../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-425
Útg.dags.: 10/09/2023
Útgáfa: 10.0
2.02.03 Eyru - bakteríur, sveppir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsókna: Eyra - almenn ræktun. Eyra - svepparæktun
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Bakteríurannsókn:
    Grunur um sýkingu, annaðhvort í miðeyra eða ytra eyra.

    Svepparannsókn:
    Sveppir geta sýkt ytri eyrnagang og miðeyra. Sýkingar í ytra eyrnagangi eru oftast af völdum Aspergillus niger. Sveppir sýkja afar sjaldan miðeyra, en slíkum sýkingum af völdum Candida hefur þó verið lýst. Biðja þarf sérstaklega um svepparannsókn (lengri ræktunartími en við bakteríurannsókn).
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríurannsókn:
    Ræktun í andrúmslofti og við loftfirrð skilyrði í 2 sólarhringa. Meintir sýkingarvaldar eru tegundagreindir og gert næmi. Sé sýnið tekið við ástungu eða frá gati á hljóðhimnu skal það tekið fram á beiðninni og er sýnið þá ræktað í 4 sólarhringa, allar bakteríur sem greinast teknar alvarlega, þær tegundagreindar og gert næmi.

    Svepparannsókn:
    Ræktun fer fram á Sabouraud æti (+ klóramfeníkól í æti) í 3 vikur. Upplýsingar um næmispróf má finna í leiðbeiningum.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Æskilegt er að taka sýni áður en sýklalyfjameðferð hefst. Vöxtur sveppa bælist þó síðar eftir sveppalyfjagjöf en vöxtur baktería eftir bakteríulyfjagjöf.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Bakteríuræktunarpinni.
      Nál og sprauta ef stungið er á hljóðhimnunni til að ná sýni. Dauðhreinsað ílát með utanáskrúfuðu loki, til að færa sýnið í.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Strok- eða ástungusýni. Einn pinni/ástungusýni nægir fyrir bakteríu- og svepparannsókn.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Ytra eyra:
      Pinni, vættur í dauðhreinsuðu vatni, er notaður til að hreinsa hugsanlegan gröft og önnur óhreinindi úr eyrnaganginum. Síðan er sýni tekið með því að strjúka bakteríuræktunarpinna eftir sýkta svæðinu.

      Miðeyra:
      Við miðeyrnabólgu er gagnslaust að taka sýni í gegnum eyrnaganginn nema að hljóðhimnan hafi sprungið. Sé svo er notaður ræktunarpinni á grönnu skafti. Endanum er strokið létt eftir himnunni þar sem gatið er. Æskilegast er að draga pinnann út án þess að snerta eyrnaganginn.
      Við langvarandi eða endurteknar sýkingar er mögulegt að stinga á hljóðhimnunni til að ná góðu sýni. Eyrnagangurinn er hreinsaður. Nál stungið inn og gröftur dreginn upp í sprautuna. Þá er sýninu sprautað í dauðhreinsað ílát með utanáskrúfuðu loki.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Ástungusýni skal senda strax á rannsóknarstofuna, ekki seinna en innan tveggja tíma.

      Bakteríurannsókn:
      Ræktunarpinnar verða að berast innan sólarhrings og skal geyma þá við stofuhita eða í kæli.

      Svepparannsókn:
      Flutningur við stofuhita á rannsóknastofu < 2 klst. Má geyma í 24 klst og þá í kæli.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríurannsókn:
      Neikvæðri ræktun er svarað út eftir 2 (hlust) - 4 (miðeyra/hljóðhimna) sólarhringa. Jákvæð ræktun gæti tekið lengri tíma.

      Svepparannsókn:
      Neikvæð svör fást eftir 3 vikur. Jákvæð svör fást venjulega á fyrstu viku ræktunar.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Bakteríurannsókn:
      Ytra eyra:
      Jákvæð ræktun með yfirgnæfandi vexti af Pseudomonas aeruginosa, beta-hemólýtískum streptókokkum eða S. aureus gefur almennt vísbendingu um sýkingu af þeirra völdum. Yfirvöxtur húðflóru getur leitt til falskt neikvæðrar niðurstöðu.

      Miðeyra:
      Jákvæð ræktun með Streptococcus pneumoniae, Haemophilus influenzae, Moraxella catarrhalis, ásamt Streptococcus pyogenes (Str.gr.A) og Staphylococcus aureus gefur almennt vísbendingu um sýkingu af þeirra völdum. Sjaldgæfari eru til dæmis Gram neikvæðir stafir, meðal annarra Pseudomonas aeruginosa og loftfælnar bakteríur. Neikvæð ræktun útilokar ekki miðeyrabólgu.
      Svepparannsókn:
      Ytra eyra:
      Myglusveppurinn Aspergillus er vel þekktur sýkingarvaldur í ytra eyranu. Hann greinist mjög oft við þessa ræktun, en sé grunur um sveppasýkingu skal þess getið á beiðninni til að sýnið fái rétta meðferð og nægilega langan ræktunartíma (sveppir þurfa oft lengri ræktunartíma en þá 2-4 sólarhringa sem bakteríuræktunin tekur). Hlutverk sveppa sem greinast í sýnum frá ytra eyra skal meta í samræmi við tegund svepps og einkenna.

      Miðeyra:
      Þegar sveppir finnast í ástungusýni eru þeir taldir sýkingarvaldar þar til annað sannast.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Karen C. Carroll og Michael A. Pfaller. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

    Ritstjórn

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Sandra Berglind Tómasdóttir - sandrabt
    Hjördís Harðardóttir
    Sara Björk Southon - sarabso
    Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Hjördís Harðardóttir

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 55444 sinnum