../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-129
Útg.dags.: 03/22/2024
Útgáfa: 11.0
2.02.74 Mænuvökvi í veiruleit

    Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Veiruræktun. Hrað-PCR (FilmArray).
    Pöntun: Beiðni um veirufræðirannsókn eða Cyberlab innan LSH.
    Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábending
    Einkenni sem geta bent til veirusýkingar í miðtaugakerfi, ekki síst ef hvítkornatalning sýnir fjölgun í mænuvökva.
    Algengasta orsök veirusýkingar í miðtaugakerfi eru enteroveirur og herpesveirur. Aðrar veirur sem koma til greina eru HIV, polyomaveirur (JCV, BKV). Einnig mislingar eða hettusótt, séu þessar veirur til staðar. Þá getur einnig þurft að reikna með ýmsum arboveirum, hundaæði o.fl. ef sjúklingur er að koma frá svæðum þar sem slíkir veirusjúkdómar eru algengir. Ef grunur vaknar um exotískar veirusýkingar í miðtaugakerfi getur þurft að senda sýni til tilvísunarrannsóknastofu erlendis.

    Hrað-PCR (FilmArray) er að jafnaði framkvæmt á mænuvökvum hjá öllum börnum sem eru 3 mánaða eða yngri og þegar sérfræðilæknir á sýkla- og veirufræðideild metur þörf á út frá sögu, einkennum og rannsóknarniðurstöðum sjúklings.

    Svar:
    PCR:1-2 virkir dagar.
    Veiruræktun: Fyrsti aflestur eftir 1-2 daga, ræktun getur verið seinleg og lokasvar því dregist.
    Hrað-PCR: Svarað samdægurs.

    Túlkun:
    Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Máney Sveinsdóttir - maney

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/03/2013 hefur verið lesið 19166 sinnum