../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-3334
Útg.dags.: 12/17/2020
Útgáfa: 4.0
25.00.03 COVID-19 - uppvinnsla og meðferð

Skjalið verður endurmetið og uppfært reglulega eftir því sem þekking á sjúkdómnum eykst. Breytingar milli útgáfa verða litaðar gular.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa uppvinnslu og meðferð vegna COVID-19.
    Um sértæka lyfjameðferð er fylgt: COVID-19 - Sértæk lyfjameðferð.
    Um súrefnismeðferð er fylgt: COVID-19 gjöf súrefnis og innöndunarlyfja
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    • Lungna- og smitsjúkdómalæknar á Landspítala bera ábyrgð á því að uppfæra leiðbeiningar eftir því sem þekking á eiginleikum veirunnar eykst.
    • Yfirlæknir og deildarstjóri bera ábyrgð á því að upplýsa starfsmenn og innleiða verkferla til að fyrirbyggja og meðhöndla COVID-19 innan Landspítala. Þeim ber einnig að hafa eftirlit með að starfsmenn fylgi settum verkferlum.
    • Starfsmenn bera ábyrgð á því að kynna sér verkferla og fara eftir leiðbeiningum við störf sín.
    Hide details for Skilgreiningar á alvarleika COVID-19 sjúkdómsSkilgreiningar á alvarleika COVID-19 sjúkdóms
    Vægur sjúkdómur
    Einkenni frá efri öndunarfærum, eins og hósti, hálssærindi, nefstífla og mæði. Önnur einkenni geta verið hiti, þreyta, lystarleysi, slappleiki, vöðvaverkir eða höfuðverkur. Sjúklingar geta einnig verið með niðurgang, ógleði og uppköst, en það er sjaldgæft. Margir kvarta um breytingu á bragð- og/eða lyktarskyni. Eldra fólk og ónæmisbældir geta verið með ódæmigerð einkenni.

    Miðlungs alvarlegur sjúkdómur / lungnabólga
    Sjúklingar með einkenni lungnabólgu, sem ekki er alvarleg og þurfa ekki viðbótarsúrefni (súrefnismettun 90% á andrúmslofti).

    Alvarlegur sjúkdómur / alvarleg lungnabólga
    Klínísk teikn lungnabólgu ásamt einu af eftirfarandi:
    1. Öndunartíðni > 30/mín
    2. Mikil andnauð
    3. Súrefnismettun <90% á andrúmslofti

    Mjög alvarlegur sjúkdómur / Adult Respiratory Distress Syndrome (ARDS)
    Skilgreining:
    1. Ný eða versnandi öndunarfæraeinkenni innan viku eftir útsetningu fyrir áhættuþátt, þ.m.t. COVID-19
    2. Íferðir í báðum lungum, sem ekki skýrast af hjartabilun.

    Alvarleiki ARDS:
      • Vægur ARDS: 200 mmHg < Pa02/Fi02 < 300 mmHg
      • Miðlungs ARDS: 100 mmHg < Pa02/Fi02 < 200 mmHg
      • Alvarlegur ARDS: Pa02/Fi02 < 100 mmHg

    Mjög alvarlegur sjúkdómur / Sepsis
    Lífshættuleg líffærabilun, sem orsakast af viðbrögðum einstaklings við sýkingu. Einkenni geta verið: breytingar á meðvitundarástandi, öndunarerfiðleikar, lág súrefnismettun, minnkaður þvagútskilnaður, hraður hjartsláttur, veikur púls, kaldir útlimir eða lágur blóðþrýstingur eða í blóðrannsóknum merki um blóðstorkutruflanir, lágar blóðflögur, blóðsýringu, hátt laktat eða hátt bilirubin.

    Septískt lost
    Viðvarandi lágþrýstingur þrátt fyrir vökvagjöf sem krefst æðaherpandi lyfja (e. vasopressor) til að viðhalda MAP ≥ 65 mmHg og laktat er > 2 mmol/L.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Uppvinnsla
      Blóðrannsóknir: Pantaðar eru rannsóknir í Heilsugátt (COVID blóðtökuhnappur).
      • Fyrsta mat vegna COVID-19: Status, Na, K, klór, kolsýra, kreatinin, úrea, sökk, CRP, prókalsitónin, bilirubin, ALAT, ASAT, ALP, GGT, LDH, ferritin, CK, D-dimer, fibrinogen, troponin T, laktat, þríglýseríðar, D-vítamín. Ef verið er að íhuga meðferð með tocilizumab þá er einnig mælt IL-6 (sent í ónæmisfræði).
      • Í legu vegna COVID-19: Status, Na, K, kreatinin, ALAT, ALP, CRP, prókalsitónin, ferritin, D-dimer, fibrinogen, troponin.

