../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-296
Útg.dags.: 10/09/2023
Útgáfa: 6.0
2.03 Hrákasýni
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa almennum atriðum við töku hrákasýnis til greiningar á loftvegasýkingum. Nánari upplýsingar um rannsóknir á hrákasýni er að finna í lista neðst í skjali.
    Hide details for Efni og áhöldEfni og áhöld
    • Dauðhreinsað glas með skrúfuðu loki
    • Vatnsglas
    • Nýrnabakki (fyrir munnvatn og skol)
    • Hlífðarbúnaður:
      • Hanskar þegar smitefni er meðhöndlað
      • Plastsvunta eða hlífðarsloppur
      • Skurðstofugríma
      • Ef minnsti grunur er um berkla er notuð fínagnagríma.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Tímasetning og staðsetning sýnatöku
    • Sýni er tekið fyrir sýklalyfjagjöf sé þess kostur. Vöxtur sveppa bælist þó síðar (eftir lyfjagjöf) en vöxtur baktería eftir bakteríulyfjagjöf.
    • Mælt er með að taka hrákasýni að morgni, gjarnan eftir öndunaræfingar eðaloftúðameðferð. Þessi tímasetning eykur næmi rannsókna því þá er slímframleiðslan gjarnan mest og meiri líkur að ná sveppum sem hafa vaxið í lungum yfir nóttina.
    • Ef grunur er um smitandi örverur er sýni tekið á einbýli.
    • Ef minnsti grunur er um berkla er notuð sjúkrastofa sem uppfyllir kröfur um einangrun við úðasmitgát.
    • Fyrir mýkóbakteríuræktun er mælt með þremur hrákasýnum til að útiloka sýkingu og smásjárskoðun á sömu sýnum til að útiloka smitandi sjúkdóm. Ráðlagt er að taka og senda sýnin snemma morguns þrjá daga í röð.

    Auðkenni sjúklings
    Til að tryggja að sýni sé tekið úr réttum einstaklingi er sjúklingur spurður um nafn og kennitölu og það borið saman við persónuauðkenni á beiðni og límmiðum. Ef sjúklingur er ófær um að veita þessar upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af hjúkrunarfræðingi, lækni, aðstandanda eða af auðkennisarmbandi.

    Undirbúningur
    1. Sýnatakan er útskýrð fyrir sjúklingi.
    2. Hendur eru hreinsaðar og farið í hanska og aðrar viðeigandi persónuhlífar, sjá efni og áhöld.
    Sýnataka
    1. Sjúklingur situr uppréttur ef mögulegt er.
    2. Sjúklingur skolar munn með vatni (á ekki við ef grunur er um berkla vegna hættu á að sýni mengist af atýpískum mýkóbakteríum sem finnast í vatni) og fjarlægir gervigóma ef við á (það dregur úr líkum á menguðu sýni t.d. af völdum Candida).
    3. Sjúklingur er hvattur til að anda a.m.k. þrisvar sinnum djúpt inn um nef og út um munn Anda síðan snöggt og kröftuglega frá sér með opinn munn (eins og að setja móðu á gleraugu) og reyna að framkalla hósta djúpt neðan úr lungum. Gott er að nota kodda til að styðja við brjóstkassa/kvið. Mikilvægt er að sýnið komi beint frá neðri öndunarfærum og sé sem minnst blandað munnvatni.
    4. Hráka er hóstað beint í sýnaglas, æskilegt er að fá 3-5 ml af sýni fyrir almenna ræktun og minnst 5–10 ml fyrir berklaræktun.
    5. Ef sýnið er ófullnægjandi er því svarað samdægurs með athugasemd í Cyberlab og þá þarf að senda nýtt sýni.

    Vandamál við sýnatöku
    Ef illa gengur að ná sýni er hægt að:
    • Biðja sjúkling að setjast fram á rúmstokk, standa upp eða ganga og endurtaka síðan sýnatöku.
    • Nota saltvatnsloftúða til að framkalla hósta.
    • Kalla til sjúkraþjálfara til að aðstoða við öndunaræfingar, það getur losað um slím og framkallað hósta.
    • Ef ekki næst samstarf annað hvort vegna meðvitundarskerðingar eða ófullnægjandi hóstakrafts má reyna að ná sýni með nefkokssogi.
    • Ef grunur er um sýkingarvalda sem valda ‘atýpískri’ lungnabólgu án uppgangs, Mycoplasma pneumoniae, Chlamydia pneumoniae eða Legionella pneumophila má taka hálsstrok og reyna greiningu erfðaefnis bakteríanna með PCR aðferð. Strok frá nefkoki eru bestu sýnin til PCR greiningar á B. pertussis.
    • Hjá börnum sem eiga erfitt með að skila hráka til berklaræktunar er ráðlagt að taka magasog.
    • Í Legionellusýkingu getur verið erfitt að ná hrákasýni þar sem uppgangur er oftast lítill sem enginn. Berkjuskol er þá annar valkostur.

    Frágangur
    Fylgt er leiðbeiningum um örugga losun sýnatökuefna og áhalda
    Fylgt er leiðbeiningum um útfyllingu beiðna, merkingu, frágang og sendingu sýna.
    Farið er úr hönskum og hendur hreinsaðar.

    Flutningur og geymsla sýna
    Flutningur við stofuhita innan tveggja klukkustunda frá sýnatöku, annars geyma í kæli í allt að 24 klukkustundir.

    Nánari upplýsingar um rannsóknir á hrákasýnum má sjá í þjónustuhandbók og eftirfarandi skjölum:
    Hráki, berkjuskol, barkasog - bakteríur, sveppir og mýkóbakteríur
    Legionella ræktun
    Pneumocysitis jirovecii smásjárskoðun
    PCR fyrir Bordetella pertussis, Chlamydophila pneumoniae, Legionella pneumophila og Mycoplasma


Ritstjórn

Hjördís Harðardóttir
Ólöf Másdóttir
Sigríður Heimisdóttir - sigridhe
Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
Sara Björk Southon - sarabso
Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Hjördís Harðardóttir

Útgefandi

Alda Margrét Hauksdóttir - aldamh

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/14/2018 hefur verið lesið 1530 sinnum