../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-341
Útg.dags.: 01/14/2015
Útgáfa: 7.0
2.02.07.16 Kynfæri - Neisseria gonorrhoea ræktun
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Kynfæri kvenna - Neisseria gonorrhoeae ræktun, Kynfæri karla - Neisseria gonorrhoeae ræktun, Ytri kynfæri kvenna - Neisseria gonorrhoeae ræktun
Samheiti: Lekandaræktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Leit að lekanda eða grunur um sýkingu.
    Fræðsla um lekanda
    Lekanda veldur bakterían Neisseria gonorrhoeae sem finnst einungis hjá mönnum. Meðgöngutími sjúkdómsins eru 2-10 sólarhringar. Bakterían er mjög viðkvæm og lifir einungis í nokkra tíma utan líkamans. Sýkingar eru oftast bundnar slímhúðum og smitast helst við kynmök. Algengastar eru sýkingar í þvagrás og leghálsi en sýkingar í endaþarmi eru vel þekktar eftir endaþarmsmök. Bakterían getur einnig borist í augun, hjá fullorðnum oftast með höndum. Sé móðir sýkt í fæðingu getur bakterían borist í augu nýbura og valdið slæmri sýkingu.
    Um helmingur kvenna fær engin einkenni af sýkingunni en mun sjaldgæfara er að karlmenn séu einkennalausir. Einkennin eru oftast óþægindi frá þvagrás og útferð. Talið er að sýktur einstaklingur geti smitað í nokkra mánuði fái hann ekki meðferð. Alvarlegir fylgikvillar sýkingarinnar eru algengari í konum en sýkingin getur breiðst til innri kynfæra og valdið ófrjósemi. Ófrjósemi hjá körlum er sjaldséðari. Aðrar þekktar sjúkdómsmyndir af völdum N. gonorrhoeae eru liðsýkingar og blóðsýkingar.
    Ef lekandi greinist hjá sjúklingi skal ávallt tekið nýtt sýni a.m.k. 2 vikum eftir að sýklalyfjameðferð er lokið. Tilgangur með sýninu er að útiloka sýklun og þannig koma í veg fyrir að viðkomandi beri smitið áfram .
    Lekandi er tilkynningaskyldur til sóttvarnalæknis.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir:
    Almenn rannsókn á sýnum frá kynfærum kvenna.
    Almenn ræktun á sýnum frá kynfærum karla.
    Leit að Mycoplasma og Ureaplasma
    Sérstaklega skal tekið fram að greining á Klamydíu er ekki möguleg viðbótarrannsókn. Til greiningar Klamydíu þarf að taka leghálssýni á aðra gerð pinna, eða senda þvagsýni, sjá leiðbeiningar. Erfðaefni Neisseria gonorrhoeae er greint í sömu rannsókn og erfðaefni Klamydíu.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Eingöngu er leitað að Neisseria gonorrhoeae á sérstöku valæti og gert næmispróf ef hún vex.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Ræktun skal tekin með venjulegum ræktunarpinna, sjá efnivið til sýnatöku. Hjá karlmönnum skal tekið sýni frá þvagrás. Hjá körlum sem stunda kynlíf með körlum er MJÖG mikilvægt að taka einnig sýni frá hálsi og endaþarmi. Sé einungis tekið sýni frá þvagrás er hætta á að missa af allt að helmingi lekandasýkinga í þessum hópi. Hjá konum skal tekið sýni frá leghálsi en taka má sýni úr leggöngum. Næmi rannsóknarinnar eykst ef einnig er tekið sýni frá þvagrás og endaþarmi, 5% kvenna eru einungis með bakteríuna í endaþarmi. Við einkenni frá hálsi skal einnig tekið hálsstrok og við grun um augnsýkingu skal tekið augnstrok.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Bakterían er mjög viðkvæm og lifir einungis í nokkra tíma utan líkamans. Sýnið skal senda sem fyrst á sýklafræðideild, ef sending sýnis dregst skal geyma það við stofuhita eða í kæli. Ákjósanlegt er að sýnið komi á sýkladeild innan tveggja klukkustunda frá sýnatöku. Ef því er ekki við komið skal koma því eigi síðar en einum sólarhring eftir sýnatöku.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Neikvæðri ræktun er svarað út eftir þrjá sólarhringa, en jákvætt svar berst yfirleitt eftir fjóra daga.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Neisseria gonorrhoeae telst alltaf vera meinvaldandi. Greinist bakterían þarf að meðhöndla einstaklinginn og mjög mikilvægt er að leita að öðrum sem hugsanlega eru smitaðir og meðhöndla þá líka.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    1. Garcia LS og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

    Ritstjórn

    Theódóra Gísladóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Útgefandi

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 62091 sinnum