../ IS  
Útgefiđ gćđaskjal: Leiđbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-340
Útg.dags.: 05/07/2020
Útgáfa: 9.0
2.02.07.16 Kynfćri - Leit ađ Mycoplasma hominis og Ureaplasma

Sýni eru send utan til rannsóknarstofu Volkmanns í Karlsruhe.
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriđiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriđi
Heiti rannsókna:
Leit ađ Mycoplasma hominis og Ureaplasma
  Kynfćri kvenna - Leit ađ Mycoplasma hominis og Ureaplasma
  Kynfćri karla - Leit ađ Mycoplasma hominis og Ureaplasma
  Ţvag - Leit ađ Mycoplasma hominis og Ureaplasma

Pöntun: Beiđni um sýklarannsókn eđa Cyberlab innan LSH. Verđ: Sjá Gjaldskrá
  Hide details for ÁbendingÁbending
  Mycoplasma hominis, Ureaplasma urealyticumog Ureaplasma parvumeru bakteríur af ćtt Mycoplasmatales (náskyldar Mycoplasma pneumoniae). Bakteríurnar hafa veriđ tengdar sýkingum í kynfćrum, en tengslin eru mis skýr. Ţćr eru í einhverjum mćli á slímhúđum kynfćranna sem hluti eđlilegs gróđurs. Mycoplasma hominis og Ureaplasma spp er auđvelt ađ rćkta.
  Bakteríur af ţessum flokki hafa margar greinst í liđsýkingum ónćmisbćldra, međal annars allar neđantaldar.

  Mycoplasma hominis:
  Bakterían er ekki talin geta valdiđ ţvagrásarbólgu. Hún er talin geta valdiđ sýkingum í nýrum og veldur hugsanlega 5% tilfella af nýrnaskjóđubólgu. Mycoplasma hominis er talin vera ein af ţeim bakteríum sem bera ábyrgđ á einkennum viđ skeiđarsýklun. Bakterían hefur rćktast frá sýktum eggjaleiđurum og gćti boriđ ábyrgđ á ófrjósemi. Bakterían hefur greinst í blóđi um 10% kvenna međ hita eftir fćđingar eđa fósturlát. Hún er talin geta átt ţátt í fćđingum fyrir tímann. Mycoplasma hominiser tengd miđtaugakerfissýkingum i nýburum. Bakterían hefur greinst í blóđi og í heila- liđ- og sárasýkingum fullorđinna.

  Ureaplasma urealyticumog Ureaplasma parvum:
  Allar líkur eru taldar á ađ Ureaplasma urealyticum geti valdiđ ţvagrásarbólgu og hugsanlega líka U. parvum. Bakterían veldur ekki blöđruhálskirtilsbólgu. Ureaplasmahefur greinst í sýktum eistalyppum, hugsanlega er orsakasamhengi í stöku tilfella. Hugsanlega eru einhver tengsl viđ myndun steina í ţvagfćrum, en bakterían hefur ekki tengsl viđ nýrnaskjóđusýkinar. Ureaplasma er talin geta átt ţátt í fósturlátum. Hún hefur greinst í konum međ hita eftir fćđingar eđa fósturlát. Ureaplasma parvum er talin geta átt ţátt í fćđingum fyrir tímann. Ureaplasma getur valdiđ lungnabólgu, blóđsýkingum og langvinnum lungnasýkingum hjá fyrirburum. Bakterían er líka tengd miđtaugakerfissýkingum i nýburum.

  Mycoplasma hominis og Ureaplasma urealyticum geta vaxiđ á rćktunarskálum eđa fljótandi ćti.

  Mögulegar viđbótarrannsóknir:
  Sýniđ er sent utan og er ţví ekki mögulegt ađ gera viđbótarrannsóknir á ţví.
  Lekandarćktun
  PCR fyrir Mycoplasma genitalium og Trichomonas vaginalis.
  Hide details for Grunnatriđi rannsóknarGrunnatriđi rannsóknar
  Sýni eru send til rannsóknarstofu Volkmanns í Karlsruhe í PCR leit ađ Ureaplasma urealyticum og Ureaplasma parvum. Ţar er einnig bođiđ upp á PCR í leit ađ Mycoplasma hominis, en sú baktería er ekki talin geta valdiđ ţvagrásarbólgu.
  Hide details for SýnatakaSýnataka
   Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
   Sýni eru send til rannsóknarstofu Volkmanns í Karlsruhe í PCR leit ađ Ureaplasma urealyticum og Ureaplasma parvum. Ţar er einnig bođiđ upp á PCR í leit ađ Mycoplasma hominis, en sú baktería er ekki talin geta valdiđ ţvagrásarbólgu.

   Strok frá slímhúđum má taka á bakteríurćktunarpinna.
   Vökvi er sendur í dauđhreinsuđum glösum međ utanáskrúfuđu loki.
   Hide details for Gerđ og magn sýnisGerđ og magn sýnis
   Ţau sýni sem rannsóknarstofa Volkmanns í Karlsruhe mćlir međ eru eftirfarandi:

   Ureaplasma urealyticum / parvum:
   Vessi frá blöđruhálskirtli.
   Ţvag, 10 ml.
   Strok frá ţvagrás.
   Vökvi frá eistalyppum.
   Vökvi frá berkjum.

   Mycoplasma hominis
   Ţvag, 10 ml.
   Mćnuvökvi, 1 ml.
   Vökvi frá berkjum.
   LIđvökvi
   Kynfćrastrok
   Sárastrok
   Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
   Ţvagi skal safnađ í ađ minnsta kosti tvo tíma áđur en ţvagsýni er tekiđ. Fyrstu bunu ţvags er safnađ í dauđhreinsađ ílát međ utanáskrúfuđu loki.
   Ađra vökva skal einnig setja í dauđhreinađ glas međ utanáskrúfuđu loki.
   Strok frá leghálsi eđa skeiđ er tekiđ međ breiđum bakteríurćktunarpinna. Ef taka á ţvagrásarstrok er betra ađ nota grannan pinna.
   Frá öđrum stöđum er sýni tekiđ međ bakteríurćktunarpinna.

   Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

  Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
   Hide details for Geymsla ef biđ verđur á sendinguGeymsla ef biđ verđur á sendingu
   Sýni verđa ađ berast hiđ fyrsta, helst skal senda ţau utan innan sólarhrings frá ţví ađ ţau eru tekin. Sýni skal geyma í kćli ţar til ţađ er sent.

  Hide details for NiđurstöđurNiđurstöđur
   Hide details for SvarSvar
   Svar er gefiđ út strax og svar hefur borist frá rannsóknarstofu Volkmanns í Karlsruhe. Ađ jafnađi eru jákvćđar niđurstöđur ekki hringdar, en ţađ er metiđ í hverju tilfelli.
   Hide details for TúlkunTúlkun
   Sjá ábendingar ađ ofan.


  Ritstjórn

  Guđrún Svanborg Hauksdóttir
  Ingibjörg Hilmarsdóttir
  Ólafía Svandís Grétarsdóttir
  Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

  Samţykkjendur

  Ábyrgđarmađur

  Ingibjörg Hilmarsdóttir

  Útgefandi

  Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

  Upp »


  Skjal fyrst lesiđ ţann 04/30/2010 hefur veriđ lesiđ 56266 sinnum

  © Origo 2020