../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-044
Útg.dags.: 12/09/2022
Útgáfa: 11.0
2.02.08.20 Enteroveirur (coxsackie, echo, parecho, polio, o.fl.)

Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Veiruræktun. Raðgreining (týpugreining).
Samheiti: Coxsackie, echo, parecho, EV71, EVD68 o.fl.
Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
Verð: Sjá Gjaldskrár

Ábending:
Ef grunur er um enteroveirusýkingu er ástæða til að taka sýni fyrir veiruræktun/veiruleit.
Meira en 70 enteroveirur eru þekktar hjá mönnum. Einkenni geta m.a. verið í öndunarfærum (misalvarleg), hiti, útbrot og blöðrur, hand-fóta og munn-sjúkdómur, augnsýkingar, hjartasýkingar (gollurshúsbólga), og sýkingar í taugakerfi (heilahimnubólga, heilabólga).

Grunnatriði rannsóknar:
Veiruleit (PCR og/eða veiruræktun)
PCR próf og veiruræktun greina hvort veiran eða erfðaefni hennar sé til staðar í sýninu.
Raðgreining (týpugreining)

Sérstök tímasetning sýnatöku:
Yfirleitt næst bestur árangur ef sýni eru tekin sem fyrst eftir byrjun sjúkdómseinkenna.

Gerð og magn sýnis:
(Gerð og magn kemur fram í linkunum fyrir hverja sýnagerð)

Lýsing sýnatöku:
Saur - sýnataka
Mænuástunga
Öndunarfærastrok - sýnataka
Húðstrok - sýnataka
Þvag - sýnataka
Blóðtaka
Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

Merking, frágangur og sending sýna og beiðna:
Sjá leiðbeiningu: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

Geymsla ef bið verður á sendingu:
Í kæli

Flutningskröfur:
Má flytja við stofuhita
Með fyrstu ferð

Svar:
PCR: 1-3 virkir dagar eða eftir aðstæðum
Veiruræktun: Fyrsti aflestur eftir 1-2 daga, ræktun getur verið seinleg og lokasvar því dregist.
Raðgreining (týpugreining): 1-2 mánuðir

Túlkun:
Niðurstöður úr PCR prófum hafa yfirleitt há jákvæð og neikvæð spágildi gagnvart þeim veirum sem prófaðar eru.
Niðurstöður úr veiruræktunum hafa há jákvæð spágildi ef eitthvað ræktast, en vegna þess hve margar veirur eru illræktanlegar er neikvætt spágildi takmarkað.


Ritstjórn

Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk
Arthur Löve
Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
Guðrún Erna Baldvinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Arthur Löve

Útgefandi

Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/22/2011 hefur verið lesið 13238 sinnum