../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-427
Útg.dags.: 10/09/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.40 Öndunarfæri - Nef/nefkok - bakteríur, sveppir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Nefstrok - almenn ræktun, Nefstrok - svepparæktun, Nefkoksstrok - almenn ræktun, Nefkoksstrok - svepparæktun, Nefkokssog - svepparæktun (getur líka verið vefjabiti).
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
Nasir
    Leit að S. aureusberum, methicillín næmum eða ónæmum (MSSA/MRSA (MÓSA)). Fremsti hluti nasanna er klæddur húð. Þar í rakanum eru kjöraðstæður fyrir Staphylococcus aureus og er talið að allt að 30% manna beri bakteríuna í nösum sér. Sýni frá nösum er ekki viðeigandi fyrir sveppa- og mýkóbakteríurannsókn.
    Nefhol
    Sýni tekið frá skútaopum, sem eru á ýmsum stöðum í nefholinu. Oftast eru tekin sýni fra opi sinus maxillaris. Leitað er að bakteríum sem taldir eru líklegir sýkingarvaldar
    Leit að þráðsveppum (myglusveppum), þegar grunur er um
    • staðbundna sveppasýkingu í slímhúð (sjaldgæft)
    • ífarandi sveppasýkingu í efri eða neðri öndunarvegum þegar sýni frá viðeigandi líffærum eru neikvæð eða sýnataka ekki möguleg. Við grun um skútabólgu skal reyna að fá sýni frá skúta, sjá Sýni frá skútum.
Nefkok
    Raunverulegar ábendingar fyrir nefkoksstrok í bakteríu- og svepparæktanir eru fáar. Því er nefkokssýnum í almenna bakteríu- og svepparæktun hafnað nema að á rannsóknabeiðni komi skýrt fram að um rétta ábendingu sé að ræða.
    Ábendingarnar eru:
    • Leit að Bordetella pertussis hjá sjúklingum grunuðum um kíghósta. Sjá Bordetella pertussisRT-PCR.
    • Leit að Neisseria meningitidis hjá sjúklingum með heilahimnubólgu eða hjá einstaklingum sem hafa verið í nánasta umhverfi sjúklings með heilahimnubólgu.Leit að Neisseria meningitidis
    • Leit að ónæmum bakteríum, svo sem pneumókokkum hjá sjúklingum með bráða miðeyrnabólgu sem ekki hefur lagast við hefðbundna sýklalyfjameðferð.
    • Leit að Corynebacterium diphtheriae hjá einstaklingi grunuðum um barnaveiki eða einstaklingum sem hafa umgengist einstakling með barnaveiki.Leit að Corynebacterium diphtheriae, orsakavaldi barnaveiki.
    • Leit að Streptókokkum af grúppu A hjá börnum sem eru að fara í aðgerð v/klofins góms.

    Vegna þess að Streptococcus pneumoniae, Haemophilus influenzae og Moraxella catarrhalis eru algengir í eðlilegu örveruflóru nefkoksins, þá er ekkert gagn af nefkoksræktunum til greiningar á sýkingum sem eru gjarnan af völdum þessara sýkla (sinusitis, bráð miðeyrnabólga og lungnabólga).

Leit að sveppum sbr. "Nefhol" ofar.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Ræktun í andrúmslofti í leit að meinvaldandi bakteríum og sveppum ásamt greiningu og næmisprófum þegar við á.
    Í sýni frá nösum er oftast eingöngu leitað að S. aureus. Vaxi mikið af öðrum mögulega meinvaldandi bakteríum er þeirra getið.
    Í sýnum frá nefholi (skútaopum) er leitað að þeim bakteríum sem taldar eru líklegir meinvaldar við sýkingu í skútum.
    Í sýnum frá nefkoki er einungis leitað að ákveðnum bakteríutegundum, sjá ofar (ábending).
    Sé sýni tekið í leit að bera er sérstaklega leitað að viðkomandi bakteríu. Vaxi mjög mikið af öðrum meinvaldandi bakteríum er þeirra oft getið, þó er ekki getið um aðrar bakteríur ef um MÓSA leit er að ræða.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Bakteríuleit: Strok úr nösum, frá svæði kringum sinusop eða nefkoki.
      Sveppaleit: strok, sog eða vefjabiti frá nefholi eða nefkoki.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Nasir.
      Nota skal venjulegan strokpinna. Endi pinnans er bleyttur með 1-2 dropum af saltvatni til að bakteríur loði frekar við hann. Honum er síðan strokið nokkra hringi innan í nasaopunum fremst, ekki skal fara innar en sem svarar 1 til 2 sentímetrum.
      Nefhol
      Bakteríuleit: Reynt er að ná sýni sem næst sinusopi.
      Sveppaleit: ná sýni sem næst sinusopi, eða úr öðru slímhúðarsvæði sem gæti verið sýkt.
      Nefkok.
      Nota skal strokpinna með grönnu skafti sem er sveigður lítillega til að hann nái betur aftur í nefkokið. Pinnanum er stungið upp í nösina og reynt að ná eins langt aftur og mögulegt er. Æskilegt er að hann liggi augnablik upp að slímhúðinni. Hann er dreginn út, helst án þess að snerta nokkuð á leiðinni.
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríur. Niðurstaða neikvæðrar ræktunar eða ræktunar eðlilegrar flóru liggur fyrir innan 2 sólarhringa. Jákvæð ræktun getur tekið lengri tíma.
      Allar bakteríur sem taldir eru líklegir meinvaldar eru nefndar, og oftast aðrar sem ræktast. Líklegir sýkingarvaldar eru tegundagreindir og þeim svarað með næmi.
      Sveppir. Jákvæðar niðurstöður fást venjulega innan viku. Gersveppir sem ræktast eru ekki greindir nánar nema sérstaklega sé beðið um svepparæktun á beiðni. Þráðsveppir (myglusveppir) eru ættkvíslar- eða tegundargreindir séu þeir taldir mögulegir sýkingarvaldar. Neikvæðar niðurstöður fást á 3 vikum.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Bakteríur. Í sýnum frá nefi (nösum og nefholi) og nefkoki er einungis leitað að ákveðnum bakteríutegundum. Ræktist þekktir orsakavaldar skútabólgu í sýnum teknum frá skútaopum, er líklegt að um sýkingavald sé að ræða.
      Sveppir. Sveppagró finnast í andrúmslofti og því táknar jákvæð ræktun ekki endilega að sveppurinn sé sýkingarvaldur í viðkomandi tilviki. Ræktunarniðurstöður þarf að túlka út frá svepp sem vex, einkennum sjúklings og undirliggjandi vandamáli s.s. ónæmisbælingu. Jákvæð ræktun á þráðsveppum (myglusveppum) getur gefið vísbendingu um sýkingu í skútum eða lungum, sérstaklega hjá ónæmisbældum sjúklingum með einkenni. Þráðsveppir sem sjást í smáskjárskoðun eða ræktun úr vefjabita benda sterklega til sýkingar.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Wasington D.C.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. Washington DC: American society for Microbiology.
    3. Minnisblað Karls G Kristinssonar frá janúar 2013. Ábendingar nefkoksræktana.pdf

    Ritstjórn

    Ólafía Svandís Grétarsdóttir
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Sandra Berglind Tómasdóttir - sandrabt
    Hjördís Harðardóttir
    Sara Björk Southon - sarabso
    Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Hjördís Harðardóttir

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 151896 sinnum