../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-339
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 8.0
2.02.16 Kynfæri kvenna - bakteríur, sveppir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Kynfæri kvenna - greining skeiðarsýklunar, Kynfæri kvenna - almenn/anaerob ræktun, Ytri kynfæri kvenna - almenn ræktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um skeiðarsýkingu (vaginitis eða vaginosis) eða sýkingu í skapabörmum, leggöngum eða legi kvenna eða stúlkubarna.

    Fræðsla um skeiðarsýkingar og -einkenni:
    Einkenni skeiðarsýkinga eru útferð, kláði, sviði eða önnur áþekk óþægindi. Einkennin eru að jafnaði ósértæk og það er ekki hægt að greina orsakavald á einkennum einum saman. Algengasta orsök skeiðarsýkinga er skeiðarsýklun („bacterial vaginosis”); sveppasýking er næstalgengust, en sýking af völdum Trichomonas vaginalis sjaldgæfari (landlægur kynsjúkdómur en þó almennt sjaldgæfur á Íslandi). Í sveppasýkingu er Candida albicans algengust (80-90% tilfella). Aðrar sveppategundir greinast einnig, sérstaklega Candida glabrata og Candida tropicalis.

    Bakteríur, aðrar en N. gonorrhoeae, eru sjaldan orsakavaldar í skeiðarsýkingum. Beta-hemólýtískir streptókokkar, pneumókokkar og Haemophilus influenzae eru þó þekktir sýkingarvaldar í skeið og á skapabörmum stúlkubarna og geta í undantekningartilfellum, ásamt fleiri tegundum, sýkt slímhúðir fullorðinna.

    Útferð í skeið, sársauki við samfarir og sviði þvaglát getur einnig orsakast af bakteríukynsjúkdómum, þ.e. klamydiu, lekanda og Mycoplasma genitalium, sem sýkja legháls.

    Fræðsla um legholssýkingar:
    Legholssýkingar eru sjaldgæfar. Þær verða helst eftir aðgerðir á legi eða eftir erfiðar fæðingar. Við farið vatn geta meinvaldandi bakteríur borist upp í legholið. Lykkjan og saumur í leghálsi auka einnig hættu á sýkingum. Helstu einkenni legholssýkinga eru kviðverkir, eymsli yfir legi og oft hiti en einnig getur illa lyktandi útferð eftir fæðingu eða aðgerðir bent til legholssýkingar. Fjöldi bakteríutegunda geta valdið þessum sýkingum og oft ræktast fleiri en ein tegund. Þeirra á meðal eru loftfælnar bakteríur.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríu- og svepparannsókn. Öll sýni eru bæði smásjárskoðuð og ræktuð í leit að bakteríum og sveppum. Greinist baktería sem talin er líklegur meinvaldur er hún tegundagreind og gert næmi. Sveppir eru venjulega tegundagreindir, en ekki eru gerð næmispróf nema í undantekningartilfellum (sbr. leiðbeiningar). Rannsóknin tekur að jafnaði 2 - 5 sólarhringa.

    Grunur um skeiðarsýkingu:
    Greiningin byggir fyrst og fremst á smásjárskoðun, til greiningar á skeiðarsýklun, og svepparæktun. Við smásjárskoðun er leitað að útlitsgerðum Lactobacillus spp. og annarra baktería ásamt þekjufrumum þöktum smáum staflaga bakteríum, svokölluðum teiknfrumum („clue cells”). Einnig er ræktað í leit að algengustu meinvaldandi bakteríum og sveppum.

    Grunur um sýkingu í neðri hluta kynfæra:
    Við grun um sýkingu í skapabörmum eða leggöngum er leitað að þekktum loftháðum meinvöldum, til dæmis Staphylococcus aureus, beta-hemólýtískum streptókokkum og Haemophilus influenzae.

    Grunur um sýkingu í legi:
    Sé grunur um sýkingu í legi er einnig leitað að loftfælnum bakteríum. Að jafnaði eru allar bakteríur sem ræktast tegundagreindar og oft gert næmi.

    Rannsóknin er faggild, sjá gæðaskjal: Faggildingarvottorð.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Grunur um sýkingu í skapabörmum eða skeið:
      Bakteríuræktunarpinna er strokið á sýkta svæðið.

      Grunur um skeiðarsýkingu:
      Sýnið er tekið með bakteríuræktunarpinna efst úr skeið, fyrir aftan eða til hliðar við leghálsinn.

      Grunur um sýkingu í legi:
      Mikilvægt er að sýnið sé tekið djúpt úr leghálsinum þannig að bakteríugróður úr skeiðinni slæðist ekki með. Fyrst eru slím og hugsanlegar bakteríur hreinsaðar af leghálsinum og síðan er bakteríuræktunarpinna stungið upp í leghálsinn. Þess skal gætt að pinninn snerti ekki veggi skeiðarinnar þegar hann er dreginn út aftur.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Niðurstaða liggur venjulega fyrir 2-5 virkum dögum eftir móttöku sýnis.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Við smásjárskoðun er annars vegar sagt frá hvítum blóðkornum, sveppum og þeim útlitsgerðum baktería sem sjást. Hins vegar eru metnar líkur á skeiðarsýklun. Þá er horft á hlutfallið milli útlitsgerða ákveðinna baktería og leitað að teiknfrumum („clue cells”). Þegar skeiðarflóra sést í sýni frá leghálsi er sagt frá því. Þá má ætla að sýnið sé tekið frá utanverðum leghálsinum.

      Grunur um skeiðarsýkingu:
      • Smásjárskoðun segir til um líkur á skeiðarsýklun („bacterial vaginosis”).
      • Ræktað er í leit að sveppum. Allir sveppir sem ræktast eru tegundagreindir, en ekki er gert næmispróf nema í undantekningartilfellum. Svepparæktun er næmari en smásjárskoðun (sem er talin hafa um 50-80% næmi). Ræktunin getur verið falskt neikvæð hafi sjúklingur nýlega verið á sveppalyfjameðferð. Hluti kvenna er með sveppi í leggöngum án einkenna, en ræktist sveppur, þótt í litlu magni sé, hjá konum með einkenni eru miklar líkur á því að hann sé sýkingarvaldur.
      • Greinist meinvaldandi bakteríur er sagt frá þeim og gert næmi. Sagt er frá óvenjulegum bakteríugróðri.

      Grunur um sýkingu í neðri hluta kynfæra:
      • Ræktað er í leit að þekktum meinvaldandi bakteríum, til dæmis beta-hemólýtískum streptókokkum af flokki A.

      Grunur um sýkingu í legi:
      • Í vel teknu sýni eru allar bakteríur tegundagreindar. Oftast er einnig gert næmi.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Wasington D.C.

    Ritstjórn

    Sigríður Ólafsdóttir
    Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 46778 sinnum