../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-602
Útg.dags.: 11/14/2018
Útgáfa: 3.0
2.02.40 Öndunarfæri - Cystic fibrosis
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Cystic fibrosis ræktun
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Áhersla er lögð á að greina Haemophilus influenzae, Streptococcus pneumoniae, Staphylococcus aureus, Pseudomonas aeruginosa(slímugan og óslímugan), Burkholderia cepaciacomplex (sem inniheldur m.a. B. cepacia serovar I, III og VI, B. multivorans, B vietnamiensis, B. ambifaria, B. anthina og B. pyrrocinia), Stenotrophomonas maltophiliaog aðra Gram neikvæða stafi sem ekki gerja glúkósu. Algengustu afbrigðin af Burkholderia cepaciacomplex eru serovar III, B. multivoransog B vietnamiensis. Mycobacteriur aðrar en tuberculosis og Aspergillus tegundir geta einnig skipt máli og er leitað að þeim ef beðið er um slíkt.
    Fólk með slímseigjukvilla getur verið sýklað eða krónískt sýkt af flóru sem getur breytst lítið á löngum tíma. Þess vegna þarf að tryggja vinnubrögð sem veita sjúklingnum bestu þjónustu en koma jafnframt í veg fyrir óþarfa tvíverknað. Ef einstaklingur með slímseigjukvilla hefur farið í lungnaskipti skal áfram vinna sýni hans á sama hátt og áður þar sem hann er áfram með sömu örverur og hann var með fyrir líffæragjöfina.
    Fræðsla um slímseigjukvilla
    Slímseigjukvilli er arfgengur sjúkdómur með víkjandi arfgerð. Sjúkdómnum fylgir jónaójafnvægi í slím- og svitakirtlum. Svitinn verður saltur og slímið óeðlilega seigt. Þetta hefur helst áhrif á lungun en einnig brisið og meltingarfærin. Lungnasjúkdómurinn er það sem háir fólki að jafnaði mest á fullorðinsárum og á mestan þátt í ótímabærum dauða. Krónísk lungnasýking er orsök 75 til 85% dauðsfalla meðal sjúklinga með slímseigjukvilla. Lífslíkur hafa aukist stöðugt sl. 50 ár, að stórum hluta vegna bættrar meðhöndlunar lungnasjúkdóma hjá þessum sjúklingahópi.
    Með tímanum taka ýmsir Gram neikvæðir stafir sér bólfestu í óeðlilegri berkjuslímhúðinni og valda langvarandi sýkingu. Algengasta bakteríutegundin er Pseudomonas aeruginosa. Bakterían verður gjarna mjög slímug með tímanum og bætir þá enn á slímið sem fyrir er í berkjunum. Þegar líður á sjúkdóminn bætist Stenotrophomonas maltophiliavið, ásamt öðrum ekki gerjandi Gram neikvæðum stöfum. Ræktist Burkholderia cepacia er það oft talið merki um slæmar horfur. Þessar tegundir baktería vaxa oft mjög hægt og það geta verið mörg afbrigði af hverri hjá einum sjúklingi.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Bakteríugróður í lungum fólks með slímseigjukvilla helst oft lítið breyttur í langan tíma. Vegna þessa er ekki talin þörf á að taka sýni frá einkennalitlum einstaklingum nema sjaldan, en ekki er klárt hve oft.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Æskilegt er að sýnið (hrákinn) sé ekki blandað munnvatni. Gott er að taka 3-5 ml af sýni.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Hálsstrok
      Hjá börnum, sérstaklega börnum innan við 10 ára, er oft erfitt að fá fram hráka. Í þeim tilfellum er tekið djúpt hálsstrok.
      Hráki
      Mikilvægt er að senda hráka sem kemur frá neðri öndunarfærunum, ekki munnvatn. Hóstað er beint í sýnaglasið.
      Barkasog
      Slöngu er rennt niður barkaslöngu/rennu sjúklinga sem eru í öndunarvél og sýni sogað upp og sett í samskonar glas og hrákasýni.
      Berkjuskol/burstasýni
      Við berkjuspeglun er 10-20 ml af dauðhreinsuðu vatni dælt niður í berkjurnar og það síðan sogað upp aftur og sent til ræktunar. Einnig er hægt að nota berkjubursta við sýnatökuna.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Rannsóknin tekur að minnsta kosti 4 sólarhringa. Þær bakteríur sem líklegt þykir að séu sýkingarvaldar eru tegundagreindar og gert næmi.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Allur vöxtur af Haemophilus influenzae, Streptococcus pneumoniae, Staphylococcus aureus, Pseudomonas aeruginosa, Stenotrophomonas maltophiliaog Burkholderia cepaciacomplex er talinn marktækur. Hratt vaxandi mýkóbakteríur og Aspergillus spp. geta valdið einkennum. Greinist ríkjandi vöxtur af Enterobacteriaceae eru líkur á að það hafi þýðingu.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Jorgensen JH, Pfaller MA og fél. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

    Ritstjórn

    Soffía Björnsdóttir
    Hjördís Harðardóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Hjördís Harðardóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/29/2011 hefur verið lesið 2355 sinnum