../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-347
Útg.dags.: 05/16/2023
Útgáfa: 10.0
2.02.23 Saur - sveppir og mýkóbakteríur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Saur - svepparæktun, saur - mýkóbakteríuræktun

Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Svepparannsókn. Grunur um sveppasýkingu í görn eða leit að sveppasýklun í saur.
    Fræðsla um sveppi: Ger- og myglusveppir valda örsjaldan sýkingum í görn, þó að gersveppir finnist í eðlilegri garnaflóru og þráðsveppir berist í görn með fæðu og frá öndunarvegum. Lýst hefur verið örfáum tilfellum af þráðsveppasýkingum í görn sem greindust með saurræktun (4-6). Um gersveppi gildir: (i) Slímhúðarsýking: gersveppir geta sýkt görn á sama hátt og aðrar slímhúðir, en ekki er talið að niðurgangur fylgi slíkum sýkingum; (ii) Niðurgangur: Lýst hefur verið niðurgangi sem var talinn orsakast af ofvexti gersveppa og lagaðist með sveppalyfjameðferð. Sjúklingar voru oftast fullorðnir, inniliggjandi á sjúkrahúsi, höfðu fengið sýklalyf og voru ónæmisbældir. Ekki er þó vitað með vissu hvort gersveppirnir voru raunveruleg orsök einkenna (3); (iii) Sýklun: Stundum er fylgst með sveppasýklun hjá ónæmisbældum sjúklingum; og þá gjarna í tengslum við fyrirbyggjandi sveppalyfjameðferð sem gæti minnkað líkur á ífarandi sveppasýkingu.
    Mýkóbakteríurannsókn. Grunur um sýkingu af völdum M. aviumkomplex hjá alnæmissjúklingum. Leit að M. tuberculosisef grunur er um (i) lungnasýkingu en erfitt er að fá önnur sýni, eða (ii) sýkingu í slímhúð meltingarvegar (7,8).
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Svepparannsókn. Leitað er að gersveppum og þráðsveppum með ræktun.
    Mýkóbakteríurannsókn.Sýni er afmengað með NaOH-acetylcysteini, smásjárskoðað eftir sýrufasta litun með Auramin O og ræktað í BactAlert kolbum og á Lövenstein-Jensen æti í 6 vikur. Þegar sýrufastir stafir ræktast er framkvæmd kjarnsýrumögnun á gróðrinum til að greina mýkóbakteríur til tegundar. Ef M. tuberculosis komplex greinist er leitað að lyfjaónæmisgenum sem skrá fyrir ónæmi gegn rifampicin og isoniazid. Biðja þarf sérstaklega um næmispróf á öðrum mýkóbakteríutegundum.

    Sjá yfirlit yfir faggildar/ófaggildar rannsóknir á Sýkla- og veirufræðideild hér.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Sýni er sett í þurrt saursýnatökuglas (dauðhreinsað, með áfastri skeið í lokinu, sem er utanáskrúfað).
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Hægðir skulu losaðar í hreina bekju eða í kopp sem skolaður hefur verið með sjóðandi vatni, eða á pappír eða plastfilmu sem límd er á klósettsetu. Einnig má leggja pappadisk eða skál í salernisskálina.
      Ef um niðurgang er að ræða skal taka sýnið frá fljótandi hægðum. Ef slím, blóð eða gröftur er til staðar skyldi taka sýni þaðan.
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for FlutningskröfurFlutningskröfur
      Sýni má senda við stofuhita.
      Sérlega mikilvægt er að vanda frágang sýna. Loka íláti vel svo ekki verði leki á sýni úr glasi við flutning. Vandaður frágangur dregur úr líkum á smiti til þeirra er meðhöndla sýnin og auðvelda alla vinnslu.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Svepparannsókn. Neikvæð svör fást eftir 2 vikur. Jákvæð svör geta borist fyrr.
      Mýkóbakteríurannsókn. Neikvæð svör fást eftir 6 vikur. Þegar sýrufastir stafir ræktast eru niðurstöður hringdar til meðferðaraðila, en endanleg greining á bakteríum fylgir síðar.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Neikvæð ræktun útilokar ekki sýkingu af völdum sveppa eða mýkóbaktería.
      Svepparannsókn. Þar sem bæði gersveppir og þráðsveppir geta fundist í görn undir eðlilegum kringumstæðum er túlkun jákvæðrar ræktunar erfið, og háð sveppamagni, sveppategund, einkennum sjúklings, undirliggjandi ástandi ofl.
      Mýkóbakteríurannsókn. Ræktun meinvaldandi tegunda bendir til sýkingar í lungum eða meltingarvegi. Tegundir sem ekki eru meinvaldandi fyrir menn geta borist í meltingarveg með fæðu, og þarf því að túlka niðurstöður út frá mýkóbakteríutegund sem finnst.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Jorgensen JH, Pfaller MA og fél. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook.
    3. Levine J et al. Candida-Associated Diarrhea: A Syndrome in Search of Credibility. Clinical Infectious Diseases 1995;21:881-6
    4. Schell WA et al. Fatal, Disseminated Acremonium strictum Infection in a Neutropenic Host. JOURNAL OF CLINICAL MICROBIOLOGY, May 1996, p. 1333–1336
    5. Kami M et al.The Gastrointestinal Tract Is a Common Target of Invasive Aspergillosis in Patients Receiving Cytotoxic Chemotherapy for Hematological Malignancy. Clin Infect Dis. (2002) 35 (1): 105-106
    6. Gharib A et al. Primary Gastrointestinal Aspergillosis Presenting as Multiple Ulcerated Colonic Masses: a Case Report. Iranian Journal of Pathology (2008)3 (3), 167 - 169
    7. Kéchine AE et al. Detection of Mycobacterium tuberculosis complex organisms in the stools of patients with pulmonary tuberculosis. Microbiology (2009), 155, 2384–2389
    8. Lin PY et al. Lower gastrointestinal tract tuberculosis: an important but neglected disease. Int J Colorectal Dis (2009) 24:1175–1180

      Ritstjórn

      Ólafía Svandís Grétarsdóttir
      Una Þóra Ágústsdóttir - unat
      Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
      Ingibjörg Hilmarsdóttir
      Sara Björk Southon - sarabso

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk
      Ingibjörg Hilmarsdóttir

      Útgefandi

      Sara Björk Southon - sarabso

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 50222 sinnum