../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-079
Útg.dags.: 05/03/2024
Útgáfa: 14.0
2.02.41 Herpes simplex (HSV)
      Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Veiruræktun. Mótefnamæling (IgG og IgM).
      Samheiti: Áblástur, frunsa.
      Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending
      • Áblástur/húðsýking: HSV er oftast á vörum, í munni eða á kynfærum, en geta verið hvar sem er á líkamanum, t.d. herpetic whitlow (fingur), herpes gladiatorum (HSV-1 við snertingu hjá íþróttamönnum) og eczema herpeticum.
      • Augnsýking: HSV getur valdið keratitis og conjunctivitis í augum.
      • Miðtaugakerfissýking: HSV getur valdið alvarlegum sýkingum á miðtaugakerfi, m.a. heilabólgum, heilahimnubólgum (m.a. Mollaret´s meningitis.), skemmdum á taugum (m.a. sjóntaug).
      • Nýburasýking: HSV getur valdið alvarlegum sýkingum í nýburum. Einkenni geta komið fram nokkrum dögum eða vikum eftir fæðingu.

      Grunnatriði rannsóknar
      Oftast er leitað að erfðaefni veirunnar (PCR).
      Stundum eru mæld IgM og IgG mótefni. Venjulega er ekki greint á milli HSV-1 og HSV-2 í slíkum mælingum. Hægt að gera próf sem greina á milli HSV-1 og HSV-2 IgG mótefna sé þess óskað.

      Svar
      PCR: 1-2 virkir dagar.
      Mótefnamælingar: Eru að jafnaði gerðar tvisvar í viku.

      Túlkun
      PCR: Jákvætt PCR próf staðfestir að veira eða erfðaefni hennar er til staðar í sýninu. Í upphafi sýkingar getur verið varasamt að treysta neikvæðum niðurstöðum úr PCR í mænuvökva.
      Mótefnamælingar: Við frumsýkingu myndast bæði IgM og IgG mótefni. Mælingu á IgG má nota til að greina hvort sjúklingur hafi áður sýkst af veirunni.

      Sérfræðilæknir veirurannsókna metur þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Máney Sveinsdóttir - maney

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/20/2013 hefur verið lesið 9388 sinnum