../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-338
Útg.dags.: 10/26/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.20 Skimun MÓSA leit
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: MÓSA skimun
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Methicillin ónæmir Staphylococcus aureus (MÓSA) eru með MecA eða MecC gen sem kóða fyrir penicillin bindandi próteini 2a (PBP2A) sem veldur ónæmi fyrir cloxacillini og öðrum beta laktam lyfjum. Enska heitið yfir MÓSA er MRSA, Methicillin Resistant Staphylococcus aureus. MÓSAr hafa farið vaxandi síðastliðna áratugi og náð útbreiðslu í flestum vestrænum ríkjum nema á Norðurlöndunum, en þar hefur mikið verið gert til að draga úr útbreiðslu þeirra. Aðgerðir gegn útbreiðslu MÓSA eru m.a. einangrun MÓSA bera, upprætingarmeðferð í völdum tilfellum, skimun hjá áhættuhópum og MÓSA leit þegar ný tilfelli greinast. MÓSA getur einnig valdið alvarlegum sýkingum í samfélaginu, en stærsti vandinn er á sjúkrahúsum þar sem hann veldur sýkingum í tengslum við inngrip og aðgerðir. Helsti tilgangur með MÓSA leit / skimun er því að hindra útbreiðslu þeirra innan sjúkrastofnana.

    Sýni í MÓSA skimun eru tekin hjá einstaklingum sem eru taldir í aukinni áhættu á MÓSA smiti og eru í tengslum við heilbrigðisþjónustu, ýmist sem starfsmenn eða sjúklingar. Sýnataka er ávallt í samræmi við fyrirmæli sýkingavarnadeildar/teymis viðeigandi sjúkrastofnunar. Á Landspítala: sjá verklagsreglu um skimun við komu/innlögn á Landspítala.

    Helstu áhættuhópar:
      • Sjúklingur hefur áður greinst með MÓSA og er merktur í greinilega í sjúkraskýrslu (á LSH í snjókorni Sögu).
      • Sjúklingur hefur starfað við eða notað heilbrigðisþjónustu erlendis á síðustu 6 mánuðum og dvöl varað lengur en 24 klst. eða farið í blóðskilun.
      • Sjúklingur hefur verið með kýli eða endurteknar húðsýkinga (oftar en einu sinni) sem voru meðhöndlaðar með sýklalyfjum, síðustu 6 mánuði.
      • Sjúklingur er flóttamaður eða hælisleitandi.

    Þegar óvænt tilfelli af MÓSA greinist innan heilbrigðisþjónustu eru sýni tekin í samræmi við áhættumat, sem sýkingavarnadeild/teymi viðkomandi sjúkrastofnunar annast.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir: Skimun fyrir MÓSA getur fylgt skimun fyrir öðrum ónæmum bakteríum, s.s. VÓE og BBL (ESBL/AmpC/Karbapenemasar).
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Tvær aðferðir eru notaðar til að greina MÓSA á Sýklafræðideild LSH. Annarsvegar hefðbundin ræktun sem tekur yfirleitt 2-4 sólarhringa og hinsvegar kjarnsýrumögnun (BD-Max) sem gefur niðurstöður samdægurs.
    Strok sem eru ræktuð fara í fljótandi æti í 24 klst., eftir það er ætinu sáð á skálar sem eru ræktaðar áfram í 24 klst að auki. Að því loknu er lesið af skálunum, grunsamlegar þyrpingar fara í nánari greiningu.
    Kjarnsýrumögnun fer fram í tæki (BD Max) sem einangrar, magnar upp og greinir á sjálfvirkan hátt mecA og mecC kjarnsýruraðir.

    Helsta ábending fyrir hraðgreiningu á MÓSA með kjarnsýrumögnun eru sjúklingasýni frá LSH þar sem hröð niðurstaða skiptir máli þegar meta á þörf á einangrun sjúklings við innlögn. Flest þessara sýna koma frá bráðadeildum LSH. Einnig er yfirleitt þörf á hraðgreiningu við fyrstu skimunarhrinu á deild þegar óvænt MÓSA tilfelli greinist hjá inniliggjandi sjúklingi. Sýni sem eiga að fara í hraðgreiningu með kjarnsýrumögnun skulu tekin með "eSwab" pinna og einungis sýni frá nösum, háls og spöng eru sett í hraðgreiningu.

