../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-307
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 6.0
2.03 COVID-19 - Sýnatökur og sending sýna frá sýktum eða mögulega sýktum einstaklingum
Hide details for SýnatakaSýnataka

Sýnataka úr einstaklingi með grunað eða staðfest COVID-19 smit.

Skjal um rannsókn á COVID-19 (SARS-CoV-2) hjá Sýkla- og veirufræðideild.

Við sýnatökur skal viðhafa ítrustu smitgát
Nota skal eftirfarandi hlífðarbúnað:

    • Veiruhelda hlífðargrímu (FFP2)
    • Hlífðargleraugu
    • Einnota hanska við umönnun og vandaða handhreinsun með handspritti (og/eða handþvotti) þegar hanskar eru teknir af.
    • Nota langerma hlífðarslopp/svuntu við umönnun og meðferð.
    • Ganga tryggilega frá notuðum hlífðarbúnaði í poka sem er lokað og má fara í almennt sorp.
Ef tekin eru sýni frá fleiri en einum einstaklingi í einu (í röð) skal skipta um hanska og spritta hendur milli einstaklinga. Ekki er þörf á að skipta um annan hlífðarbúnað á milli einstaklinga nema hann hafi mengast, t.d. ef sá sem sýni er tekið frá hóstar og úði berst á grímu eða ermar hlífðarbúnings.

Sýkingavarnir fela í sér að smitleið sýkils er rofin á milli manna.


NB Sýni verður að vera merkt auðkenni sjúklings, annars verður það ekki unnið.

Merking sýna

    • Sýnaílát eru merkt með nafni og kennitölu sjúklings, eða dulkóða ef það á við.
    • Ekki má líma merkimiða yfir strikamerkingar eða upplýsingar um fyrningardag ílátsins.
    • Límmiðar með strikamerkjum úr rafrænum beiðnakerfum eru látnir snúa þannig á íláti að hægt sé að skanna strikamerkið. Á blóðsýnaglösum þarf upphaf nafns sjúklings að vera næst tappanum.
    • Vefjasýni eru merkt með tegund sýnis og hvort sýnið sé ferskt eða í formalíni.
    • Vökvar til frumurannsóknar eru merktir með tegund sýnis og eru íblandaðir vökvar teknir fram.
    • Gler til frumurannsóknar eru merkt með nafni og/eða kennitölu sjúklings og því hvort þau eru fixeruð (F) eða loftþurrkuð (L).
    • Sýni sömu gerðar, í sams konar íláti en frá mismunandi stöðum líkamans eru aðgreind með tegund sýnis, sýnatökustað eða raðnúmeri sýnis.

    Vanti persónuauðkenni sjúklings á beiðni og/eða sýnaílát áskilja deildir sér rétt til að vísa sýni frá. Sjá nánar í skjali: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

Sýnategundir til greiningar á COVID-19:

    Öndunarfærasýni:
      • Frá efri öndunarvegum: Háls- og nefkoksstrok.
      • Frá neðri öndunarvegum: Barkasog, barkaskol eða berkjuskol, (hrákasýni).
    Blóðsýni:
    Bráða- og afturbatasýni að nokkrum vikum liðnum. Til greiningar á mótefnum þegar greiningarpróf hafa verið þróuð.
      • Heilblóð/sermi og EDTA-blóð í þar til gerð glös (rauður og fjólublár tappi).
Sýnatökur:
Hide details for Sending sýnaSending sýna

Merking, frágangur og sending sýna og beiðna

Sjá: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

    • Takið fram í ástæðu sýnatöku að óskað sé eftir greiningu á COVID-19. Skráið símanúmer beiðanda á beiðni.
    • Gætið þess að sýnaglös séu vel lokuð og í sýnaplasti og ytra umslagi. Sendingarflokkur sýna er UN 3373 (category B).
    • Sýnaflutningar með rörpósti frá Bráðamóttöku: Sýni frá sjúklingum með staðfesta COVID19 sýkingu og sterkan grun um COVID19 sýkingu fara ekki í rörpóst.

