../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-424
Útg.dags.: 02/02/2022
Útgáfa: 10.0
2.02.16 Kynfæri karla - bakteríur, sveppir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Kynfæri karla - almenn ræktun, Kynfæri karla - svepparæktun
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    • Grunur um bakteríusýkingu í kynfærum karla.
      Helstu sýkingar í kynfærum karla eru sýking í forhúð og kóngi (balanoposthitis), sýkingar í blöðruhálskirtli (prostatitis), eistnalyppum (epididymitis), eistum (orchitis) og þvagrás (urethritis).

      Sýking í forhúð og kóngi(balanoposthitis):
        Einkennin eru verkur, kláði, bólga og gröftur undir forhúð. Algengustu sýkingavaldarnir eru gersveppir, Streptococcus pyogenes (Str. gr A), S. aureus, Streptococcus agalactiae (Str. gr. B) og loftfælnar bakteríur (1).
      Sýking í blöðruhálskirtli (prostatitis):
        Einkennin eru óþægindi við þvaglát, tíð þvaglát, slöpp buna eða jafnvel þvagteppa og stundum hiti. Algengustu sýkingavaldarnir eru bakteríur sem eru að eðlilegu í meltingafærunum, sérstaklega E. coli(>60%), Proteus spp., aðrar Enterobacterales (Klebsiella, Enterobacter, Serratiaspp.), Pseudomonas aeruginosa og Enterococcus spp. Sjaldgæfir fylgikvillar eru ígerð í blöðruhálskirtli, blóðsýking og dreifð sýking (2,3).
      Sýking í eistnalyppum (epididymitis):
        Einkennin eru verkur, bólga og eymsli í pung, óþægindi við þvaglát og stundum útferð úr þvagrás. Meðal karlmanna yngri en 35 ára er sýkingin oftast tengd kynsjúkdómum og eru Chlamydia trachomatis og Neisseria gonorrhoea algengustu sýkingavaldarnir. Meðal eldri karlmanna eru E. coli, aðrar Enterobacterales og P. aeruginosaalgengir sýkingavaldar og tengist sýkingin þá oft undirliggjandi kvillum í þvagfærum, inngripum eða notkun þvagleggja. Sjaldgæfari sýkingavaldar eru Ureaplasma spp., Mycoplasma genitalium og Mycobacterium tuberculosis(2,4,5). Sýking í eistnalyppum breiðist oft til eistna (epididymo-orchitis).
      Sýking í eistum (orchitis):
        Sýking í eistum er oftast af völdum veira. Bakteríusýking í eistum tengist langoftast sýkingu í eistnalyppum (epididymo-orchitis) og eru algengustu sýkingavaldarnir E. coli, Klebsiella pneumoniae, P. aeruginosa, stafýlókokkar og streptókokkar (2,4,5). Einstaka sinnum er um blóðborið smit að ræða. Helstu einkenni eru miklir verkir og bólga tengd viðkomandi eista, hiti og almenn sýkingareinkenni (2).
      Sýking í þvagrás (urethritis):
        Algengustu einkenni þvagrásarsýkingar hjá körlum eru sviði eða önnur óþægindi við þvaglát og stundum fylgir graftarkennd útferð. Sýkingin tengist oftast kynsjúkdómum og eru algengustu sýkingavaldarnir Neisseria gonorrhoeaeog Chlamydia trachomatis. Einnig geta Mycoplasma genitalium, Trichomonas vaginalisog veirur (t.d. herpes simplex veirur og adenoveirur) verið sýkingavaldar. Í undantekningartilfellum geta Gram neikvæðir stafir verið sýkingavaldar í þvagrás, til dæmis hjá körlum með sykursýki, eftir áverka á þvagrás og í tengslum við þvaglegg (2).

    • Grunur um sveppasýkingu í þvagrás, húfubólgu (balanitis) eða forhúðarbólgu (balanoposthitis). Sveppasýkingar á ytri kynfærum karla og í þvagrás eru oftast af völdum Candida(langoftast C. albicans), sem veldur húfubólgu (balanitis), forhúðarbólgu (balanoposthitis), og stundum þvagrásarbólgu. Um 15-20% karla bera Candida á ytri kynfærum, og beratíðnin getur jafnvel verið hærri hjá körlum sem ekki hafa verið umskornir. Candida sýking hjá maka er áhættuþáttur fyrir Candida sýklun og sýkingum hjá körlum (Mayser 1999). Einkenni eru roði, kláði, þruska og rauðar bólur; sýkingin getur breiðst út til pungs, nára og spangar (perineum). Ef sykursýki eða ónæmisbæling er til staðar geta jafnvel myndast sár. Aðrir sveppir sem geta örsjaldan valdið sýkingum á getnaðarlim karla eru húðsveppir og Trichosporon inkin.Sýni sem tekin eru frá húð, þ.e. húðskaf, ætti því að merkja "húð" því þau þarf að rannsaka eins og hornvef.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir: Lekandaræktun
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Almenn ræktun.
    Sýnið er smásjárskoðað og sett í almenna bakteríuræktun. Greinist baktería sem talin er líklegur meinvaldur er hún tegundargreind og gert næmi. Rannsóknin tekur að jafnaði tvo til þrjá sólarhringa.