    Öll önnur sýni (m.a. frá starfsmönnum, heilsugæslu, göngudeildarsjúklingum, Vökudeild LSH, eftir upprætingarmeðferð og umhverfissýni) fara í hefðbundna ræktun. Ef sérstök ástæða er til að fá hraðgreiningu í þessum tilvikum þarf að ræða við vakthafandi lækni á Sýklafræðideild.

    Í BD Max eru nefstrok keyrð sér en háls- og spangarsýni eru sameinuð.
    Í hefðbundinni MÓSA ræktun er spangarsýnum sáð sér en háls- og nefsýni eru sameinuð.

    Rannsóknin er faggild, sjá gæðaskjal: Faggildingarvottorð.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      • Við komu/innlögn á LSH: Hjá sjúklingum sem eru taldir vera með auknar líkur á að bera MÓSA, s verklagsreglu um skimun við komu/innlögn á Landspítala.
      • Eftir upprætingarmeðferð: Eftir eina, tvær og þrjár vikur. Síðan þremur, sex og tólf mánuðum eftir lok meðferðar. Oftar ef einstaklingur þarfnast sýklalyfjameðferðar eða fær sár/exem á tímabilinu.
      • Hjá starfsfólki: Mósa skimun starfsmanna
      • Umhverfissýni: Sýkingavarnadeild sér um sýnatökur á Landspítala. Embætti landlæknis veitir ráðgjöf fyrir aðila utan Landspítala.
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      • Sýni verða að berast á "eSwab" bakteríuræktunarpinna með bleiku loki (sjá mynd) til að hægt sé að framkvæma hraðgreiningu með kjarnsýrumögnun. Einnig má nota mjóan "eSwab" pinna með bláu loki ef þurfa þykir, t.d. hjá nýburum, sjá mynd.
      • Dauðhreinsað saltvatn.
      • Fyrir þvagsýni og hráka eru notuð þar til gerð glös með utanáskrúfuðu loki. Sjá efnivið til sýnatöku.
        "eSwab" bakteríuræktunarpinni með bleiku loki "eSwab" bakteríuræktunarpinni með bláu loki (t.d. fyrir nýbura)
      Skimunarsýni sjúklinga við komu á sjúkrastofnun og eftir upprætingarmeðferð
        • Nasir
        • Háls
        • Spöng (perineum)
      Viðbótarsýni ef við á:
        • Sár, nýleg ör, exem og aðrir húðkvillar - í flestum tilvikum þarf ekki að senda fleiri en þrjú sýni ef t.d. mörg sár
        • Stungustaðir frá íhlutum/lækningatækjum - eingöngu ef gröftur eða sýkingarmerki
        • Þvag ef sjúklingur er með þvaglegg
        • Hráki/barkasog ef sjúklingur er intúberaður

      Skimun starfsmanna og aðstandenda
      Frá öllum öðrum, þ.e. starfsmönnum, aðstandendum sjúklinga eru tekin sýni frá eftirfarandi stöðum
        • Nasir
        • Háls
        • Sár, nýleg ör, exem eða aðrir húðkvillar
      Frekari upplýsingar fyrir starfsfólk innan LSH, sjá leiðbeiningar sýkingavarnadeildar.
      Leiðbeiningar um gerð og magn sýnis: sár, hrákasýni og þvag.

      Umhverfi
      Umhverfissýni eru tekin á strokpinna til að kanna hvort MÓSA finnist í umhverfi sjúklinga sem hafa verið inniliggjandi með MÓSA. Þessi strok eru helst tekin eftir að sjúklingur hefur verið útskrifaður eða fluttur annað, til að kanna hvort MÓSA sé í umhverfi eftir lokaþrif að lokinni einangrun á sjúkrastofu. Umhverfissýni eru einungis tekin í samráði við sýkingavarnadeild/teymi á viðkomandi sjúkrastofnun.

      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Strok úr nösum
      Strokpinni er vættur í dauðhreinsuðu saltvatni og strokið nokkrum sinnum þétt yfir sýnatökustað.
      Nefstrok er tekið fremst úr nefbroddi og innan úr báðum nasavængjum, sjá mynd. Sami pinni er notaður í báðar nasir.

      Strok úr hálsi
      Strokið er yfir háls við hálskirtla.

      Strok frá spöng
      Strokpinni er vættur í dauðhreinsuðu saltvatni og strokið nokkrum sinnum þétt yfir sýnatökustað á milli kynfæra og endaþarms.

