuvökvi - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriđiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriđi
Heiti rannsóknar: Mćnuvökvi - almenn rćktun, Mćnuvökvi - svepparćktun, Mćnuvökvi - berklarćktun
Pöntun: Beiđni um sýklarannsókn eđa Cyberlab innan LSH. Verđ: Sjá Gjaldskrá
  Hide details for ÁbendingÁbending
  Almenn bakteríurannsókn. Grunur um sýkingu í heila eđa heilahimnum af völdum baktería. Ţćr bakteríutegundir sem helst valda heilahimnubólgu eru breytilegar eftir aldri sjúklings. Frá 0-2 mánađa eru ţađ helst Streptococcus agalactiae gr.B, Escherischia coli, Listeria monocytogenes og Neisseria meningitidis. Hjá börnum eldri en 2 mánađa eru ţađ N. meningitidis, Streptococcus pneumoniae og Haemophilus influenzae týpa B (H. influenzae týpa B er orđin mun sjaldgćfari vegna bólusetningar). Hjá fullorđnum eru ţađ S. pneumoniae, N. meningitidis, H. influenzae og Listeria monocytogenes hjá ţeim sem hafa áhćttuţćtti (m.a. >60 ára og ónćmisbćling).

  Svepparannsókn. Hćggeng einkenni heilahimnubólgu hjá fullorđnum (einkenni geta varađ í nokkra daga og stundum vikur fyrir greiningu), eđa bráđ einkenni hjá nýburum. Heilahimnubólga af völdum Cryptococcus neoformans sést oftast í ónćmisbćlingu, sérstaklega alnćmi; Candida veldur heilahimnubólgu hjá nýburum, ónćmisbćldum (neutrópenía) og í kjölfar ađgerđa. Myglusveppir s.s. Aspergillus og Pseudallescheria sjást í heilahimnubólgu í kjölfar ţess ađ sjúklingur hefur veriđ nćrri drukknun kominn og í útbreiddum sýkingum hjá ónćmisbćldum, sérstaklega viđ neutrópeníu.

  Mýkóbakteríurannsókn. (1) Grunur um heilahimnubólgu af völdum mýkóbaktería, einkum af völdum Mycobacterium tuberculosis komplex og M. avium komplex. (2) Eftirlit eftir međferđ.
  Mögulegar viđbótarrannsóknir:
   Almenn bakteríurannsókn.
   • Leit ađ mótefnavökum Streptococcus pneumoniae, Neisseria meningitidis ABCY W135 / E. coli K1, Haemophilus influenzae typa b og Streptococcus Gr. B međ Latex kekkjunarprófi.
   • Leit ađ mótefnavökum Streptococcus pneumoniaemeđ immunokrómatografísku himnuprófi sem greinir leysanlega mótefnavaka (polysaccaríđ C) S. pneumoniae.
   • Einnig mögulegt ađ senda vökva erlendis til leitar ađ erfđaefni baktería međ kjarnsýrumögnun (PCR). Gert í samráđi viđ lćkna sýklafrćđideildar.

   Svepparannsókn. Flot af mćnuvökva má nota til ađ leita ađ mótefnavökum Cryptococcus neoformans.

   Mýkóbakteríurannsókn. Ef ástćđa ţykir til má senda sýni til utan til PCR leitar ađ M. tuberculosis komplex. Gert ađ beiđni lćknis. Helstu ábendingar eru: (i) hrađgreining ćskileg hjá mjög veikum sjúklingum og börnum (sem getur hrakađ fljótt); (ii) leit ađ M. tuberculosiskomplex í sýnum ţar sem smásjárskođun sýnir sýrufasta stafi.
  Hide details for Grunnatriđi rannsóknarGrunnatriđi rannsóknar
  Almenn bakteríurannsókn. Sýni smásjárskođa, bćđi beint og eftir Grams litun. Viđ sýkingu sjást margkjarna átfrumur og/eđa bakteríur ekki nema í hluta tilfella. Sýniđ svo rćktađ í fljótandi og föstu ćti, í lofti og loftfirrt. Bakteríur sem rćktast eru tegundagreindar og gert nćmispróf.

  Svepparannsókn. Eftir skiljun á mćnuvökva er botnfall notađ til smásjárskođunar og rćktunar. Smásjárskođun er gerđ eftir Grams litun (og Giemsa litun ef ţarf). Rćktun úr mćnuvökva fer fram í 3 vikur. Allur gróđur er greindur međ viđeigandi ađferđum. Upplýsingar um nćmispróf má finna í leiđbeiningum

