../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: Rsvið-168
Útg.dags.: 01/11/2021
Útgáfa: 10.0
1.13.01.02.02 Sending lífsýna og smitefnis
Hide details for Tilgangur og ábyrgðTilgangur og ábyrgð
Að lýsa pökkun og merkingu lífsýna og smitefnis fyrir flutning milli landshluta eða landa.
Vinnulýsingin tekur til þess tíma frá því að innihald sendingar er skilgreint og þar til sendingin fer frá Landspítala.
Framkvæmt af ábyrgðaraðilum sýnasendinga á deildum Rannsóknaþjónustu.
Hide details for Flokkar smitefnisFlokkar smitefnis

Smitandi efni - flokkur A UN 2814 og UN 2900
Sýklagróður og sjúklingasýni sem geta valdið varanlegu heilsutjóni eða dauða í heilbrigðum einstaklingum/dýrum sem gætu komist í snertingu við sýklana meðan á flutningi stendur.
Sjúklingasýni eru ekki í flokki A nema þau geti innihaldið ákveðna sýkla sjá viðauka. Við mat á flokkun sjúklingasýna í þennan flokk er tekið tillit til sjúkrasögu og einkenna, faraldsfræðilegra þátta á viðkomandi stað eða faglegs mats á einstökum tilvikum. Þegar vafi leikur á um hvort smitefni skuli falla í flokk A eða B, er flokkur A valinn.
Dæmi (sjá nánar í viðauka):

    • Bakteríur: Bacillus anthracis, C. botulinum, E. coli verotoxigenic, M. tuberculosis, Shigella dysenteriae type 1.
    • Veirur: Hepatitis B veira (ræktir), Herpes B veira (ræktir), HIV veira (ræktir), mjög meinvirk fuglaflensuveira.

Smitandi efni - flokkur B UN 3373
Gróður og mögulega smitandi sjúklingasýni sem tilheyra ekki flokki A. Dæmi:
    • Bakteríur: H. influenzae, N. meningitides, Salmonella spp, S. pneumoniae, sveppir (allir nema Coccidioides), allar Mycobakteríur (aðrar en M. tuberculosis).
    • Veirur: enteroveirur, influensuveirur A og B
    • Öll sjúklingasýni, sermi þar með talið, nema talið sé að þau geti innihaldið ákveðnar veirur sbr.viðauka um flokk A.
Hide details for Pökkun smitefnis í flokki A: UN 2814 og UN 2900Pökkun smitefnis í flokki A: UN 2814 og UN 2900
Leyfilegt magn í einum pakka
Lífsýni fer með fraktvél: 4 l af vökva eða 4 kg af föstu efni í pakka.
Ef magnið er meira er því skipt í fleiri pakka.

