../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-290
Útg.dags.: 07/18/2023
Útgáfa: 4.0
2.03 Stroksýnataka frá öndunarfærum
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa almennum atriðum við töku stroksýnis frá öndunarfærum. Nánari upplýsingar um viðkomandi rannsóknir er að finna í lista neðst í skjali.
    Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
    • Einnota hanskar
    • Tunguspaði fyrir hálsstrok
    • Sýnatökusett
      • Bakteríurannsóknir: eSwab (Copan Liquid Amies Elution Swab), Transwab (Sigma) eða sambærilegir pinnar.
        • Glasi með bleikum (eSwab) eða fjólubláum (Transwab) tappa fylgir breiður pinni sem hentar hálsi og nefi.
        • Glasi með bláum (eSwab) eða appelsínugulum (Transwab) tappa fylgir grannur pinni fyrir töku nefkokssýna.
      • Veirurannsóknir: Sigma VCM strokpinnar. Tveir pinnar fylgja með hverju glasi, einn breiður og einn grannur. Þessi glös eru aðeins notuð fyrir veirurannsóknir. Þau eru ekki nothæf fyrir chlamydiu eða gonorrhoea rannsóknir með því tæki (Cobas 4800), sem nú er notað við þær greiningar við Sýkla- og veirufræðideild LSH.


    eSwab strokpinnar fyrir bakteríurannsóknir


    Transwab strokpinnar fyrir bakteríuræktun
      MW920Sjpg
      Sigma VCM strokpinnar fyrir veirurannsóknir
      Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
      Auðkenni sjúklings
      Til að tryggja að sýni sé tekið úr réttum einstaklingi er sjúklingur spurður um nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á beiðni og límmiðum. Ef sjúklingur er ófær um að veita þessar upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af hjúkrunarfræðingi, lækni, aðstandanda eða af auðkennisarmbandi.

      Undirbúningur
      1. Sýnatakan er útskýrð fyrir sjúklingi.
      2. Hendur eru hreinsaðar og farið í hanska og aðrar viðeigandi persónuhlífar. Ef taka á sýni fyrir COVID-19 er farið í viðeigandi hlífðarbúnað.
      3. Skoðað er hvort eitthvað komi í veg fyrir töku sýnis úr nefi/nefkoki.
      4. Strokpinni er tekinn úr umbúðum og þess gætt að snerta ekki þann hluta sem er neðan við merktan brotstað með fingrum. Einnig er þess gætt að láta pinna ekki snerta önnur svæði en taka á sýni frá.

      Nasastrok
      1. Strokpinni með breiðu skafti er vættur í dauðhreinsuðu saltvatni og strokið nokkrum sinnum þétt yfir sýnatökustað.
      2. Strokið er tekið fremst úr nefbroddi og innan úr báðum nasavængjum (1-2 cm inn), sjá mynd. Sami pinni er notaður í báðar nasir, sjá mynd 1.
      3. Pinni er dreginn út og settur í flutningsglas.
      4. Pinni er brotinn við merkið og flutningsglasi lokað vandlega.

      Nefkoksstrok
      1. Höfði sjúklings er hallað eilítið aftur.
      2. Strokpinna með grönnu skafti er stungið inn um nös og látinn fylgja botni nefgangsins þar til hann stöðvast við bakvegg nefkoksins, sjá mynd 2.
      3. Pinna er snúið varlega nokkrum sinnum. Sjúklingur getur hóstað vegna þessa.
      4. Pinni er dreginn varlega út og settur í flutningsglas.
      5. Pinni er brotinn við merkið og flutningsglasi lokað vandlega.

      Myndaniðurstaða fyrir nasopharyngeal swab technique

      Hálsstrok
      1. Sjúklingur er látinn opna munninn og tungunni þrýst mjúklega niður með tunguspaða, sjá mynd 3.
      2. Strokpinna með breiðu skafti er strokið þétt yfir hálskirtla og bakvegg koksins og pinnanum snúið á meðan.
      3. Pinni er tekinn út og settur í flutningsglas.
      4. Pinni er brotinn við merkið og flutningsglasi lokað vandlega.



      Sýni frá skútum (nefholum) (aðeins framkvæmt af Háls-, nef- og eyrnalæknum)
      1. Tekið er stroksýni frá opi skúta (nefholuopi) eða frá útferð úr skoli frá skúta (nefholu).
      2. Pinni er settur í flutningsglas.
      3. Pinni er brotinn við merkið og flutningsglasi lokað vandlega

      Frágangur
      Fylgt er leiðbeiningum um örugga losun sýnatökuefna og áhalda
      Fylgt er leiðbeiningum um útfyllingu beiðna, merkingu, frágang og sendingu sýna.
      Farið er úr hönskum og hendur hreinsaðar.

      Flutningur og geymsla sýna
      Flutningur við stofuhita innan tveggja klukkustunda frá sýnatöku.
      Strok í bakteríuræktun eru geymd í stofuhita eða kæli í allt að 24 klukkustundir.
      Strok í svepparæktun eru geymd í stofuhita í allt að 24 klukkustundir.
      Strok í veiruleit eru geymd í kæli í allt að 24 klukkustundir..

      Nánari upplýsingar um rannsóknir á stroksýnum má sjá í þjónustuhandbók og eftirfarandi skjölum:
      Öndunarfæri - Bordetella pertussis PCR
      Öndunarfæri - Bordetella pertussis ræktun
      Öndunarfæri - Cystic fibrosis
      Öndunarfæri - Háls - bakteríur
      Öndunarfæri - Háls - epiglottitis
      Öndunarfæri - Háls - Vincents angina
      Öndunarfæri - Nef/nefkok - bakteríur, sveppir
      Öndunarfæri - Skútar - bakteríur, sveppir
      Öndunarfæri - PCR: Chlamydia pneumoniae, Legionella pneumophila, Mycoplasma pneumoniae
      Öndunarfærasýni í veiruleit

      Myndbönd
      Myndband um töku strok frá sinusopi.
      Myndband um töku nefkoksstroks.
      Myndband um töku hálsstroks.

      Atvik
      Ef mengað flutningsæti hellist niður er það meðhöndlað sem sóttmengaður leki og ef það slettist á starfsmann er það meðhöndlað sem vessamengun og skráð í atvikaskrá.
      Ómengað flutningsæti er skaðlaust og má farga í almennan úrgang.


    Ritstjórn

    Hjördís Harðardóttir
    Gunnhildur Ingólfsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso
    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Örnólfur Þorvarðsson - ornolfur

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Karl G Kristinsson

    Útgefandi

    Gunnhildur Ingólfsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 01/18/2018 hefur verið lesið 2141 sinnum