../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-343
Útg.dags.: 01/07/2015
Útgáfa: 3.0
2.02.07.31 Þvag - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Þvag - almenn ræktun, Þvag - svepparæktun, Þvag - berklaræktun
Samheiti: Þvagræktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Bakteríurannsókn. Grunur um bakteríusýkingu í þvagfærum. Skimun hjá þunguðum konum.
    Svepparannsókn. Grunur um blöðrubólgu eða sýkingu í nýrum af völdum Candida gersveppa eða sýkingu af völdum Cryptococcus neoformans, annaðhvort dreifða eða staðbundna í blöðruhálskirtli.
    Fræðsla um sveppi: Candida tegundir eru tækifærissinnar og sýkja venjulega ekki blöðru nema einhverjir áhættuþættir séu til staðar s.s. inniliggjandi þvagleggur. Candida sýking í nýrum verður venjulega í kjölfar blóðsýkingar, ef grunur er um slíkt þarf að láta rannsóknastofuna vita, því ræktun er þá látin ganga í þrjár vikur í stað einnar. Einnig þarf að láta vita ef grunur er um sýkingu af völdum C. neoformans, því ræktun fer fram í 3 vikur. Þegar grunur er um sveppasýkingu er æskilegt að biðja sérstaklega um svepparæktun. Sveppir ræktast í almennri þvagræktun og er því ekki alltaf nauðsynlegt að framkvæma sérstaka svepparæktun. Tvennt getur þó valdið falskt neikvæðri niðurstöðu m.t.t. sveppa í almennri ræktun: (i) sveppir vaxa hægar en bakteríur og ræktunartími almennrar ræktunar (< 24 klst) er styttri en mælt er með fyrir svepparæktun; (ii) við leit að sveppum skal þétta þvag með þeytivindun, en það er ekki gert í almennri ræktun. Sama gildir um rannsókn á þvagsýni eftir sveppalyfjameðferð.
    Mýkóbakteríurannsókn. (1) Grunur um sýkingu í þvagvegum af völdum mýkóbaktería, einkum úr M. tuberculosis komplex, eða M. avium komplex hjá ónæmisbældum einstaklingum. (2) Eftirlit eftir meðferð.
    Mögulegar viðbótarrannsóknir:
    Við almenna þvagræktun greinast bakteríur og sveppir, sem vaxa á einum sólarhring á blóðagar í venjulegu andrúmslofti. Ef leita á að öðrum örverum, t.d. berklum eða loftfælnum bakteríum í þvagi verður að biðja um það sérstaklega og miða töku og sendingu sýnanna við það.