      Önnur sýni
      Sýni frá sárum, húðopum við leggi eða dren, exemi og öðrum húðkvillum eru tekin á sams konar strokpinna sem er vættur í dauðhreinsuðu saltvatni ef við á.
      Sýnatökuleiðbeiningar fyrir hrákasýni og þvagsýni.

      Umhverfissýni
        • ni eru tekin þegar sótthreinsunarefni er þurrt (að lágmarki þurfa 2-3 klst. að líða frá þrifum þar til sýni eru tekin).
        • Strokpinni er vættur í dauðhreinsuðu saltvatni áður en strokið er yfir sýnatökustaði.
        • Sýnatökustaðir:
          • Snertifletir s.s. bjalla, útvarp, fjarstýringar, rafmagnsrofar, handföng, kranar, borð og borðskúffa.
          • Rúmdýna, rúmgrind, gólf.
          • Aðrir láréttir staðir þar sem ryk safnast.
          • Margnota hlutir s.s. hlustpípa og blóðþrýstingsmælir.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda.
    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
    Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna
    Strok má geyma í stofuhita eða kæli, þvagsýni og hrákasýni skal geyma í kæli. Sýnin má geyma í allt að sólarhring ef töf verður á sendingu.
    Sýni má flytja við stofuhita
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Svar
    Ef sýni berst fyrir kl.15:00 virka daga og fyrir kl. 10:00 á laugardögum er niðurstöðum svarað samdægurs. Sýni í hraðgreiningarpróf eru að jafnaði ekki gerð á sunnudögum. Ef brýn þörf er á hraðgreiningarprófi skal hafa samband við vakthafandi lækni á Sýkla-og veirufræðideild, sýklarannsókn. Ef hraðgreiningarpróf er jákvætt er sýnið sett í ræktun til frekari greiningar.
    Neikvæðri ræktun er oftast svarað eftir tvo sólarhringa, en getur tekið lengri tíma að útiloka grunsamlegar þyrpingar. Jákvæð ræktun tekur að jafnaði þrjá til fjóra daga.
    Sérfræðingur á vakt hringir í meðhöndlandi lækni þegar grunur er um MÓSA.

    Túlkun
    Jákvætt svar úr hraðgreiningarprófi gefur sterklega til kynna sýkingu eða sýklun með MÓSA sem síðan er staðfest með ræktun. Neikvætt svar útilokar hins vegar ekki hugsanlega sýklun.
    Jákvætt svar úr ræktun staðfestir sýkingu eða sýklun með MÓSA, en neikvætt svar útilokar hins vegar ekki hugsanlega sýklun. Fylgja skal leiðbeiningum sýkingavarnadeildar/teymis varðandi að aflétta einangrun. Jákvætt svar hefur bæði þýðingu við val á sýklalyfjameðferð við sýkingar af völdum MÓSA og við MÓSA skimun á sjúkrastofnunum til að ákveða viðbrögð við útbreiðslu bakteríunnar.

    Athugasemdir á svör
    Þegar sýni frá hálsi og spöng eru sameinuð í PCR og reynast jákvæð fara þau sitt í hvoru lagi í ræktun. Ef annað sýnið reynast neikvætt í ræktun kemur eftirfarandi athugasemd á svarið:
    Misræmi í niðurstöðum PCR rannsóknar og ræktunar á þessu sýni skýrist að öllum líkindum af því að sýni frá hálsi og spöng eru (af hagkvæmnisástæðum) keyrð saman ("pooluð") í PCR rannsókninni, en ræktuð hvort í sínu lagi ef PCR rannsóknin reynist jákvæð.

    Þegar sýni frá hálsi og spöng (sem ekki hafa farið í PCR) eru sameinuð í ræktun ("pooluð") og reynast jákvæð, kemur eftirfarandi athugasemd á svarið:
    Háls og nef sýni voru sameinuð í ræktun og því er ekki hægt að vita hvort annað sýnið eða bæði séu jákvæð.
    Ef þörf er á að fá aðgreindar niðurstöður þarf að senda inn ný sýni þar sem beðið er um aðgreinda ræktun.
    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

      Ritstjórn

      Alda Margrét Hauksdóttir - aldamh
      Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst
      Gerður Halla Gísladóttir - gerdurgi
      Kristján Orri Helgason - krisorri
      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
      Sara Björk Southon - sarabso
      Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Kristján Orri Helgason - krisorri

      Útgefandi

      Sara Björk Southon - sarabso

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 03/15/2011 hefur verið lesið 12591 sinnum