      Blóðræktun
      Gerð áður en sýklalyfjameðferð er hafin þegar mögulegt er. Ekki á að seinka gjöf sýklalyfja til að ná blóðræktunum.

      Hjartalínurit
      Tekið við innlögn.

      Myndgreining
      Gerð ef klínísk ábending er til staðar.

      Sýnataka úr öndunarvegum
      • Tekið er sýni frá efri öndunarvegi (nefkoksstrok og hálsstrok). Ef nefkoks- og hálsstrok eru neikvæð en klínískur grunur er til staðar þá er sent sýni frá neðri öndunarvegi (hráki, endotracheal sog eða berkjuskol) í RT-PCR fyrir COVID-19.
      • Leita þarf einnig að öðrum öndunarfæraveirum og bakteríum.

    Væg COVID-19 sýking: Einkennameðferð og eftirlit
    • Ef ekki er þörf á innlögn fer sjúklingur í heimaeinangrun og er í eftirliti á COVID-19 göngudeild þar sem fylgst er með þróun einkenna. Sjúklingur fær fræðsluefni: COVID-19 - upplýsingar til fullorðinna einstaklinga í heimaeinangrun
    • Gjöf hitalækkandi lyfja: Ef ekki frábendingar þá eru parasetamól, parkódín eða NSAIDfyrsta val.
    • Ekki er ráðlagt að gefa þessum sjúklingahóp sýklalyf.

    Miðlungs alvarleg COVID-19 sýking / lungnabólga: Einkennameðferð og eftirlit
    • Ef ekki er þörf á innlögn fer sjúklingur í heimaeinangrun og eftirlit á COVID-19 göngudeild þar sem fylgst er með þróun einkenna. Sjúklingur fær fræðsluefni: COVID-19 - upplýsingar til fullorðinna einstaklinga í heimaeinangrun.
    • Einkennameðferð með hitalækkandi lyfjum (parasetamól, parkódín, NSAID) og hvetja til að borða og drekka vel.
    • Ekki er almennt ráðlagt að gefa þessum sjúklingahóp sýklalyf. Rannsóknir benda til þess að um 8% af einstaklingum sem eru innlagðir vegna COVID-19 fái sekúnder bakteríu lungnabólgu í legu.

    Alvarleg COVID-19 sýking/alvarleg lungnabólga

      Eftirlit með ástandi og viðbrögð við versnun
    • Gefin eru fyrirmæli um tíðni lífsmarkamælinga, tekið er tillit til stigunar, súrefnisnotkunar, meðvirkandi áhættuþátta og meðferðarstigs við ákvörðun um tíðni eftirlits.
    • Lífsmörk eru mæld skv. fyrirmælum og NEWS gildi reiknað.
    • Fylgst er með teiknum um breytingu á ástandi og brugðist hratt við. Þættir sem fylgst er með eru til dæmis:
      • Vaxandi öndunarerfiðleikar
      • Aukin súrefnisþörf
      • Lostástand
    • Hafa þarf í huga að sjúklingum með COVID-19 getur versnað skyndilega.
    • Fylgst er náið með teiknum um fylgikvilla, s.s. ARDS, bráðan nýrnaskaða, lifrarbilun, hjartavandamál, storkutruflanir (DIC) og/eða lostástand.

      Viðbrögð við versnun
      • Fylgt er verklagi um gjöf súrefnis og innöndunarlyfja
      • Gefinn er vökvi hjá sjúklingum. Gæta þarf að magni vökva hjá þeim sem eru ekki í losti því ofhleðsla á vökva getur valdið versnun á súrefnismettun.
      • Kallað er á GÁT-teymi skv. skilmerkjum við versnun sjúklings, en fyrr hjá sjúklingi sem er hraustur, á fullri meðferð en þarf meira en 5 L/mín af súrefni í nös til að halda súrefnismettun ≥94%.
      • Tekin eru blóðgös (bláæða- eða slagæðablóðgös).

