../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-334
Útg.dags.: 11/12/2022
Útgáfa: 12.0
2.02.01 Augu - bakteríur, sveppir, Acanthamoeba
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsókna:
    Strok frá augnslímhúð - almenn ræktun
    Strok frá augnslímhúð - svepparæktun
    Sýni frá auga/ástunga/skaf - almenn/anaerob ræktun
    Sýni frá auga/ástunga/skaf - svepparæktun
    Amöbuleit

Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    1. Grunur um bakteríu- eða sveppasýkingu í slímhúð augans, hornhimnu eða dýpra í augnkúlunni. Sveppasýkingar í hornhimnu verða venjulega í kjölfar áverka eða skurðaðgerðar; sýkingar í augnknetti eru oftast blóðbornar, en geta líka orðið í kjölfar áverka eða skurðagerða.
    2. Grunur um Acanthamoeba sýkingu í hornhimnu, sem lýsir sér venjulega með hornhimnusári. Leitast skal við að rannsaka bæði hornhimnu og linsur (og fylgihluti þeirra).

    Mögulegar viðbótarrannsóknir:
      • Berklaræktun
      • Lekandaræktun (það er ekki víst að lekandi greindist við almenna ræktun)
      • Greining á Chlamydia trachomatis og Neisseria gonorrhoeaemeð kjarnsýrumögnunaraðferð, athugið, það þarf annars konar sýni, strok á Cobas pinna og flutningsæti. Sjá leiðbeiningar.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríurannsókn
    Sýni frá slímhúð augans (táru): Ræktað í andrúmslofti. Meintir sýkingarvaldar eru tegundargreindir og gert næmi.
    Skaf eða vefjabiti frá hornhimnu, eða sýni frá augnkúlunni: Ræktað í andrúmslofti og við loftfirrð skilyrði. Allt sem ræktast er álitið mögulegur meinvaldur. Gefin er út tegundargreining með næmisprófi. Sýnin eru smásjárskoðuð sé þess nokkur kostur. Oft er sýnið þó mjög lítið og talið mikilvægara að sá því öllu til að hafa ræktunina sem næmasta (ekki eyða stórum hluta þess í smásjárskoðun).
    Svepparannsókn
    Ræktun fer fram á Sabouraud æti í 3 vikur, við 30°C. Allur gróður er greindur með viðeigandi aðferðum. Upplýsingar um næmispróf má finna í leiðbeiningum.Sýnin eru smásjárskoðuð sé þess nokkur kostur. Oft er sýnið þó mjög lítið og talið mikilvægara að sá því öllu til að hafa ræktunina sem næmasta en að eyða stórum hluta þess í smásjárskoðun.
    Acanthamoeba
    Vefjasýni er ræktað í bakteríulausn á næringarlausum agar, og ef nægilegt magn fæst er það einnig smásjárskoðað eftir litun. Sama gildir um linsur og vökva í linsuboxi og flösku (botnfalli sáð eftir þeytivindun).
    Hide details for FaggildingFaggilding
    Sjá yfirlit yfir faggildar/ófaggildar rannsóknir á Sýkla- og veirufræðideild hér.

Hide details for SýnatakaSýnataka
    Slímhúðabólga (conjunctivitis): strokpinni fyrir almenna ræktun
    Hornhimnusýking og sýking í augnknetti: best að setja sýni beint á æti og gler (sjá "Lýsing sýnatöku"), að öðrum kosti skal setja sýni í dauðhreinsað ílát með utanáskrúfuðu loki.
    Slímhúðabólga (conjunctivitis): stroksýni frá slímhúð augans (táru)
    Hornhimnusýking: gott skaf eða vefjabiti
    Sýking í augnknetti: ástungusýni
    Grunur um Acanthamoeba sýkingu: auk sýnis frá auga skal senda linsur, linsubox og linsuvökvi á Sýklafræðideild.
    Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
    Sýni frá slímhúð augans (táru):
    Mikilvægt er að taka sýni áður en sýklalyf eða deyfidropar með rotvarnarefnum hafa verið sett í augað. Notaður er venjulegur bakteríuræktunarpinni. Greftri er strokið af augnslímhúðinni með pinnanum, oft í kverkinni við neðra augnlokið. Ef ekki er gröft að sjá er pinninn látinn liggja skamma stund að slímhúðinni.
    Skaf/vefjabiti frá hornhimnu eða sýni frá augnknetti: Þessi sýni eru eingöngu tekin af augnlækni (oft við aðgerð eða ástungu); undirbúningur er í samræmi við það. Æskilegt er að setja skaf og ástungusýni beint á æti og smásjárgler, þannig fæst besta nýting á þessum litlu sýnum. ATHUGIÐ : æskilegt er að hafa samráð við Sýklafræðideild vegna rannsóknar svo að velja megi heppilegustu rannsóknaraðferðir í hverju tilviki.

    Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
    Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
    Ræktunarpinna má geyma í einn sólarhring í kæli eða stofuhita.
    Önnur sýni skal geyma við stofuhita og flytja á rannsóknastofu < 15 mín., og í síðasta lagi innan 24 klst. Linsur, linsubox og – vökva skal geyma við stofuhita og senda á rannsóknastofu við fyrsta tækifæri.

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Hide details for SvarSvar
    Bakteríurannsókn: Sýni frá slímhúð augans (táru): Sýnið er ræktað í tvo sólarhringa, jákvætt svar gæti tekið lengri tíma
    Skaf/vefjabiti frá hornhimnu eða sýni frá augnkúlunni: Sýnið er ræktað í fimm sólarhringa. Jákvæð ræktun gæti tekið lengri tíma. Við ákveðnar aðstæður er látið vita símleiðis strax og eitthvað ræktast úr skaf- og ástungusýnum. Nánari greining og næmispróf liggja venjulega fyrir einum til þremur dögum síðar.
    Svepparannsókn: Neikvæð svör fást eftir 3 vikur. Jákvæð svör: Ef sveppir greinast í ástungusýni frá auga, venjulega innan 7 daga, er hringt til meðferðaraðila; endanlegar niðurstöður með greiningu sveppa fylgja.
    Acanthamoeba: Neikvæð svör fást eftir 21 daga. Skálar eru skoðaðar daglega fyrstu 9 dagana en síðan 3svar í viku þar til ræktun lýkur; ef amöbur ræktast er hringt í meðferðaraðila. Sama gildir um jákvæðar niðurstöður úr smásjárskoðun á sýni.
    Hide details for TúlkunTúlkun
    Sýni frá slímhúðum augans:
    Bakteríur: Líklegir meinvaldar eru tegundargreindir og gefið er út næmispróf. Nokkrar þeirra baktería sem helst eru taldar geta valdið sýkingum eru: Streptococcus pneumoniae, Staphylococcus aureus, Haemophilus influenzae, Streptococcus pyogenes (Str.gr.A) og Moraxella catarrhalis. Sjaldgæfari sýkingarvaldar eru Pseudomonas aeruginosa, Neisseria meningitidis, Neisseria gonorrhoeae, Chlamydia trachomatis(ræktast ekki með þessari aðferð) og hugsanlega Enterobacteriaceae. Kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar, alfa hemólýtískir streptókokkar og corynebacteriur eru að jafnaði ekki álitnir meinvaldar í hraustu fólki. Mengun sýnis af húðflóru getur leitt til falskt jákvæðrar ræktunar og neikvæð ræktun útilokar ekki sýkingu.
    Sveppir: Sveppir sýkja venjulega ekki slímhúðir augans, að hornhimnu undanskilinni. Jákvæða svepparæktun frá slímu ber að túlka út frá sveppategund, magni og klínísku ástandi.
    Acanthamoeba: jákvæð rannsókn úr hornhimnustroki ásamt dæmigerðum klínískum einkennum bendir til amöbusýkingar. Slík sýni henta þó ekki vel til greiningar og neikvæð rannsókn útilokar ekki sýkingu.
    Skaf frá hornhimnu eða sýni frá augnkúlunni:
    Bakteríur: Allt sem ræktast er álitið mögulegur meinvaldur.
    Sveppir: Hlutverk sveppa sem greinast í sýnum frá hornhimnu skal meta í samræmi við tegund svepps, niðurstöður smásjárskoðunar og annarra rannsókna (ef við á) og einkennum. Sveppasýkingar í hornhimnu eða í augnknetti eru venjulega af völdum Candida eða myglusveppa (Fusarium, Aspergillus ofl.).
    Acanthamoeba: jákvæð rannsókn úr hornhimnuskafi ásamt dæmigerðum klínískum einkennum bendir til amöbusýkingar. Neikvæð rannsókn útilokar ekki sýkingu.

Hide details for HeimildirHeimildir
  1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D. C.

    Ritstjórn

    Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros
    Ólafía Svandís Grétarsdóttir
    Sigríður Ólafsdóttir
    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 90303 sinnum