../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-164
Útg.dags.: 04/26/2023
Útgáfa: 7.0
2.02.20 Mycobacterium tuberculosis - Interferon-γ-greining - (Quantiferon TB Gold Plus)
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: M. tuberculosis- Interferon-γ-greining
Samheiti: Quantiferon TB Gold Plus
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Rannsóknin er gagnleg til að greina smit af völdum M. tuberculosishjá einstaklingum, sem eru ekki
    ónæmisbældir. Framleiðandi mælir með notkun þess til að greina hvort einstaklingar hafi smitast
    og að útiloka smit hjá fólki áður en það er sett á ónæmisbælandi meðferð.
    Rannsóknin getur gagnast til að greina berklasmit hjá þeim sem eru BCG bólusettir fyrir berklum
    þar sem hún er sérhæfð fyrir M. tuberculosis, en verður ekki jákvæð við M. bovis (BCG bakteríuna)
    eins og Mantoux húðprófið.
    Aðferðin getur verið hjálpleg við grun um berklasýkingu þegar greiningin er erfið eða flókin,
    ef sjúklingurinn kemur frá svæði þar sem berklar eru sjaldgæfir og því litlar líkur á fyrra smiti.
    Athugið að jákvæð niðurstaða sýnir ekki fram á að sjúklingur sé með virka berklasýkingu, heldur að
    viðkomandi hefi einhvern tíma smitast af M. tuberculosis.
    Greining berklasýkingar byggist fyrst og fremst á því að senda sýni í smásjáskoðun, ræktun
    og ef til vill PCR rannsóknir.
    Við M. tuberculosissýkingu er ónæmissvörunin að mestu leyti frumubundin. Prófið inniheldur 4 sýnatökuglös. Það fyrsta er neikvætt kontról, annað sýnatökuglasið, TB1 inniheldur mótefnavaka ESAT-6 og CFP-10, sem eru sértækir fyrir M. tuberculosis. Í því er einnig peptíð sem bindst við MHC af flokki II og greinir þannig svörun CD4 eitilfrumna. Þriðja glasið, TB2, inniheldur ESAT-6 og CFP-10, eins og glas tvö, og að auki peptíð sem bindst við bæði flokk l og ll MHC, þannig er mæld svörun bæði CD4 og CD8 eitilfrumna. Fjórða glasið er jákvætt kontról á virkni frumubundna ónæmiskerfisins.

    ESAT-6 og CFP-10 eru sértæk fyrir M. tuberculosisog einstaka sjaldgæfar atýpískar mýkóbakteríur (M. kansasii,M. marinum,  M. szulgai, M. gastriog M. riyadhense).Þessir mótefnavakar eru ekki í bólusetningarstofninum M. bovis,sem er í BCG bóluefninu.
    Ef blóð frá sýktum einstaklingum með virka ónæmissvörun er örvað með þessum mótefnavökum gefa T-lymfocytar frá sér interferon-γ. Það er greint með ELISA prófi.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
    Sýni skal taka við grun um smit af völdum M tuberculosis. Sé stutt frá mögulegu smiti
    skal endurtaka sýnatöku eftir þrjá mánuði.
        Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
        QuantiFERON-TB Gold Plus in-tube blóðtökuglös (4 glös í allt), sem hægt er að nálgast á Sýkla- og veirufræðideild LSH (SVEID). Geyma skal glösin við 4-25 °C.
      Sýnatökusett
        1. Neikvætt kontról (Nil) (grár tappi)
        2. Sértækt TB1 antigen (grænn tappi)
        3. Sértækt TB2 antigen (gulur tappi)
        4. Jákvætt kontról (Mitogen) (fjólublár tappi)

        Sýni
        1 ml af bláæðarblóði er settur í hvert sýnaglas, upp að svarta merkinu á glasinu.
        Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
        • Áður en blóðsýni eru tekin skulu sýnaglösin hafa náð herbergishita (17-25°C)
        • Merkja skal glösin með nafni sjúklings og kennitölu, dagsetningu og sýnatökutíma.
        • 1 ml af bláæðarblóði (nákvæmlega) er settur í hvert sýnaglas, upp að svörtu merki á glasinu. Ef notuð eru fiðrilda ( "butterfly") nál og slanga þá er byrjað á því að setja í aukaglas sem er síðan hent. Fyrst er sett í glas 1 (Nil), síðan glas 2 (TB1), þá glas 3 (TB2) og loks glas 4 (Mitogen).
        • Þurrkaðir mótefnavakar sitja á vegg blóðtökuglasanna og því er mjög mikilvægt að blanda vel strax eftir að blóðið er komið í glösin. Glösin eru hrist/velt varlega u.þ.b. 10 sinnum. Þess er gætt að blóð fari um allt yfirborð glasanna.
        • Senda skal sýnin sem fyrst á Sýkla- og veirufræðideild LSH (SVEID, ekki seinna en innan 16 klst. Glösin má ekki geyma í kæli og ekki frysta.

      Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
        Hide details for SvarSvar
        Rannsóknin er að jafnaði gerð 2x í viku, þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum og svarað, skriflega eða rafrænt, samdægurs.
        Hide details for TúlkunTúlkun
        Mælt er hve mikið er af gamma inerferóni í hverju sýnatökuglasi.
        Lesið er úr prófinu samkvæmt eftirfarandi töflu/mynd:
      (1)

      (1)
      • Jákvætt svar (positive): bendir til þess að einstaklingur hafi einhvern tíma smitast af M. tuberculosis.
        Athugið að rannsóknin greinir ekki á milli virkrar eða óvirkrar sýkingar
      • Neikvætt svar (negative): útilokar ekki smit af M. tuberculosisþar sem næmi prófsin er ekki 100%.
      Sýnið gæti verið tekið áður en frumubundið ónæmi hefur náð að myndast, sjúklingur á
      ónæmisbælandi meðferð eða að fáar eitilfrumur hafi verið í sýninu.
      • Ómarktæk niðurstaða (indeterminate): getur verið vegna þess að ekki hafi verið rétt staðið að töku, meðhöndlun eða flutningi á sýninu, eða skertu frumubundnu ónæmissvari sjúklings. Senda skal nýtt sýni til rannsóknar.
      • Ekki afgerandi niðurstaða: Sýnið á mörkum þess að vera jákvætt eða neikvætt. Senda skal nýtt sýni til samanburðar eftir 2-4 vikur.



        Ritstjórn

        Una Þóra Ágústsdóttir - unat
        Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
        Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
        Sara Björk Southon - sarabso

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

        Útgefandi

        Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 11/04/2012 hefur verið lesið 70870 sinnum