../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-074
Útg.dags.: 05/10/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.23 Saur - Clostridioides (Clostridium) difficile leit
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Saur - Clostridioides difficileleit
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Rannsóknin er ætluð til greiningar á Clostridioides difficileí saursýnum frá sjúklingum með niðurgang.

    Aðeins skal framkvæma rannsóknina á saursýnum frá sjúklingum með niðurgang (óformaðar eða fljótandi hægðir 3x á dag í a.m.k. 1-2 daga). Í vissum tilvikum, t.d. ef sterkur grunur er um C. difficilesýkingu, er þó ástæðulaust að bíða með að senda sýni.
    Ef grunur er um C. difficilesýkingu án niðurgangs (t.d. ef ileus er til staðar) má reyna að framkvæma prófin á endaþarmsstroki eða formuðum saur, en óvíst er þá hvort hægt sé að treysta neikvæðri niðurstöðu. Það getur því þurft að greina sjúkdóminn með öðrum hætti (t.d. ristilspeglun).

    Athugið að rannsóknin á ekki við til að staðfesta árangur meðferðar ("test of cure"). Sýkingin telst gengin yfir þegar niðurgangur er ekki lengur til staðar, en sjúklingar geta skilið út C. difficilespora og jafnvel toxín svo vikum skiptir eftir það.
    Hide details for Undirstaða rannsóknarUndirstaða rannsóknar
    Ekkert eitt próf er til í dag sem greinir C. difficilesýkingu með nægilegu næmi og sértæki. Rannsóknin er því framkvæmd í tveimur þrepum, skv alþjóðlegum leiðbeiningum:
      1. Greining toxín-gens C. difficileí saur:
      EntericBio C. difficileer hálfsjálfvirk aðferð til að greina erfðaefni cytotoxin B (tcdB) gensins í Clostridioides difficile.Rannsóknin greinir tilvist gensins, en segir ekki til um hvort það sé tjáð.
      2. Greining eiturefnis (toxíns) C. difficileí saur:
      Sýni sem eru jákvæð fyrir toxíngeni C. difficilefara í framhaldinu (samdægurs, eða næsta virka dag) í Clostridioides difficile toxín A og B - ELISA rannsókn til að greina mögulega toxínmyndun.
    C. difficilebakterían er Gram jákvæður, staflaga, sporamyndandi, loftfælinn tækifærissýkill, en um 3-7% heilbrigðra fullorðinna einstaklinga og um 60-70% heilbrigðra nýbura og ungbarna bera bakteríuna í saur einkennalaust. Rannsóknir hafa sýnt að allt að 20-40% inniliggjandi sjúklinga á sjúkrahúsum geta verið sýklaðir með bakteríunni, en dvalargró (sporar) bakteríunnar lifa lengi í umhverfinu og hún er mikilvæg orsök meltingarfærasýkinga sem áunnar eru á sjúkrahúsum. Aðaláhættuþáttur C. difficilesýkingar er sýklalyfjanotkun, en við sýklalyfjagjöf raskast eðlileg þarmaflóra og bakterían fær tækifæri til að fjölga sér og mynda eiturefni (e. toxin). Aðrir áhættuþættir eru meðal annars notkun magasýruhemjandi lyfja, dvöl á sjúkrahúsi eða dvalarheimili, hár aldur, ónæmisbæling og aðrir undirliggjandi sjúkdómar. Einkenni sýkingar eru niðurgangur, kviðverkir og stundum hiti, en í alvarlegri tilvikum getur sýking leitt til sýndarhimnuristilbólgu (e. pseudomembranous colitis) og einstaka sinnum svæsinnar ristilbólgu með garnastíflu, ristilrofi og jafnvel dauða.
    Clostridioides difficileer algengasta orsök niðurgangs af völdum sýklalyfja ("Antibiotic Associated Diarrhoea", AAD), en fleiri örverur, s.s. C. perfringens, Staphylococcus aureus, Klebsiella oxytoca, Candidaspp. og Salmonellaspp. hafa einnig verið bendlaðar við hann.

    Meinvirkir stofnar C. difficileframleiða tvenns konar eiturefni: enterotoxín A (tcdAgen) og cytotoxin B (tcdBgen). Flestir þessara stofna bera bæði genin en sumir bera eingöngu tcdB. Eiturefnin valda slímhúðarskemmdum, vökvaseytingu og bólgu í þörmum. Sumir stofnar bera auk þess stökkbreytingu í tcdCgeni, sem vanalega bælir eiturefnamyndun, en stökkbreytingin tengist alvarlegri sýkingu með margfaldri eiturefnamyndun. Þessi stökkbreyting er notuð sem auðkenni (e. marker)fyrir "hypervirulent" stofninn 027/NAP1/B1, sem lýst hefur verið í alvarlegum hópsýkingum erlendis.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Dauðhreinsað saursýnatökuglas með eða án flutningsætis (Cary-Blair) og áfastri skeið í lokinu, sem er utanáskrúfað.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Magn sýnis: 2 ml af saur (svarar til 10-20% af flutningsætinu).