Pökkun

  1. Gróður/sýni er í vatns- og lekaheldu íláti (fyrsta ílát), merkt með auðkenni sýnis eða sjúklings.
  2. Ílátið er vafið inn í efni s.s. pappír eða bómull sem getur tekið í sig allan vökva ef ílát brotnar eða lekur. Ef hentar má setja fyrsta ílát í rennilásapoka (e. ziplock) og nota bóluplast sem fylgir sendingarsetti.
  3. Fyrsta ílát er sett í hlífðarhólk (annað ílát) sem merktur er með UN númeri og Class 6.2 (smitandi efni). Endurnota má ómengaðar umbúðir (1). Setja má fleiri en einn sýnapinna eða glös í sama hlífðarhólk og eru þau þá vafin með uppsogandi efni og tryggt að þau séu aðskilin hvert frá öðru.
  4. Hlífðarhólkur er settur í ytri umbúðir*. Endurnota má ómengaðar umbúðir (1). Umbúðirnar eru með a.m.k. eina hlið sem er 10 x 10 cm að flatarmáli.
  5. Ef innihald fyrsta íláts er > 50 ml þurfa að vera tvær “upp” örvar á ytri umbúðum og fyrsta ílát að snúa í sömu átt.
  6. Beiðni með eftirfarandi upplýsingum er sett í þar til gert hólf í ytri umbúðunum.
      • Auðkenni sjúklings/sýnis
      • Tegund sýnis
      • Rannsókn sem beðið er um
      • Sendandi og viðtakandi
  7. Blað með upplýsingum um innihald, svo sem fjöldi glasa, heildarrúmmál, greiningarpróf sem óskað er eftir, sendanda og móttakanda er límt utan um hlífðarhólkinn. Sjá skjal hér neðar.
  8. Ytri umbúðir eru merktar með (sumt er forprentað):
      • Viðtakandi (consignee, receiver): fullt nafn stofnunar, heimilisfang og nafn og beint símanúmer tengiliðs (með landsnúmeri)
      • Sendandi (consignor, shipper): fullt nafn stofnunar, heimilisfang og nafn og beint símanúmer tengiliðs (með landsnúmeri)
      • Nafn og sími ábyrgðaraðila sem gefur upplýsingar ef neyðarástand skapast vegna sendingar.
      • Flutningsheiti (innihaldslýsing): miði: Infectious substance affecting humans, UN2814, Infectious substance affecting ANIMALS ONLY, UN2900.
      • “Infectious substance” merki, (hvítur með þrem hringjum í efra horni og 6.2 í neðra horni). ATH. að nota merkið sem kemur með kassanum og líma á þartilgerðan reit.
  9. Ef flutningsaðili gerir kröfu um að ytri umbúðir séu settar í plastumslag er það merkt með:
      • Flutningsheiti (innihaldslýsing): miði: Infectious substance affecting humans, UN2814, Infectious substance affecting ANIMALS ONLY, UN2900.
      • “Infectious substance” merki, (hvítur með þrem hringjum í efra horni og 6.2 í neðra horni). Sjá skjal - Límmiðar á efni og úrgang
  10. Fylgiskjöl eru sett í hólf á ystu umbúðum eða látnar fylgja með kassa ef ystu umbúðir eru ekki notaðar. Fylgiskjölin eru:
      • Listi yfir innihald (proforma invoice).
      • Farmbréf. Sjá vef DHL
      • Innflutnings og/eða útflutningsleyfi eða yfirlýsing eftir þörfum (þarf oft innflutningsleyfi ef sent til Bandaríkjanna).

*Ílát í sendingarsettum má ekki nota í sitt hvoru lagi, ein eða með öðrum umbúðum. Þau eru framleidd sem hlutar af sömu pakkningu og hún notuð sem slík.

Upplýsingar um innihald og tengiliði.docxUpplýsingar um innihald og tengiliði.docx
Hide details for Pökkun smitefnis í flokki B: UN 3373Pökkun smitefnis í flokki B: UN 3373
Leyfilegt magn
Hvert sýnaglas má innihalda allt að 1000 ml af vökva eða 4 kg af föstu efni.
Hver pakki má innihald 4 l af vökva eða 4 kg af föstu efni.

