../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-044
Útg.dags.: 12/01/2023
Útgáfa: 12.0
2.02.20 Enteroveirur (coxsackie, echo, parecho, polio, o.fl.)

Heiti rannsóknar: Kjarnsýrumögnun (PCR). Veiruræktun. Raðgreining (týpugreining).
Samheiti: Coxsackie, echo, parecho, EV71, EVD68 o.fl.
Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH.
Verð: Sjá Gjaldskrár

Ábending:
Ef grunur er um enteroveirusýkingu er ástæða til að taka sýni fyrir veiruræktun/veiruleit.
Meira en 70 enteroveirur eru þekktar hjá mönnum. Einkenni geta m.a. verið í öndunarfærum (misalvarleg), hiti, útbrot og blöðrur, hand-fóta og munn-sjúkdómur, augnsýkingar, hjartasýkingar (gollurshúsbólga), og sýkingar í taugakerfi (heilahimnubólga, heilabólga).

Grunnatriði rannsóknar:
Veiruleit (PCR og/eða veiruræktun)
PCR próf og veiruræktun greina hvort veiran eða erfðaefni hennar sé til staðar í sýninu.
Raðgreining (týpugreining)

Sérstök tímasetning sýnatöku:
Yfirleitt næst bestur árangur ef sýni eru tekin sem fyrst eftir byrjun sjúkdómseinkenna.

Gerð og magn sýnis:
(Gerð og magn kemur fram í linkunum fyrir hverja sýnagerð)

Lýsing sýnatöku:
Saur - sýnataka
Mænuástunga
Öndunarfærastrok - sýnataka
Húðstrok - sýnataka
Þvag - sýnataka
Blóðtaka
Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

Merking, frágangur og sending sýna og beiðna:
Sjá leiðbeiningu: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

Geymsla ef bið verður á sendingu:
Í kæli.

Flutningskröfur:
Má flytja við stofuhita.
Með fyrstu ferð.

Svartími:
PCR: 1-3 virkir dagar eða eftir aðstæðum
Veiruræktun: Fyrsti aflestur eftir 1-2 daga, ræktun getur verið seinleg og lokasvar því dregist.
Raðgreining (týpugreining): Að jafnaði allt að 1-2 mánuðum.

Túlkun:
Sérfræðilæknar veirurannsókna metur þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.


Ritstjórn

Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Máney Sveinsdóttir - maney
Arthur Löve
Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
Guðrún Erna Baldvinsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

Útgefandi

Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/22/2011 hefur verið lesið 14034 sinnum