../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3363
Útg.dags.: 03/10/2022
Útgáfa: 16.0
27.00.01.08 COVID-19 - einangrun aflétt

    15. útg. breytingar bleikar
    16. útg. breytingar gular
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa hvenær má aflétta einangrun hjá sjúklingum með COVID-19 á legudeildum Landspítala og hjá sjúklingum í eftirliti á COVID-19 göngudeild.
    Að lýsa hvenær starfsmaður/nemi/verktaki má koma til vinnu á Landspítala að lokinni COVID-19 sýkingu.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Ábyrgur læknir á deild eins og lýst er í framkvæmd.
    Starfsmaður/nemi/verktaki eins og lýst er í framkvæmd.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Einangrun aflétt hjá inniliggjandi sjúklingi
    • Ábyrgur læknir afléttir einangrun sjúklings. Aflétting einangrunar byggir á klínísku mati.
    • Ef eitthvað er óljóst í klínísku mati er fengin ráðgjöf frá smitsjúkdómalækni áður en ákvörðun um afléttingu einangrunar er tekin.
    • Greiningardagur COVID (PCR) er dagur núll.
    • Einangrun er aflétt á miðnætti á síðasta degi einangrunar (sjá töflu).
      • Sjúklingur þarf ekki að viðhafa sérstaka varúð í umgengni við viðkvæma einstaklinga eins og eldra fólk og einstaklinga með undirliggjandi ónæmisbælandi sjúkdóma þegar neikvætt PCR sýni fyrir COVID-19 liggur fyrir og/eða anti-N mótefni greinast.

    Þegar einangrun hefur verið aflétt hjá inniliggjandi sjúklingi, fer sjúklingur í sturtu/bað og hrein föt á meðan herbergi er þrifið. Rúm er sótthreinsað og búið upp með hreinni sæng og kodda. COVID þrif eru pöntuð í beiðnakerfi á innri vef Landspítala og taka þau um 30 mínútur. Flytja má sjúkling á aðrar deildir Landspítala, útskrifa á aðra stofnun eða heim.

    Aflétting einangrunar hjá inniliggjandi sjúklingi - yfirlitstafla:
    Bólusetning Einkenni Einangrun aflétt
    Þríbólusettur1


    Einkennalaus eða einkennalítill
    (efri öndunarfæraeinkenni, hósti,
    ekki súrefnisháður)
    Hitalaus í > 48 klst.
    Einangrun aflétt eftir 5 daga
    Ekki þörf á PCR eða
    mótefnamælingu
    Ef einkenni eru til staðar er fengin ráðgjöf smitsjúkdómalæknis
    Tvíbólusettur2


    Einkennalaus eða einkennalítill
    (efri öndunarfæraeinkenni, hósti,
    ekki súrefnisháður
    Hitalaus í > 48 klst.
    Einangrun aflétt eftir 7 daga
    Ekki þörf á PCR eða
    mótefnamælingu
    Ef einkenni eru til staðar er fengin ráðgjöf smitsjúkdómalæknis
    Vanbólusettur3 Hitalaus í > 48 klst. og öll einkenni
    mikið batnandi
    Einangrun aflétt eftir 10 daga
    Ekki þörf á PCR eða
    mótefnamælingu
    Alvarleg COVID-19
    sýking óháð
    bólusetningarstöðu
    Alvarleg COVID-19 einkenni
    (dexamethasone, tocilizumab,
    gjörgæsludvöl, öndunarvél)
    Einangrun aflétt eftir 14 daga OG
    sjúklingur er með jákvæð N-mótefni
    og/eða 1 neikvætt PCR EÐA 21
    dagur frá greiningu
    1. Full bólusetning með 3 sprautum af bóluefni, eða 2 sprautum af bóluefni OG afstaðin COVID-19 sýking.
    2. Ein sprauta af Janssen/Pfizer/Moderna og afstaðin COVID-19 sýking eða 2 sprautur af bóluefni.
    3. Engin bólusetning eða ein bólusetning. Sjá hér: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item48226/Timasetning-naesta-skammts-af-boluefni-gegn-COVID-19-vid-ymsar-adstaedur

    Reglur í samfélagi
    Öllum aðgerðum vegna COVID-19 í samfélaginu var aflétt á miðnætti aðfaranótt 25.02.2022. Sóttvarnalæknir mælist til að þeir sem greinast með COVID-19 einangri sig í 5 daga frá greiningu.
      Endurkoma heilbrigðisstarfsmanns til vinnu eftir COVID-19 sýkingu
        Vanbólusettur starfsmaður:
        • Starfsmaður sem hefur lokið að lágmarki 7 daga COVID-19 einangrun má koma til starfa að uppfylltum neðangreindum skilyrðum.

        Tvíbólusettur eða þríbólusettur starfsmaður (staðfest fyrri COVID sýkingu telst sem ein bólusetning):
        • Starfsmaður sem hefur lokið að lágmarki 5 daga COVID-19 einangrun má koma til starfa að uppfylltum neðangreindum skilyrðum.

        Ef starfsmaður með COVID er einkennalaus/einkennalítill og treystir sér til vinnu áður en 5 daga einangrun er lokið (greiningardagur með viðurkenndu prófi er dagur 0) er það heimilt, en hann þarf að vera með fínagnagrímu án ventils og halda tveggja metra fjarlægð við samstarfsfólk þegar gríma er tekin niður til að matast/drekka.

        Skilyrði sem starfsmaður þarf að uppfylla vegna endurkomu til vinnu eftir COVID-19 veikindi:
          1. Hann er einkennalaus/einkennalítill
          2. Hann hefur verið hitalaus í a.m.k. 24. klst.
          3. Hann treystir sér til og vill koma til vinnu
        • Ef starfsmaður er með alvarlega undirliggjandi ónæmisbælingu er endurkoma til vinnu í samráði við meðferðaraðila COVID-19 göngudeildar.
        • Starfsmaður notar fínagnagrímu við störf þar til 7 dagar eru liðnir frá greiningardegi, matast einn og gætir vandlega að fjarlægðarmörkum.
        • Starfsmaður skráir sig í sóttkví C við endurkomu til vinnu. Sóttkví C gildir í 5 daga. Skráning á rafrænu formi: https://quarantine.landspitali.is/is.


      Fara aftur í verklagsreglu: COVID-19 - sýkingavarnir
      Tengd skjöl: COVID-19 - handbók

    Ritstjórn

    Ásdís Elfarsdóttir
    Anna María Þórðardóttir
    Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
    Ólafur Guðlaugsson
    Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

    Útgefandi

    Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/15/2020 hefur verið lesið 4187 sinnum