Almennt um mænuástungu
Mænuástunga (lumbar puncture, spinal tap) er aðgerð til greiningar og/eða meðferðar, framkvæmd til að taka sýni úr mænuvökva (cerebrospinal fluid) til lífefnafræðilegra, sýklafræðilegra og frumufræðilegra rannsókna og stöku sinnum sem meðferð til að lækka þrýsting í höfuðkúpu. Ástungan er gerð með aseptískri aðferð.
Sjá nánar í skjali um mænuástungu.
Magn mænuvökva
Um 30 ml af mænuvökva er í lendarskúmshít (lumbar cistern) og líkaminn framleiðir um 20 ml á klukkustund. Því er ályktað að óhætt sé að taka allt að 10 ml af vökva án þess að sjúklingi verði meint af.