    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríurannsókn. Magnbundin ræktun í einn (stundum tvo) sólarhring(a) með greiningu og næmisprófi á þeim bakteríum/sveppum, sem taldar eru hafa klíníska þýðingu.
    Svepparannsókn. Þvagsýni er þeytiundið, botnfall er smásjárskoðað og ræktað í 7 daga. Allur gróður er greindur með viðeigandi aðferðum. Upplýsingar um næmispróf má finna í leiðbeiningum.
    Mýkóbakteríurannsókn. Sýni er skilið niður og meðhöndlað með NaOH-acetylcysteini til afmengunar. Botnfallið er notað til smásjárskoðunar, eftir litun með Auramin O og aflitun með sýru og alkóhóli, og til ræktunar í BacT/Alert kolbum og á Lövenstein-Jensen æti. Ræktun fer fram í 6 vikur. Þegar sýrufastir stafir ræktast er framkvæmd kjarnsýrumögnun á gróðrinum til að greina mýkóbakteríur til tegundar. Ef M. tuberculosis komplex greinist er leitað að lyfjaónæmisgenum sem skrá fyrir ónæmi gegn rifampicin og isoniazid. Biðja þarf sérstaklega um næmispróf á öðrum mýkóbakteríutegundum.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Æskilegt er, að þvag hafi fengið að safnast í blöðruna í amk. 4 klst. áður en sýni er tekið. Hafi styttri tími liðið frá síðustu þvaglátum skal tilgreina það sérstaklega á beiðninni. Best er að taka sýni úr fyrsta morgunþvagi.
      Fyrir mýkóbakteríurannsókn skal taka sýni þrjá morgna í röð.
      Ekki er ástæða til að taka þvagsýni, ef innan við sólarhringur er frá síðustu þvagsýnatöku. Slíkum sýnum gæti verið hafnað af Sýklafræðideild, með tílvísan í fyrra sýnið.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      1. Dauðhreinsað sýnatökuglas með þétt skrúfuðu loki.
      2. Sérstök þvagsýnatökusett (t.d. Sarstedt)
      Sjá efnivið til sýnatöku í skjali um útfyllingu beiðni, merkingu, frágang og sendingu sýna og beiðna: Rsýk-179
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Bakteríu- og svepparannsókn. Frá 2-3 (1), en oftast 10 - 20 ml af þvagi. Þeim, sem nota "Dip-slide/Uricult" er ráðlagt að geyma upprunalega þvagsýnið í kæli (4 °C) og senda það inn til ræktunar ef marktækur vöxtur á "Dip-slide/Uricult". Aðeins er tekið við uriculti utan af landi. Uricult hentar ekki fyrir svepparannsókn (þvag er þeytiundið), en ef sveppir vaxa á Uricult má senda Uricult og/eða þvag til nánari rannsóknar. Sólarhrings þvagsöfnun og sýni úr þvagpoka fullorðinna henta ekki til rannsóknar.
      Mýkóbakteríurannsókn. Minnst 40 ml sýnis, helst 150 ml. Sólarhrings þvagsöfnun og sýni úr þvagpoka fullorðinna henta ekki til rannsóknar.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Þvagið er að eðlilegu steríll vökvi, en það getur auðveldlega mengast af húðflóru frá þvagrás, blöðruhálskirtli, skeið eða spöng. Mikilvægt er því að vel sé staðið að sýnatöku, geymslu og flutningi þvagsýna.
      Hægt er að taka miðbunuþvag, "gripið þvag" (frá börnum), sækja þvag með þvaglegg, taka ástunguþvag beint frá blöðru eða inniliggjandi þvaglegg, frá urostomíu (Bricker´s blöðru/e. ileal conduit), við blöðruspeglun (frá blöðru eða þvagleiðurum), frá nephrostómíu (hæ. eða vi.). Þvag úr þvagpoka barna (límdur yfir þvag-og kynfæri) má nota ef ekki fæst betra sýni (mengunarhætta mikil). Þvag til berklaræktunar. Þvag til greiningar á Schistosoma. Þvag til greiningar á prostatitis (3 sýni) kynfæri karla - bakteíur, sveppir. ATH.: Sýni úr þvagpoka, sem tengdur er inniliggjandi þvaglegg er óhæft til ræktunar (!) Sama gildir um þvagleggsenda.

      Upplýsingar um þvagsýnatöku má finna í leiðbeiningum Sýkingavarnadeildar.

