../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-124
Útg.dags.: 05/26/2020
Útgáfa: 9.0
2.02.08.69 Mislingar (morbilli)
      Heiti rannsóknar: Mótefnamæling (IgM og IgG). Kjarnsýrumögnun (PCR). Veiruræktun.
      Samheiti: Morbilli.
      Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending:
      • Grunur um nýja eða nýlega sýkingu
      • Ákvörðun ónæmis gegn veirunni

      Grunnatriði rannsóknar:
      Mótefnamæling er gerð annars vegar til að greina bráðasýkingu (IgM og IgG mótefni) og hins vegar umliðna sýkingu (IgG mótefni).
      PCR próf og veiruræktun greina hvort veiran eða erfðaefni hennar sé til staðar í sýninu. Auk þess getur PCR próf greint í sundur erfðaefni veirunnar og erfðaefni bóluefnisstofns.1-2 vikum eftir bólusetningu, er oft hægt að greina bóluefnisstofninn í háls- og nefkoksstroki.
      Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður

      Svar:

      Mótefnamæling: Endanlegs svars má vænta u.þ.b. viku eftir að sýni berst.
      PCR: 1-2 dagar
      Veiruræktun: Fyrsti aflestur eftir 1-2 daga, lokasvar venjulega innan 8 daga.

      Túlkun:
      Mótefnaleit: IgM mótefni eða hækkun mótefna milli sýna benda til yfirstandandi eða nýlegrar sýkingar. IgG mótefni og engin mælanleg IgM mótefni benda til eldri sýkingar eða bólusetningar.
      Veiruleit (PCR eða ræktun): Jákvæðar niðurstöður staðfesta að mislingaveiran, eða a.m.k. erfðaefni hennar, sé til staðar. Ef saga er um nýlega bólusetningu, er greint hvort um erfðaefni bóluefnisstofns er að ræða.


    Ritstjórn

    Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Arthur Löve

    Útgefandi

    Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 08/02/2013 hefur verið lesið 3277 sinnum