      Sýni sem innihalda baríum innhellingarefni henta ekki til rannsóknar.
      Sýkla- og veirufræðideild áskilur sér rétt til að hafna formuðum saur og strokum frá saur eða endaþarmi. Undantekning frá þeirri reglu eru þó sjúklingar með þarmalömun (e. paralytic ileus). Í þeim tilvikum er bæði tekið við formuðum saur og strokum frá saur eða endaþarmi.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Sýnataka: Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar við saursýnatöku. Hægðir má losa í hreina bekju eða í kopp sem skolaður hefur verið með sjóðandi vatni. Ef koppur er ekki við hendina, má losa hægðir á pappír eða plastfilmu sem límd er á klósettsetu. Einnig má leggja pappadisk eða skál í salernisskálina, eða kljúfa plastpoka til að fá stóra plastfilmu sem lögð er á milli salernisskálar og setunnar, þannig að filman myndi einskonar skál í salernisskálinni.
      Ef um niðurgang er að ræða skal taka sýnið frá fljótandi hægðum. Ef slím, blóð eða gröftur er til staðar skyldi taka sýni þaðan.
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for FlutningskröfurFlutningskröfur
      Sýni skulu berast sem fyrst (< 2 klst) á Sýkla- og veirufræðideild.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar

      C. difficile leit er framkvæmd alla virka daga.

      Niðurstaða PCR-prófsins liggur fyrir samdægurs (ef sýnið berst fyrir kl. 9), eða næsta virka dag. Ef PCR prófið er jákvætt (toxíngen til staðar í sýninu), kemur niðurstaða toxín A/B ELISA (frítt toxín í sýninu) samdægurs eða einum virkum degi síðar.

      Í lengri fríum (3ja daga helgar, jól og páskar) eru C. difficilesýni keyrð í EntericBio að jafnaði einu sinni yfir frítímabilið.

      Ef talin er þörf á bráðarannsókn utan dagvinnutíma eða í lengri fríum skal hafa samband við vakthafandi sérfræðilækni á Sýklafræðideild.

      Jákvæðar niðurstöður úr PCR, frá sjúklingum sem liggja á Landspítala, tilkynnast sjálfvirkt sýkingavarnadeild með tölvupósti og lætur sýkingavarnadeild lækni eða hjúkrunarfræðing sjúklings vita af jákvæðri niðurstöðu.

      Hjá inniliggjandi sjúklingum utan Landspítala er jákvæð niðurstaða toxín-leitar með ELISA prófi tilkynnt símleiðis til læknis sjúklings eða hjúkrunarfræðings á viðkomandi deild.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      • Jákvætt svar úr C. difficilePCR gefur til kynnaerfðaefni cytotoxin B (tcdB) gensins sé til staðar í sýninu, en segir ekki til um hvort það sé tjáð eða ekki.
      • Jákvætt svar úr toxín A/B ELISA staðfestir toxín-framleiðslu (frítt toxín í saur).

      Túlkun niðurstaðna er með eftirfarandi hætti en rannsóknarniðurstöður skal ætíð meta með hliðsjón af klínískum einkennum sjúklings:
      • Toxíngenleit með PCR er jákvæð og toxín A/B ELISA er jákvæð: Samræmist Clostridioidesdifficile sýkingu.
      • Toxíngenleit með PCR er jákvæð en toxín A/B ELISA er neikvæð: Niðurstaða C. difficile toxínleitar er óafgerandi. Mögulegar skýringar eru m.a.:
          1. Sjúklingurinn er C. difficileberi án þess þó að vera með C. difficilesýkingu, þar eð bakterían framleiðir ekki toxín. Hafa þarf í huga aðrar orsakir fyrir einkennum sjúklings.
          2. Sjúklingurinn er með C. difficilesýkingu en toxínframleiðsla er undir greinanlegum mörkum prófsins. Íhugið að senda nýtt sýni ef einkenni eru áfram til staðar, sérstaklega ef sterkur grunur er um C. difficilesýkingu.
          3. Sum C. difficilevirk sýklalyf geta mögulega hamið toxín framleiðslu.

        ATH.:
        • Sjúklingur með niðurgang og jákvætt PCR próf, en neikvætt ELISA próf er C. difficile beri. Sjá leiðbeiningar Sýkingavarnadeildar LSH um C. difficile
        • Sjaldan er gagnlegt að endurtaka prófið ef niðurstaðan er óafgerandi þrisvar sinnum.
        • Erfitt er að túlka niðurstöður C. difficileprófa hjá börnum yngri en 3ja ára, því þessi aldurshópur ber oft C. difficileeinkennalaust. Jafnvel þegar niðurstöður C. difficile leitar eru jákvæðar með PCR og/eða ELISA prófum skal hafa í huga aðrar orsakir fyrir einkennum sjúklings. Þetta á einkum við um börn yngri en 1 árs.


    Ritstjórn

    Ólafía Svandís Grétarsdóttir
    Sigríður Sigurðardóttir
    Hjördís Harðardóttir
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Hjördís Harðardóttir

    Útgefandi

    Sara Björk Southon - sarabso

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/30/2010 hefur verið lesið 18742 sinnum