    Svepparæktun
    Sýnið er smásjárskoðað og ræktun fer fram á Sabouraud æti í 5 daga. Næmispróf á sveppum sem vaxa frá kynfærum eru venjulega ekki gerð sbr. leiðbeiningar um næmispróf.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Helst skal taka sýni fyrir sýkla- eða sveppalyfjagjöf. Vöxtur sveppa bælist þó síðar (eftir lyfjagjöf) en vöxtur baktería eftir bakteríulyfjagjöf.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Strok frá þvagrás eða útferð frá þvagrás.
      Strok frá reðurhúfu og undan forhúð.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Bakteríuræktun
        • Sýking í forhúð og kóngi:
          Strok er tekið undan forhúðinni.
        • Sýking í blöðruhálskirtli:
          Blöðruhálskirtillinn er nuddaður eftir að sjúklingurinn hefur haft þvaglát. Það sem kemur út við nuddið er látið í dauðhreinsað ílát og sent í ræktun. Komi ekkert má taka strok frá þvagrásinni.
          Stundum er mælt með því að taka röð sýna til að staðsetja sýkinguna. Í fyrstu eru teknir um 5 til 10 ml af fyrstubunuþvagi og síðan miðbunuþvag. Þá er blöðruhálskirtillinn nuddaður og það sem þá kemur út látið drjúpa í dauðhreinsað ílát og sent í ræktun. Loks 5 til 10 ml af þvagi sem kemur strax eftir nuddið. Athugið að mikilvægt er að merkja sýnin vel og leggja á það áherslu á beiðni að þvagið sé ekki venjulegt þvagsýni.
        • Sýking í eistnalyppum eða eistum:
          Hafa ber í huga líkur á sýkingu af völdum Chlamydia trachomatis og Neisseria gonorrhoeae, sjá viðeigand leiðbeiningar um sýnatöku. Að auki er við hæfi að taka miðbunuþvag í ræktun. Sé ígerð til staðar er stungið á henni eftir að húð á pung hefur verið sótthreinsuð (ígerðir). Vefur frá sýkta svæðinu er gott sýni (í vefjaræktun).
        • Sýking í þvagrás:
          Hafa ber í huga líkur á sýkingu af völdum Chlamydia trachomatis og Neisseria gonorrhoeae, sjá viðeigand leiðbeiningar um sýnatöku.
          Ef senda á þvagrásarstrok í almenna bakteríuræktun er grönnum bakteríuræktunarpinna stungið upp í þvagrásina eftir að þvagrásaropið hefur verið hreinsað. Sé sjáanleg útferð er hún tekin, annars er pinnanum stungið upp, helst um tvo sentímetra.
      Svepparæktun
      Ef grunur er um yfirborðssýkingu af völdum sveppa er pinna strokið yfir hið sýkta svæði. Þegar forhúðarbólga er til staðar skal taka sýni djúpt undir forhúðinni.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Í kæli eða stofuhita, mest í sólarhring.
      Útferð úr blöðruhálskirtli, eða þvag tekið við nudd á blöðruhálskirtil, skal senda strax á sýkla- og veirufræðideild.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Neikvætt svar berst eftir tvo virka daga, en rannsóknin getur tekið lengri tíma. Lokaniðurstöður úr svepparannsókn geta þó komið nokkrum dögum síðar.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      • Margir sýkingavaldar í kynfærum karla greinast ekki við þessa rannsókn, sjá umfjöllun í ábendingu rannsóknar hér að ofan.
      • Oft er erfitt að meta þýðingu baktería sem ræktast frá þvagrás. Margar hafa að eðlilegu bólfestu fremst í þvagrásinni. Ræktist hugsanlegir meinvaldar eru þeir greindir til tegundar og gert næmispróf.
      • Ræktist meira úr þvagi af ákveðinni bakteríutegund eftir nudd á blöðruhálskirtil en fyrir (oft miðað við tífalt meira) þykir líklegt að bakteríutegundin geti verið meinvaldur.
      • Þegar Candida ræktast frá yfirborði eða úr þvagrás þarf að meta niðurstöður út frá klínískri mynd, þar sem gersveppir geta fundist í eðlilegri flóru. Dæmigerð einkenni og jákvæð rannsókn benda sterklega til sveppasýkingar.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Jorgensen JH, Pfaller MA og fél. Manual of Clinical Microbiology.
    2. Bennett JE, Dolin R, Blaser MJ, eds. Mandell, Douglas and Bennett's Principles and Practice of Infectious Diseases. 8th ed. Philadelphia, PA: Elsevier Saunders; 2015.
    3. Gill BC, Shoskes DA. Bacterial prostatitis. Curr Opin Infect Dis 2016; 29:86.
    4. Street E, Joyce A, Wilson J; Clinical Effectiveness Group, British Association for Sexual Health and HIV. BASHH UK guideline for the management of epididymo-orchitis, 2010. Int J STD AIDS. 2011; 22:361-5.
    5. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Wasington D.C.
    6. Mayser P. Mycotic infections of the penis. ANDROLOGIA 31 (Suppl. l), 13-16 (1999)

      Ritstjórn

      Ólafía Svandís Grétarsdóttir
      Sigríður Ólafsdóttir
      Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros
      Ingibjörg Hilmarsdóttir
      Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
      Sara Björk Southon - sarabso

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros
      Ingibjörg Hilmarsdóttir

      Útgefandi

      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/03/2011 hefur verið lesið 46487 sinnum