../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-206
Útg.dags.: 10/09/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.30 Vefjasýni - hreint svæði - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsókna:
    Hreint svæði/vefur - almenn ræktun
    Hreint svæði/vefur - svepparæktun
    Hreint svæði/vefur - berklaræktun
Samheiti: Steril svæði.
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Bakteríurannsókn. Grunur um sýkingu á svæði sem er að eðlilegu án örvera. Sýnin eru tekin í aðgerð þar sem leitast er við að bakteríur frá umhverfi komist ekki að þeim. Mikilvægt er að góðar upplýsingar fylgi sýninu ef nauðsynlegt skyldi reynast að beita óvanalegum aðferðum við að rækta sjaldgæfa sýkla.
    Svepparannsókn. Grunur um sveppasýkingu í innri líffærum (ekki slímhúð hollífæra).
    Sést aðallega hjá ónæmisbældum sjúklingum og er af völdum gersveppa (oftast Candida), myglusveppa (oftast Aspergillus) eða tvíbreytisveppa (dimorphic fungi).
    Ef grunur um sýkingu á slímhúðum eða blóðborna sýkingu til húðar, sjá Vefjasýni-húð/slímhúð.
    Mýkóbakteríurannsókn. (1) Grunur um sýkingu af völdum mýkóbaktería. Það gætu verið bakteríur úr M. tuberculosis komplexnum eða atýpískar mýkóbakteríur. Nokkur dæmi eru M. haemophilum, M. marinum, M. fortuitum, M. abscessus og M. chelonae.
    (2) Eftirlit eftir meðferð.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir:
    Bakteríurannsóknir. Ræktun með óvanalegar bakteríur í huga (til dæmis Francisellaspp., Brucella spp. eða Bartonella spp). Hafa skal samband við sýklafræðing til að tryggja rétta meðferð sýnis.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríurannsókn. Sýnið er smásjárskoðað sé þess nokkur kostur og sett í almenna ræktun í lofti og loftfirrt. Við sérstakar aðstæður er beitt óhefðbundnum aðferðum, sýnið ræktað lengur eða á öðru æti en venjulega.
    Svepparannsókn. Ef nægilegt magn fæst er gerð bæði smásjárskoðun og ræktun, að öðrum kosti er smásjárskoðun sleppt. Sýnið er skorið í minni einingar, sett á gler og litað með Gramslitun (eða öðrum litum eftir þörfum). Ræktun fer fram í 3 vikur. Allur gróður er greindur með viðeigandi aðferðum. Upplýsingar um næmispróf má finna í leiðbeiningum.
    Mýkóbakteríurannsókn. Sýni úr vef frá hreinu svæði er hakkað og smásjárskoðað eftir litun með Auramin-Rhodamin og síðan ræktuð í BacT/Alert kolbum og á Lövenstein-Jensen æti. ktun fer fram í 6 vikur. Þegar sýrufastir stafir ræktast er framkvæmd kjarnsýrumögnun á gróðrinum til að greina mýkóbakteríur til tegundar. Ef M. tuberculosis komplex greinist er leitað að lyfjaónæmisgenum sem skrá fyrir ónæmi gegn rifampicin og isoniazid. Biðja þarf sérstaklega um næmispróf á öðrum mýkóbakteríutegundum.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Æskilegt er að taka sýnið fyrir sýkla- eða sveppalyfjameðferð; vöxtur sveppa bælist þó síðar (eftir lyfjagjöf) en vöxtur baktería eftir bakteríulyfjagjöf.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Vefjasýni sett í dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki. Ef sýni er lítið og kemst ekki tafarlaust á Sýklafræðideild má setja 2-3 dropa af saltvatni í glasið til að hindra uppþornun sýnis, en ekki svo mikið að þynning verði á sýni; ekki setja sýni í grisju. Aldrei skal setja sýni til sýklarannsóknar í formalín!
      Athugið. Beinmerg skal setja í glas með heparín storkuvara.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Senda ber eins mikið magn af sýktum vef og hægt er, a.m.k. 1 g og helst 0,5-1,0 cm. Fjöldi og gæði rannsókna eru háð magni og gæðum sýnis. Oft er beðið um ólíkar rannsóknir á sama sýni; ef lítið magn berst verður að takmarka fjölda rannsókna. Fyrir mýkóbakteríurannsókn gildir að ef ostkennt svæði sést í vef er best að taka sýnið úr jaðri þess. Vefjabita úr húðsárum skal taka í jaðri sárs.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Reyna að fjarlægja allan dauðan vef áður en sýnið er tekið.
