../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3363
Útg.dags.: 11/02/2022
Útgáfa: 21.0
27.00.01.08 COVID-19 - einangrun aflétt hjá sjúklingi

    Útg. 21: Breytingar gullitaðar
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa hvenær má aflétta einangrun hjá sjúklingi með COVID-19 á legudeild Landspítala.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Ábyrgur læknir á deild eins og lýst er í framkvæmd.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Einangrun aflétt hjá inniliggjandi sjúklingi
    • Ábyrgur læknir afléttir einangrun sjúklings. Aflétting einangrunar byggir á klínísku mati.
    • Ef eitthvað er óljóst í klínísku mati er fengin ráðgjöf frá smitsjúkdómalækni áður en ákvörðun um afléttingu einangrunar er tekin, t.d. þegar einkennalaus/lítill óbólusettur einstaklingur dvelur í lágáhættu umhverfi eða fullbólusettur einstaklingur er með mikil einkenni að lokinni 5 daga einangrun.
    • Upphafsdagur COVID-19 einkenna dagur núll.
    • Einangrun er aflétt á miðnætti á síðasta degi einangrunar (sjá töflu).
      • Sjúklingur þarf ekki að viðhafa sérstaka varúð í umgengni við viðkvæma einstaklinga eins og eldra fólk og einstaklinga með undirliggjandi ónæmisbælandi sjúkdóma þegar neikvætt PCR sýni fyrir COVID-19 liggur fyrir og/eða anti-N mótefni greinast.

    Þegar einangrun hefur verið aflétt hjá inniliggjandi sjúklingi, fer sjúklingur í sturtu/bað og hrein föt á meðan herbergi er þrifið. Rúm er sótthreinsað og búið upp með hreinni sæng og kodda. COVID þrif eru pöntuð í beiðnakerfi á innri vef Landspítala og taka þau um 30 mínútur. Flytja má sjúkling á aðrar deildir Landspítala, útskrifa á aðra stofnun eða heim.

    Aflétting einangrunar hjá inniliggjandi sjúklingi - yfirlitstafla:
    Bólusetning Einkenni Einangrun aflétt
    Tvær bólusetningar
    eða fleiri1


    Einkennalaus eða einkennalítill
    (efri öndunarfæraeinkenni, hósti,
    ekki súrefnisháður)
    Hitalaus í > 48 klst.
    Einangrun aflétt eftir 5 daga frá
    upphafi einkenna
    Ekki þörf á PCR eða
    mótefnamælingu
    Ef einkenni eru til staðar er fengin ráðgjöf smitsjúkdómalæknis
    Vanbólusettur3 Hitalaus í > 48 klst. og öll
    einkenni mikið batnandi
    Einangrun aflétt eftir 10 daga
    Ekki þörf á PCR eða
    mótefnamælingu
    Alvarleg COVID-19
    sýking óháð
    bólusetningarstöðu
    Alvarleg COVID-19 einkenni
    (dexamethasone, tocilizumab,
    gjörgæsludvöl, öndunarvél)
    Einangrun aflétt eftir 14 daga OG
    sjúklingur er með jákvæð N-mótefni
    og/eða 1 neikvætt PCR EÐA 21
    dagur frá greiningu
    1. Full bólusetning með 3 eða fleiri sprautum af bóluefni, eða 2 sprautum af bóluefni OG afstaðin COVID-19 sýking.
    2. Ein sprauta af Janssen/Pfizer/Moderna og afstaðin COVID-19 sýking eða 2 sprautur af bóluefni.
    3. Engin bólusetning eða ein bólusetning. Sjá hér: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item48226/Timasetning-naesta-skammts-af-boluefni-gegn-COVID-19-vid-ymsar-adstaedur


      Fara aftur í verklagsreglu: COVID-19 - sýkingavarnir
      Tengd skjöl: COVID-19 - handbók

    Ritstjórn

    Ásdís Elfarsdóttir
    Anna María Þórðardóttir
    Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
    Ólafur Guðlaugsson
    Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ásdís Elfarsdóttir

    Útgefandi

    Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/15/2020 hefur verið lesið 5534 sinnum