      Meðferð vegna annarra sýkinga samtímis
      Sýklalyf
    • Sjúklingar með COVID-19 geta fengið sekúnder bakteríusýkingu og gefin er sýklalyfjameðferð ef grunur er um slíkt
    • Gefa þarf þau sýklalyf, sem líklegust eru til að virka á þær bakteríur sem oftast valda bráðri öndunarbilun og/eða losti eins fljótt og mögulegt er
    • Ef sjúklingur er í losti eða fer í lost þá er markmiðið er að gefa sýklalyf innan klukkustundar
    • Við lungnabólgu eru notaðar leiðbeiningar um upphafsval sýklalyfja vegna alvarlegrar samfélagslungnabólgu
    • Nota mætti ceftriaxon 2g x 1 i.v. ásamt aztihromycin 500 mg x 1 i.v. / p.o. ef ekki eru frábendingar.
    • Íhuga einnig oseltamivír (Tamiflu) á influenzutímabili.

      Veirulyf

    • Á inflúensutímabili ætti að muna eftir oseltamivír (Tamiflu).

      Sýklasóttarlost
      Septískt lost - skilmerki
      Grunur um eða staðfesti sýking og nota þarf æðaherpandi lyf (e. vasopressors) til að viðhalda MAP ≥ 65 mmHg og laktat er ≥ 2 mmol/L, og ekki er um að ræða hypovolemíu.

      Meðferð í septísku losti
    • Vökvagjöf: Gefa 250-500 ml bólus af saltvatni eða Ringer Acetat á fyrstu 15-30 mín. og endurmeta m.t.t. vökvaofhleðslu eftir hvern bólus.
        • Muna að vökvagjöf getur valdið vökvaofhleðslu og versnun á öndunarbilun, sérstaklega ARDS.
        • Ef sjúklingur svarar ekki vökvabólusum eða það koma fram klínísk teikn um vökvaofhleðslu, er mikilvægt að minnka eða stöðva vökvagjöf.
    • Æðaherpandi lyf: Ef lost ástand er áfram til staðar þrátt fyrir vökvagjöf, er hafin meðferð með æðaherpandi lyfjum.
        • Markmiðið er MAP ≥ 65 mmHg og lækkandi laktat.
        • Æðaherpandi lyf er venjulega gefin í miðbláæðalegg.

      Önnur meðferð
      • Huga þarf að fyrirbyggjandi bláæðasegameðferð hjá innlögðum sjúklingum sem liggja mikið fyrir.
      • Fylgst er náið með teiknum um bláæða- eða slagæðablóðsega, s.s. stroke, DVT, PE eða brátt kransæðaheilkenni.

      Aldraðir með COVID-19 sýkingu
      Aldur og fylgisjúkdómar, s.s sykursýki og háþrýstingur, eru áhættuþættir fyrir dauða af völdum COVID-19.
      • Hjá öldruðum er mikilvægt að taka góða sögu og jafnframt er nauðsynlegt að spyrja út í hagi sjúklings og virkni og lífsgildi.
      • Haldinn er fundur með sjúklingi og fjölskyldu hans snemma í veikindum, meðferðarstig rætt og það skráð í meðferðarstig snjókorns í sjúkraskrá.
      • Tekin er góð lyfjasaga til að fyrirbyggja fjöllyfjameðferð og milliverkanir lyfja.
      • Hrumleikaskor er framkvæmt sem hluti af heildrænu mati á heilsufari einstaklings 65 ára og eldri.

      Einangrun aflétt
      Einangrun er lokið hjá sjúklingi þegar hann uppfyllir skilmerki, og sett viðeigandi sjúkdómsgreining í sjúkraskrá ef við á.
    • Hide details for HeimildirHeimildir
      1. Clinical management of COVID-19. WHO interim guidance 27. maí 2020.
      2. COVID-19 treatment guidlines. Corticosteroids. NIH 30.07.2020


      Tengd skjöl:

    Ritstjórn

    Anna María Þórðardóttir
    Guðrún Bragadóttir - gudbraga
    Sif Hansdóttir - sifhan

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Sif Hansdóttir - sifhan

    Útgefandi

    Guðrún Bragadóttir - gudbraga

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/01/2020 hefur verið lesið 3285 sinnum