      Vefjasýni er tekið í skurðaðgerð eða með ástungu í gegnum húð eftir hreinsun húðar með sótthreinsandi efni sem er látið þorna fyrir sýnatöku.
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Bakteríu- og svepparannsókn. Sýnið skal berast á rannsóknarstofuna strax að lokinni sýnatöku. Í neyð má geyma sýnið í allt að 24 klst og þá í kæli eða stofuhita. Sýni fyrir svepparannsókn skal geyma við stofuhita.
      Mýkóbakteríurannsókn. Ef flutningur tefst um meira en 1 klst skal geyma í kæli < 24 klst. ATH! Undantekning er blóðmergsýni, sem skal geyma við 35 – 37°C.
      Hide details for FlutningskröfurFlutningskröfur
      Flytja má við stofuhita.
      Mýkóbakteríurannsókn. Verja þarf sýni fyrir ljósi, þar sem mýkóbakteríur eru næmar fyrir útfjólubláum geislum.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríurannsókn. Neikvæð niðurstaða liggur fyrir 7 sólarhringum eftir að sýni berst. Jákvæð ræktun getur tekið lengri tíma. Að jafnaði eru allar bakteríur sem vaxa tegundagreindar og gert næmi.
      Svepparannsókn. Neikvæð svör fást eftir 3 vikur. Jákvæð svör: Ef sveppir sjást við smásjárskoðun á vefjasýni eða ræktast frá innri líffærum er hringt til meðferðaraðila; endanlegar niðurstöður með greiningu sveppa fylgja.
      Mýkóbakteríurannsókn. Neikvæð svör fást eftir 6 vikur. Niðurstöður úr smásjárskoðun liggja fyrir eftir 1 – 2 virka daga og úr jákvæðri ræktun oftast innan þriggja vikna frá sáningu.
      Svörun jákvæðrar smásjárskoðunar er í plúsum: + táknar 3 – 9 sýrufastir stafir á gleri; ++ táknar > 10 sýrufastir stafir á gleri; +++ táknar > 1 sýrufastur stafur í hverju svæði. Þegar sýrufastir stafir sjást í sýni eða ræktast er meðferðaraðili látinn vita.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Bakteríurannsókn. Í flestum tilfellum má gera ráð fyrir að þær bakteríur sem greinast séu sýkingarvaldar. Það eru þó alltaf einhverjar líkur á að bakteríur hafi borist á vefjabitann frá aðlægum vefjum eða húð.
      Svepparannsókn. Þegar sveppir finnast í vefjasýnum úr innri líffærum eru þeir taldir sýkingarvaldar þar til annað sannast. Neikvæð rannsókn útilokar ekki sýkingu.
      Mýkóbakteríurannsókn. M. tuberculosis telst alltaf sjúkdómsvaldur. Greining annarra mýkóbaktería verður að túlka í samræmi við tegund og bakteríumagn, einkenni og undirliggjandi ástand sjúklings, gerð sýnis og líkur á umhverfismengun, til dæmis frá vatni. Næmi smásjárskoðunar er 22 til 81% samanborið við ræktun mýkóbaktería. Neikvæð smásjárskoðun útilokar því ekki sýkingu. Sértæknin er há fyrir Mycobacterium ættkvíslina en örfáar aðrar bakteríur eru einnig sýrufastar, til dæmis Nocardia og Rhodococcus. Ekki er hægt að greina tegund við smásjárskoðun og ekki heldur hvort bakteríur eru lifandi eða dauðar. Neikvæð smásjárskoðun og ræktun útilokar ekki sýkingu af völdum mýkóbaktería.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Jorgensen JH, Pfaller MA og fél.Manual of Clinical Microbiology.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook.

      Ritstjórn

      Ólafía Svandís Grétarsdóttir
      Dagný Ísafold Kristinsdóttir - dagnyi
      Kristján Orri Helgason - krisorri
      Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
      Ingibjörg Hilmarsdóttir
      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
      Sara Björk Southon - sarabso
      Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Kristján Orri Helgason - krisorri
      Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
      Ingibjörg Hilmarsdóttir

      Útgefandi

      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 09/28/2011 hefur verið lesið 65428 sinnum