  Mýkóbakteríurannsókn. Sé sýniđ meira en 2 ml er ţađ skiliđ niđur (annars notađ óţéttađ) og botnfall er notađ til smásjárskođunar (Auramin O) og til rćktunar í fljótandi (BacT/Alert flöskum) og á föstu (Lövenstein-Jensen) ćti. Rćktađ er í 6 vikur. Rćktist sýrufastir stafir er gróđrinn tegundagreindur. Ef M. tuberculosis komplex greinist er leitađ ađ genum sem geta sagt fyrir um ónćmi fyrir rifampicini og isoniazidi. Ţađ, hvort gera skuli nćmispróf á öđrum mýkóbakteríutegundum, verđur ađ meta í hvert skipti.
  Hide details for SýnatakaSýnataka
   Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
   Ćskilegt er ađ taka sýni fyrir upphaf sýklalyfjagjafar, en ekki skal tefja gjöf sýklalyfja. Vöxtur sveppa bćlist ţó síđar (eftir sveppalyfjagjöf) en vöxtur baktería eftir bakteríulyfjagjöf.
   Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
   Sýni sett í dauđhreinsađ glas međ utanáskrúfuđu loki.
   Mýkóbakteríurannsókn. Í blóđugum sýnum má hindra storku međ sodium polyanethole sulfonate eđa heparín storkuvara, en ekki EDTA.
   Hide details for Gerđ og magn sýnisGerđ og magn sýnis
   Ástungusýni best (minni hćtta á mengun). Sjá leiđbeiningar um mćnuástungu. Glas 2 er ćtlađ til almennrar bakteríu- og svepparannsóknar. Ef sjúklingur hefur dren og ekki er fýsilegt ađ stinga á holi, má senda drenvökva. Ćskilegt magn: > 2 ml. Fyrir mýkóbakteríurćktun er best ađ fá eins mikiđ og hćgt er, helst ekki minna en 3 til 5 ml.

  Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
   Hide details for Geymsla ef biđ verđur á sendinguGeymsla ef biđ verđur á sendingu
   Bakteríu- og svepparannsókn. Senda sýniđ sem fyrst á rannsóknastofuna. Ćskilegt ađ tilkynna símleiđis um sendingu. Ef flutningur tefst skal geyma sýniđ viđ stofuhita, ţó ekki lengur en 24 klst. Aldrei setja í kćli.

  Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
   Hide details for SvarSvar
   Bakteríu- og svepparannsókn. Smásjárskođun er framkvćmd strax viđ komu sýnis á sýklafrćđideild. Sjáist sýklar viđ smásjárskođun eđa rćktist, er strax hringt til međferđarađila. Endanlegar niđurstöđur međ greiningu og nćmisprófum fylgja síđar. Neikvćđ svör úr almennri bakteríurćktun liggja fyrir eftir 5-7 daga, en eftir 3 vikur fyrir svepparannsókn.

   Mýkóbakteríurannsókn. Neikvćđ svör fást eftir 6 vikur. Niđurstöđur úr smásjárskođun liggja fyrir eftir einn til tvo virka daga.

   Lćknir sjúklings er alltaf látinn vita sjáist örverur eđa ţćr rćktist.
   Hide details for TúlkunTúlkun
   Almenn bakteríurannsókn. Jákvćđ rćktun bendir yfirleitt til sýkingar. Vöxtur af húđflóru getur ţó bent til mengunar. Skortur á hvítum blóđkornum í mćnuvökvanum útilokar ekki sýkingu (sérstaklega viđ Listeríusýkingar). Neikvćđ rćktun útilokar heldur ekki sýkingu (t.d. ef bakteríufjöldi í sýninu undir greiningarmörkum, illrćktanlegar bakteríur eđa sjúklingur fengiđ sýklalyf fyrir sýnatöku).

   Svepparannsókn. Ţekktir meinvaldar sem rćktast úr ástungusýnum er taldir sýkingarvaldar; niđurstöđur úr drenum skal meta međ hliđsjón af ástandi og sögu sjúklings. Ţegar lítiđ meinvirkir umhverfissveppir, s.s. Penicillium, vaxa á skálum ţarf ađ meta tilfelliđ; oftast er um mengun ađ rćđa, annađ hvort viđ sýnatöku eđa á rannsóknastofu.

   Mýkóbakteríurannsókn. Bćđi rćktun og smásjárskođun eru lítiđ nćmar, neikvćđar niđurstöđur útiloka ţví ekki sýkingu.

  Hide details for HeimildirHeimildir
  1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology.
  2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook.

  Ritstjórn

  Ólafía Svandís Grétarsdóttir
  Una Ţóra Ágústsdóttir - unat
  Guđrún Svanborg Hauksdóttir
  Eva Mjöll Arnardóttir - evama
  Kristján Orri Helgason - krisorri
  Ingibjörg Hilmarsdóttir
  Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

  Samţykkjendur

  Ábyrgđarmađur

  Guđrún Svanborg Hauksdóttir
  Kristján Orri Helgason - krisorri
  Ingibjörg Hilmarsdóttir

  Útgefandi

  Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

  Upp »


  Skjal fyrst lesiđ ţann 05/20/2010 hefur veriđ lesiđ 20774 sinnum