../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-292
Útg.dags.: 12/28/2022
Útgáfa: 2.0
2.03 Stroksýnataka frá húð, sárum, ígerðum, augum og eyrum
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa almennum atriðum við töku stroksýnis frá húð, sári, ígerð, auga og eyra. Nánari upplýsingar um viðkomandi rannsóknir er að finna í lista neðst í skjali.
    Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
    • Einnota hanskar
    • Dauðhreinsað saltvatn án rotvarnarefni ef hreinsa þarf gröft og óhreinindi á sýnatökustað
    • Sýnatökusett
      • Bakteríurannsóknir: eSwab, Copan Liquid Amies Elition Swab
        • Glasi mbleikum tappa fylgir breiður pinni
        • Glasi með bláum tappa fylgir grannur pinni
      • Veirurannsóknir: Sigma VCM strokpinnar. Tveir pinnar fylgja með hverju glasi, einn stór og einn lítill. Þessi glös eru einungis notuð fyrir veirurannsóknir. Þau eru ekki notuð fyrir chlamydiu-, mycoplasma- eða lekandarannsóknir.

      eSwab strokpinnar fyrir bakteríurannsóknir

      MW920Sjpg
      Sigma VCM strokpinnar fyrir veirurannsóknir
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Auðkenni sjúklings
    Til að tryggja að sýni sé tekið úr réttum einstaklingi er sjúklingur spurður um nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á beiðni og límmiðum. Ef sjúklingur er ófær um að veita þessar upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af hjúkrunarfræðingi, lækni, aðstandanda eða af auðkennisarmbandi.

    Undirbúningur
    1. Sýnatakan er útskýrð fyrir sjúklingi.
    2. Hendur eru hreinsaðar og farið í hanska og aðrar viðeigandi persónuhlífar. Ef taka á sýni fyrir COVID-19 er farið í viðeigandi hlífðarbúnað.
    3. Skoðað er hvort eitthvað trufli töku sýnis. Ef gröftur og/eða óhreinindi eru til staðar í sárum eða eyrnagangi eru þau hreinsuð með dauðhreinsuðu saltvatni áður en sýnið er tekið.
    4. Strokpinni er tekinn úr umbúðum og þess gætt að snerta ekki með fingrum þann hluta sem er neðan við merktan brotstað. Einnig er þess gætt að láta pinna ekki snerta önnur svæði en taka á sýni frá.

    Ígerðir
    Betra er að senda ástungusýni úr ígerð í ræktun, ef unnt er, fremur en stroksýni (sjá skjal um Ígerðir - bakteríur, sveppir, mýkóbakteríur)
    1. Stroksýni fyrir bakteríurannsókn er tekið djúpt úr ígerð og forðast að snerta húð eða slímhúðir umhverfis ígerð.
    2. Pinna er snúið varlega á sýnatökustað. Tekið er eins mikið sýni á pinnann og unnt er.
    3. Pinni er dreginn út og settur í flutningsglas.
    4. Pinni er brotinn við merkið og flutningsglasi lokað vandlega.

    Sár
    1. Stroksýni fyrir bakteríurannsókn er tekið eins djúpt úr sári og unnt er án þess að valda skaða. Ef gröftur og/eða óhreinindi eru til staðar í sárinu eru þau hreinsuð með dauðhreinsuðu saltvatni fyrir sýnatöku.
    2. Pinna er snúið varlega á sýnatökustað. Tekið er eins mikið sýni á pinnann og unnt er.
    3. Pinni er dreginn út og settur í flutningsglas.
    4. Pinni er brotinn við merkið og flutningsglasi lokað vandlega.

    Húð (útbrot, bólur, vörtur) - Auga - Ytra eyra
    1. Pinna er strokið yfir og snúið varlega á sýnatökustað.
    2. Pinni er settur í flutningsglas.
    3. Pinni er brotinn við merkið og flutningsglasi lokað vandlega.
    Miðeyra
    Við miðeyrnabólgu er gagnslaust að taka stroksýni frá eyrnagangi nema að hljóðhimnan hafi sprungið. Í þeim tilvikum er notaður ræktunarpinni með grönnu skafti (glas með bláum tappa).
    1. Pinna er strokið létt eftir himnunni þar sem gatið er. Pinni er dreginn út án þess að snerta eyrnaganginn.
    2. Pinni er settur í flutningsglas.
    3. Pinni er brotinn við merkið og flutningsglasi lokað vandlega.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Margrét Sjöfn Torp
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
Sara Björk Southon - sarabso

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Maríanna Garðarsdóttir

Útgefandi

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 01/18/2018 hefur verið lesið 984 sinnum