      Þvagsýnataka frá úróstómíu (Bricker´s blöðru/e. ileal conduit):
      Viðhafið smitgátarvinnubrögð. Fjarlægið ytri umbúnað. Þvag er sótt með legg, sem stungið er inn um stómíu-opið. Erfitt getur verið að túlka niðurstöður ræktunar.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríurannsókn. Greinir frá tegund(um) og fjölda baktería og/eða sveppa í þvaginu, ef magnið er >/= 1000/ml. Ef þvagið er tekið frá þvagleiðara eða við ástungu á blöðru eða nýrnaskjóðu er miðað við >/= 100/ml. Á svarinu kemur líka fram næmi hugsanlegra sýkingarvalda fyrir helstu sýklalyfjum. Neikvæð svör fást eftir 1-2 sólarhringa.
      Svepparannsókn. Neikvæð svör fást eftir eina viku. Jákvæð svör geta borist fyrr.
      Mýkóbakteríurannsókn. Neikvæð svör fást eftir 6 vikur. Niðurstöður úr smásjárskoðun liggja fyrir eftir 1 – 2 virka daga og fyrstu svör úr ræktun oftast < 3 vikna frá sáningu. Svörun jákvæðrar smásjárskoðunar er í plúsum: (i) + táknar 3 – 9 sýrufastir stafir á gleri; (ii) ++ táknar > 10 sýrufastir stafir á gleri; (iii) +++ táknar > 1 sýrufastur stafur í hverju svæði. Þegar sýrufastir stafir sjást í sýni eða ræktast eru niðurstöður hringdar til meðferðaraðila. Niðurstöður jákvæðrar smásjárskoðunar eru sendar bréflega, og endanleg greining á bakteríum fylgir síðar.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Búast má við húðmengun af völdum baktería og sveppa í þvagi úr utanáliggjandi þvagpoka barna. Sama gildir um önnur þvagsýni sé ekki rétt staðið að sýnatöku og/eða flutningi.
      Bakteríurannsókn.
      Bakteríufjöldi >/= 100.000 per ml þvags hefur lengi þjónað sem hið viðurkennda viðmið fyrir marktæka sýklamigu. Nú er þó orðið viðurkennt að lægri talning getur í ýmsum tilfellum verið marktæk.
      1. Ástunguþvag frá blöðru og þvag tekið við blöðruspeglun á að vera frítt við allar örverur. Jafnvel mjög lág bakteríu-/sveppatalning getur hér verið merki um sýkingu.
      2. Bakteríufjöldi >/= 1000/ml í miðbunuþvagi eða þvagi teknu með þvaglegg, hjá sjúklingi með einkenni um þvagfærasýkingu, er oftast merki um sýkingu, ef um er ræða þekkta sýkingarvalda og sérstaklega ef hægt er að staðfesta niðurstöðuna með endurtekinni ræktun .
      3. Sé sjúklingur hins vegar einkennalaus og 2 þvagsýni tekin með sólarhrings millibili sýna vöxt af sömu bakteríu í magni >/= 100.000/ml telst sjúklingurinn hafa "einkennalausa sýklamigu".
      4. Í þvagsýnum frá sjúklingum með inniliggjandi þvaglegg getur verið erfitt að ákveða út frá magni baktería einu saman hvort um sé að ræða sýkingu eða ekki, því sýnið getur innihaldið bakteríur, sem vaxið hafa í þvagleggnum eða -söfnunarpokanum.
      Svepparannsókn. Túlkun á jákvæðri svepparæktun úr þvagi getur verið vandasöm. Jákvæð ræktun án raunverulegrar þvagvegasýkingar sést í ákveðnum tilvikum: (i) sjúklingar með inniliggjandi þvaglegg hafa gjarna sveppi í þvagi vegna bólfestu þeirra á leggnum; (ii) ef þvottur er ófullnægjandi getur sýni mengast af sveppum úr skeiðarflóru. Sjást þá venjulega einnig Gram jákv. stafir og flöguþekjufrumur við smásjárskoðun. Almennt gildir að við mat á niðurstöðum svepparæktunar er ekki æskilegt að miða eingöngu við ákveðinn fjölda þyrpinga sbr. hefð í almennri ræktun; sveppamagn er ekki talið endurspegla vel sýkingu. Að auki er svepparæktun gerð á botnfalli og talning því ekki gerð á sama hátt og í almennri ræktun; magn er metið á hálf-magnbundinn hátt (semi-quantitative) í + - +++. Líkur á sýkingu þarf að meta út frá undirliggjandi ástandi sjúklings, hvort þvagleggur er til staðar, smásjárskoðun á sýni (hvít blóðkorn er merki um sýkingu), almennri ræktun (ef neikvæð eykur það vægi sveppanna) og sveppamagni. Dæmi: ef sjúklingur hefur mikið sveppamagn og hvít blóðkorn í þvagi, ekki eru merki um mengun frá aðliggjandi líffærum og bakteríuræktun er neikvæð, er sveppasýking líkleg.
      Mýkóbakteríurannsókn. M. tuberculosis telst alltaf sjúkdómsvaldur. Greining annarra mýkóbaktería verður að túlka í samræmi við tegund og bakteríumagn, einkenni og undirliggjandi ástand sjúklings. Næmi smásjárskoðunar er 22 til 81% samanborið við ræktun mýkóbaktería. Sértæknin er >99% fyrir Mycobacterium ættkvíslina; örfáar aðrar bakteríur eru einnig sýrufastar s.s. Nocardia og Rhodococcus. Ekki er hægt að greina tegund í smásjárskoðun og litunin greinir bæði lifandi og dauðar mýkóbakteríur. Smásjárskoðun hefur takmarkað gildi við eftirlit með meðferðarárangri, þar sem dauðir sýrufastir stafir geta fundist í nokkra mánuði í sýnum eftir upphaf meðferðar. Neikvæð smásjárskoðun og ræktun útiloka ekki sýkingu af völdum mýkóbaktería.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Garcia LS og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

    Ritstjórn

    Erla Sigvaldadóttir
    Hjördís Harðardóttir
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Theódóra Gísladóttir
    Olga Björk Pétursdóttir - olgab
    Hörður S Harðarsson
    Guðrún Svanborg Hauksdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Hjördís Harðardóttir
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Olga Björk Pétursdóttir - olgab

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 05/02/2011 hefur verið lesið 26146 sinnum

    © Origo 2019