Smitandi efni - flokkur B UN 3373
Gróður og mögulega smitandi sjúklingasýni sem tilheyra ekki flokki A. Dæmi:
    • Bakteríur: H. influenzae, N. meningitides, Salmonella spp, S. pneumoniae, sveppir (allir nema Coccidioides)
    • Veirur: enteroveirur, influensuveirur A og B, COVID-19 (SARS-CoV-2)
    • Öll sjúklingasýni sem eru mögulega smitandi, sermi þar með talin, nema talið sé að þau geti innihaldið ákveðnar veirur sbr.viðauka um flokk A.

Kafli innan skjals Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna um frágang sýna fyrir sendingu

    Sýni flutt innan Landspítala og í beinum boðsendingum
    1. Gengið er úr skugga um að sýni hafi verið tekið eins og lýst er í þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.
    2. Þess er gætt að sýnaílát sé vel lokað.
    3. Mengist ílát að utan er sýnið sett í nýtt ílát ef tök eru á, en annars er ílátið sótthreinsað vel að utan áður en það er sent.
    4. Gengið er úr skugga um að merkingum á sýni og beiðni beri saman.
    5. Sýnið og ef við á beiðnin er sett í til þess gerða plastvasa, í sitthvort hólfið og vasinn merktur eins og lýst er í leiðbeiningum um notkun og merkingu plastvasa fyrir sýni.
    6. Við sendingu áhættusýna er fylgt leiðbeiningunum Sending lífsýna með mögulegu smitefni af flokki A innan Landspítala

    Sumar deildir nota sérstök flutningsbox við flutning á sýnum innan Landspítala.

    Sýni utan Landspítala í flugi eða pósti
    1. Gengið er úr skugga um að sýni hafi verið tekið eins og lýst er í þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.
    2. Þess er gætt að sýnaílát sé vel lokað.
    3. Mengist ílát að utan er sýnið sett í nýtt ílát ef tök eru á, en annars er ílátið sótthreinsað vel að utan áður en það er sent.
    4. Gengið er úr skugga um að merkingum á sýni og beiðni beri saman.
    5. Fylgt er leiðbeiningum um sendingu smitefnis.
    6. Frosin/kæld sýni eru send í frauðkössum með þurrís eða kælikubb. Frauðkassar og kælikubbar eru sendir til baka sé þess óskað.

    Viðbótaratriði ef sýni er flutt á ís - Vefjasýni
    1. Smærri vefjasýni eru sett í lokað ílát og það sett ofan í annað ílát með ís.
    2. Stærri skurðstofusýni eru sett í plastpoka og hann settur ofan í fötu með ís.
    3. Ytri umbúðir þurfa að vera með þéttu loki.
    4. Ytri og innri umbúðir eru merktar með persónuauðkennum sjúklings og tegund líffæris.
    5. Setja má mörg smærri ílát frá sama sjúkling ofan í söma fötuna með ís.
    6. Það er misjafnt eftir tegund vefjasýnisins hvernig gengið er frá smærri sýnunum í innra ílátið sjá þjónustuhandbók Rannsóknaþjónustu.

    Athugið að sendandi er ábyrgur fyrir því að frágangur sýnis sé réttur.
    Lekt ílát og/eða illa frágengið sýni getur smitað sendla og annað starfsfólk sem handleika sýnið.
    Ef frágangur sýnis er óviðunandi áskilja deildir sér rétt til að farga því.

Tengd skjöl:
COVID-19 - handbók
Sýkingavarnadeild - handbók

Tengt efni:
Embætti landlæknis
CDC, COVID-19

Ritstjórn

Alda Steingrímsdóttir
Auður Ýr Þorláksdóttir - thorlaks
Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir - dagmarsl
Erna Knútsdóttir - ernakn
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Helga Bjarnadóttir
Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Sara Björk Southon - sarabso
Sigrún H Pétursdóttir
Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur
Sigríður Helga Sigurðardóttir - sigsigur
Máney Sveinsdóttir - maney
Helga Sigrún Gunnarsdóttir - helgashe
Ingunn Þorsteinsdóttir
Alda Margrét Hauksdóttir - aldamh

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Björn R Lúðvíksson

Útgefandi

Alda Margrét Hauksdóttir - aldamh

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/14/2020 hefur verið lesið 1847 sinnum