Pökkun
  1. Gróður/sýni er í vatns- og lekaheldu íláti (fyrsta ílát), merkt með auðkenni sýnis eða sjúklings.
  2. Ílátið er vafið inn í efni s.s. pappír eða bómull sem getur tekið í sig allankva ef ílát brotnar eða lekur.
  3. Fyrsta ílát er sett í hlífðarhólk (annað ílát). Setja má fleiri en einn sýnapinna eða glös í sama hlífðarhólk og eru þau þá vafin með uppsogandi efni og tryggt að þau séu aðskilin hvert frá öðru.
  4. Beiðni með eftirfarandi upplýsingum í lokuðu umslagi er sett utan við hlífðarhólkinn:
      • Auðkenni sjúklings/sýnis
      • Tegund sýnis
      • Rannsókn sem beðið er um
      • Sendandi og viðtakandi
  5. Ef vill, er blað með upplýsingum um innihald, svo sem fjöldi glasa, heildarrúmmál, greiningarpróf sem óskað er eftir, sendanda og móttakanda er límt utan um hlífðarhólkinn. Sjá skjal hér neðar
  6. Ytri umbúðir eru merktar með (sumt er forprentað):
      • Viðtakandi (consignee, receiver): fullt nafn stofnunar, heimilisfang og nafn og beint símanúmer tengiliðs (með landsnúmeri).
      • Sendandi (consignor, shipper): fullt nafn stofnunar, heimilisfang og nafn og beint símanúmer tengiliðs (með landsnúmeri).
      • Nafn og sími ábyrgðaraðila sem gefur upplýsingar ef neyðarástand skapast vegna sendingar.
      • UN 3373 merki, (5 x 5 cm og í öðrum lit en ytri umbúðir (letur minnst 6 mm hátt og lína utan um merki 2 mm að þykkt).
      • Flutningsheiti (innihaldslýsing): við hliðina á UN3373 merkinu er límt “BIOLOGICAL SUBSTANCE, CATEGORY B » með minnst 6 mm háu letri.
      • Ef pakki er sendur í ábyrgðarpósti (en ekki með hraðflutningsfyrirtæki) er settur grænn “Tollmiði (Douane)” með upplýsingum um innihald, verð og þyngd. Má skrifa: “Diagnostic specimen, no commercial value” og þyngd pakkans.
  7. Ef flutningsaðili gerir kröfu um að ytri umbúðir séu settar í plastumslag er það merkt með: UN 3373 merki, 5 x 5 cm og í öðrum lit en ytri umbúðir (letur minnst 6 mm hátt og lína utan um merki 2 mm að þykkt). Sjá skjal - Límmiðar á efni og úrgang
  8. UN3373 “BIOLOGICAL SUBSTANCE, CATEGORY B » með minnst 6 mm háu letri.UN3373.png Þessi miði er pantaður hjá DHL.
  9. Fylgiskjöl eru sett í hólf á plastumslagi eða látnar fylgja með kassa ef plastumslag er ekki notað. Fylgiskjölin eru:
      • Listi yfir innihald (proforma invoice).
      • Farmbréf. Sjá vef FedEx og DHL.url
Hide details for Sending, fylgiskjöl og skráningSending, fylgiskjöl og skráning
Sending
    1. Öll sjúklingasýni eru send með hraðsendingau merkt UN 3373 og UN 2814 (flokkur A)
    2. Flutningur smitefnis í handfarangri, í innrituðum farangri eða á einstaklingi er bannaður á flugleiðum.

Skráning
Afrit af öllum gögnum eru geymd hjá sendingaraðila
Innihaldslisti Proforma invoice - Eyðublöð má nálgast á vef flutningsaðila,
Hide details for Þurrís eða aukaumbúðirÞurrís eða aukaumbúðir
Gildir um smitefni og sýni til greiningar
  1. Sýni er pakkað í þriggja laga umbúðir og ytri umbúðir merktar sbr. ofar.
  2. Pakkinn er umbúinn í þurrís eða aukaumbúðir. Ef þurrís er notaður þurfa síðustu umbúðir (utan um ísinn) að leyfa útgufun CO2 lofts. Búið er um pakkana innan í þurrís- eða ísmassann þannig að þeir kastist ekki til eftir að ísinn gufar upp eða bráðnar. Mikilvægt er að kassinn hleypi þurrísgufum út (ekki gera loftheldan).
  3. Viðbótarmerkingar á ystu umbúðum eru:
      • “Miscellaneous” miði ef þurrís í pakka (er hvítur með svörtum röndum á efri helming og “miscellaneous” í þeim neðri)
      • Miði sem á stendur: “UN 1845 DRY ICE og (NET QYY KG). Magn ís skráð fyrir framan KG.
  4. Innihaldslisti er festur utan á ystu umbúðir, eða látinn fylgja með og flutningsaðili (DHL) kemur honum fyrir. UN 1845.png Þessi miði er pantaður hjá DHL

Þurrís er pantaður hjá LINDEGAS - Sími 5773000.
Hide details for ViðaukiViðauki
Lýsing: Listinn er úr 19. útgáfu UN Model Regulations. ATH listinn er ekki tæmandi.

