../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-119
Útg.dags.: 11/15/2022
Útgáfa: 8.0
2.02.30 Ýmis sýni - sníkjudýr
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Listi yfir öll rannsóknarferli sem fjallað er um í þessu skjali.
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Frumdýr, ormar og ormaegg geta fundist í ýmsum sýnum öðrum en blóði, saur og þvagi, af eftirfarandi ástæðum:
    • Frumdýr og ormar sýkja marga líkamsvefi.
    • Lirfuflakk sumra orma (t.d. Ascaris, Ancylostoma og Strongyloides) leiðir þá gegnum lungu í þroskaferlinu, áður en þeir setjast að í meltingarvegi.
    • Stundum villast ormar frá kjörlíffærum sínum og geta þeir eða eggin fundist á óvæntum stöðum.

    Leita má að eftirfarandi sníkjudýrum í sýnum öðrum en augum, blóði, kynfærum, saur og þvagi:
    • Hráki og berkjuskol: lirfur Ascaris, Strongyloides, Ancylostoma, egg Paragonimus, scolex krókar Echinococcus, Entamoeba histolytica og Cryptosporidium.
    • Skeifugarnarsog: Strongyloides, Ancylostoma, Giardia, Cryptosporidium.
    • Cystur og kýli: Echinococcus granulosus. Ath. að þó Entamoeba histolyticageti valdið kýlum í lifur ofl. líffærum, þá finnast amöbur yfirleitt ekki í sogsýni úr kýlunum.
    • Beinmergur: Toxoplasma, Leishmania, Plasmodium, Trypanosoma cruzi.
    • Mænuvökvi: Trypanosoma, Naegleria.
    • Vefjabitar úr innri líffærum, meltingarvegi og húð geta sýnt (eftir líffæri): Leishmania, Toxoplasma, Schistosomaegg, Ancylostoma og Strongyloides lirfur.
    • Þvag: Schistosoma egg (sjá þvag - Schistosoma), fyrir Trichomonas vaginalis (sjá skjal Kynfæri - PCR fyrir Trichomonas vaginalis og Mycoplasma genitalium).
    Hide details for FaggildingFaggilding
    Sjá yfirlit yfir faggildar/ófaggildar rannsóknir á Sýkla- og veirufræðideild hér.

Hide details for SýnatakaSýnataka
    Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
    Ef hráki, þá er mikilvægt er að fá gott sýni, helst tekið snemma morguns þegar mestar líkur eru á að fá uppgang úr berkjum frekar en munnvatn.
    Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
    • Ílát: hreint ílát með utanáskrúfuðu loki.
    • Blóðmergur og mænuvökvi: æskilegt að nota storkuvara (ef blóðugur mænuvökvi).
      • Nota má örlítið af EDTA, heparin eða Natrium Citrate (ekki þynna sýni um of). ATH. að ef beðið er um mýkóbakteríurannsókn á sama sýni má bara nota heparín.
    • Echinococcus leit í cystum: æskilegt að bæta 2-5% formalíni í sýni til að drepa smitefnið (sýni þynnt til helminga með formalínlausninni).
    • Vefjabitar: Ef sýni er lítið og kemst ekki tafarlaust á Sýklafræðideild má setja 2-3 dropa af saltvatni í glasið til að hindra uppþornun sýnis, en ekki svo mikið að þynning verði á sýni; ekki setja sýni í grisju. ATH. ekki setja vefjabita í formalín eða annan festivökva!
    Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
    Vökvar: allt að 30 ml
    Beinmergur: Nægilegt magn til að strjúka á gler (minnst 100 µl)
    Vefjabitar: 2mm - 5 cm í þvermál. Við leit að Leishmania spp, er best að taka vefjabita úr jaðri sárs og senda í vefjameinafræðirannsókn.
    Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
    • Flest sýni eru tekin eins og venja er fyrir viðkomandi líffæri og sýnategund.
    • Hydatid cysta: Hafa ber í huga að Echinococcus lirfur í vökvanum eru smitandi. Ef hann kemst í aðlæga vefi við ástungu eða aðgerð er hætta á anafýlaktísku losti og útbreiðslu sýkingar.
    • Húðsýking og grunur um Leishmania: best er að fá sog og skaf úr hinu sýkta svæði.
      • Hreinsa húð með sótthreinsandi efni og láta þorna.
      • Draga 0.1-0.2 ml af dauðhreinsuðu ísótónísku saltvatni í sprautu og stinga nálinni á ská í sárbotn eða brún.
      • Soga vefjavökva upp í sprautu á meðan nálin er hreyfð varlega í hringi inní sárinu. Setja innihald sprautu í hreint ílát (sbr. ofar) og senda á rannsóknastofu.
      • Til að fá skaf úr svæðinu má deyfa það með staðbundinni deyfingu, og síðan skafa yfirborð sárbotnsins. Skafið er sett í 0.1-0.2 ml af dauðhreinsuðu ísótónísku saltvatni og sent á rannsóknastofuna.
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
    Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
    Geymsla - sending: Sendist á rannsóknastofu < 24 klst.
    Geymist í kæli ef töf verður á sendingu, með eftirfarandi undantekningum: Við grun um amöbusýkingu í mænuvökva eða Trypanosoma sýkingu skal geyma við stofuhita.

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Hide details for SvarSvar
    Svar fæst < 24 klst á virkum dögum.
    Hide details for TúlkunTúlkun
    Sníkjudýrin sem talin eru upp í "Ábending" teljast öll meinvaldandi. Sum valda þó venjulega litlum einkennum (dæmi: ormar) eða eru ekki viðurkenndir sjúkdómsvaldar í ákveðnum líffærum (dæmi: Cryptosporidium spp. í öndunarfærum). Þess vegna þarf að túlka niðurstöður út frá sníkjudýri sem fannst og einkennum sjúklings.

Hide details for HeimildirHeimildir
  1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
  2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.
  3. Van der Meide et al. Quantitative Nucleic Acid Sequence-Based Assay as a New Molecular Tool for Detection and Quantification of Leishmania Parasites in Skin Biopsy Samples. J Clin Microbiol 2005; Vol. 43:5560–5566

Ritstjórn

Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj
Ingibjörg Hilmarsdóttir
Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
Sara Björk Southon - sarabso

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ingibjörg Hilmarsdóttir

Útgefandi

Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 11/11/2011 hefur verið lesið 18638 sinnum