../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-129
Útg.dags.: 09/23/2020
Útgáfa: 8.0
2.02.08.74 Mænuvökvi í veiruleit

    Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Veiruræktun. Hrað-PCR (FilmArray).
    Pöntun: Beiðni um veirufræðirannsókn eða Cyberlab innan LSH.
    Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábending
    Einkenni sem geta bent til veirusýkingar í miðtaugakerfi, ekki síst ef hvítkornatalning sýnir fjölgun í mænuvökva.
    Á Íslandi og í nágrannalöndunum eru það einkum enteroveirur og herpesveirur sem kalla á veiruleit í mænuvökva. Aðrar veirur sem koma til greina eru HIV, ýmsar öndunarfæraveirur, polyomaveirur (JCV, BKV). Einnig mislingar eða hettusótt, séu þessar veirur til staðar. Þá getur einnig þurft að reikna með ýmsum arboveirum, hundaæði, fuglaflensu, exotískum coronaveirum o.fl. ef sjúklingur er að koma frá svæðum þar sem slíkir veirusjúkdómar eru algengir. Ef grunur vaknar um exotískar veirusýkingar í miðtaugakerfi verða sýni send til tilvísunarrannsóknastofu erlendis.

    Hrað-PCR (FilmArray) er að jafnaði framkvæmd á mænuvökva sem tekinn er við mænuástungu hjá öllum börnum sem eru 3 mánaða eða yngri og ef sérfræðilæknir á sýkla- og veirufræðideild metur þörf á út frá sögu, einkennum og rannsóknarniðurstöðum sjúklings.
    Beiðni um próf á mænuvökva frá öðrum sjúklingum þarf að koma frá smitsjúkdómalækni og ákvörðun um að keyra sýni á Filmarray próf er tekin af lækni sýkla- og veirufræðideildar.

    Svar
    PCR:1-2 virkir dagar
    Veiruræktun: Fyrsti aflestur eftir 1-2 daga, ræktun getur verið seinleg og lokasvar því dregist.
    Hrað-PCR: Svarað samdægurs

    Túlkun
    • Niðurstöður úr PCR prófum hafa yfirleitt há jákvæð spágildi gagnvart þeim veirum sem prófaðar eru.
    • Niðurstöður úr veiruræktunum hafa há jákvæð spágildi ef eitthvað ræktast, en vegna þess hve margar veirur eru illræktanlegar er neikvætt spágildi takmarkað.

    Sérfræðilæknar veirurannsókna meta hvernig á að túlka niðurstöður.

    • Fylgst er með heilbrigði frumurækta og þess gætt að rækta þær ekki í of margar kynslóðir. (sbr leiðbeiningar um frumuræktir).
    • Ræktun og veirugreining á sýnum úr gæðakontrólsendingum (LABQUALITY, QCMD, NEQAS).
    • Samanburður við aðrar veiruleitaraðferðir innanhúss.


    Ritstjórn

    Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Arthur Löve

    Útgefandi

    Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/03/2013 hefur verið lesið 18002 sinnum