- Jákvætt svar (positive): bendir til þess að einstaklingur hafi einhvern tíma smitast af M. tuberculosis.
Athugið að rannsóknin greinir ekki á milli virkrar eða óvirkrar sýkingar
- Neikvætt svar (negative): útilokar ekki smit af M. tuberculosisþar sem næmi prófsin er ekki 100%.
Sýnið gæti verið tekið áður en frumubundið ónæmi hefur náð að myndast, sjúklingur á
ónæmisbælandi meðferð eða að fáar eitilfrumur hafi verið í sýninu.
- Ómarktæk niðurstaða (indeterminate): getur verið vegna þess að ekki hafi verið rétt staðið að töku, meðhöndlun eða flutningi á sýninu, eða skertu frumubundnu ónæmissvari sjúklings. Senda skal nýtt sýni til rannsóknar.
- Ekki afgerandi niðurstaða: Sýnið á mörkum þess að vera jákvætt eða neikvætt. Senda skal nýtt sýni til samanburðar eftir 2-4 vikur.
|