INDICATIVE EXAMPLES OF INFECTIOUS SUBSTANCES INCLUDED IN CATEGORY A
IN ANY FORM UNLESS OTHERWISE INDICATED

UN 2814, Infectious substances affecting humans

Bacillus anthracis cultures only
Brucella abortuscultures only
Brucella melitensis cultures only
Brucella suis cultures only
Burkholderia mallei – Pseudomonas mallei – glanders cultures only
Burkholderia pseudomallei – Pseudomonas pseudomallei cultures only
Chlamydia psittaci – avian strains cultures only
Clostridium botulinum cultures only
Coccidioides immitis cultures only
Coxiella burnetii cultures only
Crimean-Congo haemorrhagic fever virus
Dengue virus cultures only
Eastern equine encephalitis virus cultures only
Escherichia coli, verotoxigenic1 cultures only
Ebola virus
Flexal virus
Francisella tularensis cultures only
Guanarito virus
Hantaan virus
Hantaviruses causing haemorrhagic fever with renal syndrome
Hendra virus
Hepatitis B virus cultures only
Herpes B virus cultures only
Human immunodeficiency virus cultures only
Highly pathogenic avian influenza virus cultures only
Japanese Encephalitis virus cultures only
Junin virus
Kyasanur Forest disease virus
Lassa virus
Machupo virus
Marburg virus
Monkeypox virus
Mycobacterium tuberculosis1 cultures only
Nipah virus
Omsk haemorrhagic fever virus
Polioviruscultures only
Rabies viruscultures only
Rickettsia prowazekii, Rickettsia rickettsii cultures only
Rift Valley fever virus cultures only
Russian spring-summer encephalitis virus cultures only
Sabia virus
Shigella dysenteriae type 11 cultures only
Tick-borne encephalitis viruscultures only
Variola virus
Venezuelan equine encephalitis viruscultures only
West Nile viruscultures only
Yellow fever viruscultures only
Yersinia pestis
1For surface transport (ADR) nevertheless, when the cultures are intended for diagnostic or clinical purposes, they may be classified as infectious substances of Category B.

INDICATIVE EXAMPLE

UN 2900, Infectious substances affecting animals only
African swine fever virus (cultures only)
Avian paramyxovirus Type 1 - Velogenic Newcastle disease virus (cultures only)
Classical swine fever virus (cultures only)
Foot and mouth disease virus (cultures only)
Lumpy skin disease virus (cultures only)
Mycoplasma mycoides - Contagious bovine pleuropneumonia (cultures only)
Peste des petits ruminants virus (cultures only)
Rinderpest virus (cultures only)
Sheep-pox virus (cultures only)
Goatpox virus (cultures only)
Swine vesicular disease virus (cultures only)
Vesicular stomatitis virus (cultures only)

Hide details for GæðatryggingGæðatrygging
Þjálfun
Sjá þjálfunarkröfur í hæfnisstjórnunarkerfi Database 'FOCAL Hæfnisstjórnun - Sýklafræðideild', View '4. Job Analysis\b. Tasks', Document 'Sending smitefnis'
Hide details for HeimildirHeimildir
  1. WHO Guidance on regulations for the Transport of Infectious Substances*.
  2. UN Model Regulations - UN Recommendations on the Transport of Dangerous Goods.
  3. Letter Post Manual.Universal Postal Union.

*Leiðbeiningarnar gilda fyrir alla flutningsmáta og byggja á reglum Sameinuðu þjóðanna (UN Model Regulations). Alþjóða póstmálastofnunin (Universal Postal Union), ICAO (International Civil Aviation Organization), IATA (International Air Traffic Association), alþjóðasamþykkt um flutning hættulegra efna á vegum (ADR) ofl. aðilar hafa sett þessar leiðbeiningar í reglur sínar. Íslensk lög og reglugerðir um flutning hættulegra efna taka mið af ofangreindum alþjóðlegum reglum.

Ritstjórn

Ingibjörg Loftsdóttir
Alda Steingrímsdóttir
Auður Ýr Þorláksdóttir - thorlaks
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Hildur Júlíusdóttir
Sigrún H Pétursdóttir
Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir - dagmarsl
Helga Bjarnadóttir
Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
Ásta Karen Kristjánsdóttir - astakk
Erna Knútsdóttir - ernakn

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Maríanna Garðarsdóttir

Útgefandi

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 05/06/2010 hefur verið lesið 35716 sinnum