../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-332
Útg.dags.: 10/09/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.40 Öndunarfæri - Legionellaræktun
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Berkjuskol - Legionellaræktun. Barkasog - Legionellaræktun. Hráki - Legionellaræktun. Brjóstholsvökvi - Legionellaræktun.

Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um hermannaveiki, sýkingu af völdum Legionella pneumophilaeða annarra Legionella tegunda. Legionellavex hægt, er kröfuhörð um æti og greinist því ekki við almenna ræktun. Ræktun er talin áreiðanlegasta aðferðin til greiningar þar sem að með þeirri aðferð er unnt að greina allar tegundir Legionellasem geta valdið sýkingum. Ræktunin er hinsvegar oft ekki talin næm, nefndar hafa verið tölur frá 25% upp í 90%. Ræktunin er næmari við alvarlegar sýkingar en þegar einkenni eru væg.
    Til eru amk. 58 þekktar Legionellategundir. Fjölmargar þeirra geta valdið sýkingum í mönnum. Algengust er Legionella pneumophila,en af henni eru til um 15 sermisgerðahópar (e. serogroups). Sermisgerðahópur 1 er algengastur og veldur stórum hluta sýkinga utan sjúkrahúsa, en sjúkrahúsasýkingar eru taldar vera að hluta til af völdum annarra sermisgerðahópa og annarra Legionellategunda. Langalgengastar eru sýkingar í lungum, en þekktar eru sýkingar annars staðar, til dæmis í fleiðruvökva, mjúkvefjum og jafnvel blóði. Bakterían lifir í röku umhverfi og smitast til manna með vatnsúða. Í umhverfinu heldur hún sig inni í amöbum, í líkamanum sest hún helst að inni í gleypifrumum (makrófögum) í lungnablöðrunum. Legionellasmitast ekki á milli manna.
    Legionellatilheyrir ekki eðlilegri flóru. Greinist bakterían er það alltaf talið merki sýkingar.
    Á Sýklafræðideild LSH er gerð Legionelluræktun á berkjuskolssýnum, jafnvel þótt ekki sé sérstaklega beðið um það.
    Leit að mótefnavökum Legionellaí þvagi er einföld og fljótleg leið til að greina sýkingu, en mikilvægt er að hafa í huga að við þá aðferð greinast einungis mótefnavakar Legionella pneumophilaaf sermisgerðahópi (serogroup) 1. Neikvætt svar útilokar því ekki sýkingu af völdum Legionella.
    Legionellamá einnig greina með erfðafræðilegum aðferðum, sjá mögulegar viðbótarrannsóknir.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir:
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Öndunarfærasýni eru alltaf smásjárskoðuð, en Legionellagreinist mjög illa við almenna smásjárskoðun.
    Ræktað er á valæti fyrir Legionellur í andrúmslofti í sjö sólarhringa.
    Ekki er gert næmi þar sem ekki hefur reynst vera samband milli næmisprófa og virkni lyfja við meðferð sjúklinga. Meðferðin hefur lengi verið erythromýsin (eða aðrir makróliðar), við alvarlegar sýkingar er rifampisín gjarna gefið að auki. Flúorokínolón virðast einnig virka (2).
    Hide details for SýnatakaSýnataka
    Ílát og áhöld
    Dauðhreinsuð glös fyrir hráka, barkasog og berkjuskol.

    Gerð og magn sýnis
    Hráki. Það getur verið erfitt að ná hráka þar sem uppgangur við Legionellu sýkingu er oftast lítill sem enginn.
    Barkasog, Berkjuskol: amk. 1 ml
    Lungnavefur
    Annar vefur/vökvi (t.d. liðvökvi)

    Sýnataka
    Mikilvægt er að taka sýnið sem fyrst eftir að sjúkdómseinkenni koma fram og gjarna fyrir sýklalyfjameðferð. Sjá leiðbeiningar um töku hrákasýna.
    Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
    Fylgt er leiðbeiningum um Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna.
    Flutningur við stofuhita strax, gangi það ekki er sýnið geymt í kæli í allt að 24 klukkustundir. Bakterían getur hugsanlega ræktast eftir lengri tíma, en næmi rannsóknar minnkar verulega. Í þeim tilfellum er sýnið fryst við -70°C.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Neikvæð niðurstaða liggur fyrir eftir sjö daga en jákvæð ræktun getur tekið skemmri tíma. Látið er vita af jákvæðri ræktun símleiðis.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Ræktun greinir allar tegundir Legionellasem geta valdið sýkingum (og hefur það fram yfir skyndipróf á þvagi, sem greinir aðeins Legionella pneumophila,sermisgerðahóp (serogroup) 1). Ræktunin er misnæm, tölur sem nefndar hafa verið eru 25%- 90% næmi, næmari við alvarlegar sýkingar en vægar.
      Jákvæð ræktun bendir eindregið til sýkingar, en neikvæð ræktun útilokar ekki sýkingu.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Diagnosis of Legionella infection in Legionnaires disease. J. W. Den Boer2 and E. P. F. Yzerman1. European Journal of Clinical Microbiology & Infectious Diseases. Publisher: Springer-Verlag GmbH. Issue: Volume 23, Number 12 Date: December 2004 Pages: 871 – 878.
    2. Drugs. 2005;65(5):605-14. Treatment of Legionnaires' disease. Amsden GW.
    3. Jorgensen JH, Pfaller MA og fél. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press. Washington D.C.
    4. Mandell, Douglas and Bennett. Principles and practice of Infectious diseases.
    5. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook.




    Ritstjórn

    Sandra Berglind Tómasdóttir - sandrabt
    Hjördís Harðardóttir
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso
    Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Hjördís Harðardóttir

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 43735 sinnum