../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rblóð-015
Útg.dags.: 11/30/2023
Útgáfa: 5.0
2.02.01.01 Bláæðasegahneigð
Hide details for AlmenntAlmennt
Verð: Sjá Gjaldskrá
Grunnatriði rannsóknar:
Biðja má um þessa rannsókn sé grunur um afbrigðilega tilhneigingu til myndunar bláæðasega (DVT/PE), einkum hjá tiltölulega ungri manneskju (< 50 ára). Gerðar eru þær rannsóknir sem sérfræðingar blóðmeinafræðideildar ráðleggja hverju sinni við slíka uppvinnslu. Niðurstöður má ekki oftúlka og er því oft ráðlegt að endurtaka og fá sérfræðileg ráð ef niðurstöður reynast vera afbrigðilegar.
Hide details for Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.Sýnataka, sending, geymsla og hvenær mæling er framkvæmd.
Gerð og magn sýnis:
Fyrir bláæðaseghneigð þarf að taka:
1x 4 ml glas (inniheldur EDTA) með fjólubláum tappa án gels (svört miðja) (blóðhagur)
2x 4 ml glas eða 1 x 9 ml (inniheldur EDTA) með fjólubláum tappa án gels (svört miðja) (Faktor V Leiden og PT20210GA)
4x 3,5 ml glös (inniheldur 3,2% natríum sítrat) með bláum tappa án gels (svört miðja) (storkupróf)
1x 4 ml serum glas með rauðum tappa með geli (gul miðja) (anti-cardiolípin)
Litakóði samkvæmt Greiner.
Hide details for Mælingar sem eru gerðar þegar pantað er bláæðasegahneigð
Mælingar sem eru gerðar þegar pantað er bláæðasegahneigð

Deilitalning
Anti Xa
APTT
PT
TRT*
INR lifur*
Prótein C virkni
Prótein S virkni
Antitrombín
APC-viðnám
Lupus antikoagulant
Anti-cardíólípin mótefni (Ónæmisfræðideild)
Faktor V Leiden (Genarannsókn)
Próthrombín 20210A (Genarannsókn)


Ef TRT er lengdur þá er annað hvort heparín í sýni eða fíbrínógen utan viðmiðunarmarka.
Ef INR lifur >1,3 þá er prótein S ekki mælt.
    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Truflandi efni: Blóðþynningarlyf trufla niðurstöður.

    Túlkun
    Hafa samband við blóðmeinafræðing

    Ritstjórn

    Oddný Ingibjörg Ólafsdóttir
    Sigrún H Pétursdóttir
    Ingunn Þorsteinsdóttir
    Fjóla Margrét Óskarsdóttir
    Sigrún Reykdal
    Loic Jacky Raymond M Letertre

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Sigrún Reykdal

    Útgefandi

    Fjóla Margrét Óskarsdóttir

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/04/2011 hefur verið lesið 3306 sinnum