../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-349
Útg.dags.: 01/27/2022
Útgáfa: 9.0
2.02.31 Þvag - Streptococcus pneumoniae mótefnavakar
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Þvag - Streptococcus pneumoniae mótefnavakar
Samheiti: PANT
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Leitað er að leysanlegum mótefnavökum Streptococcus pneumoniaeí þvagi við grun um lungnabólgu (eða í mænuvökva við grun um heilahimnubólgu). Mótefnavakarnir eru fjölsykrungar sem eru tengdir frumuvegg allra hjúpgerða Streptococcus pneumoniae (C-polysaccarid). Þessir fjölsykrungar tengjast ekki hjúpgerð bakteríanna. (S. mitishefur þessa fjölsykrunga einnig).
    Prófið virðist vera um 60-90% næmt og 70-90% sértækt.
    Prófið er immunokrómatografískt himnu próf sem greinir leysanlega mótefnavaka (polysaccaríð C) S. pneumoniaeí þvagi eða mænuvökva. Prófið er hægt að gera um leið og sýnið berst á rannsóknarstofuna og tekur um 15 mín.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Þvagsýnaglas
      Mænuvökvi - Dauðhreinsað glas með utanáskrúfuðu loki.
      Önnur áhöld fyrir ástungu á mænuvökva
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      3-10 ml af þvagi (ekki er nauðsynlegt að senda miðbunuþvag)
      Æskilegt magn af mænuvökva er > 1 ml.

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Prófið er hægt að gera um leið og sýnið berst á rannsóknarstofuna og tekur 15 mínútur. Jákvætt svar er hringt.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Samkvæmt framleiðanda er þvagprófið 90% næmt og 71% til 78% sértækt, en samkvæmt nokkrum birtum rannsóknum er næmið 54% til 82% og sértækni frá 83% til 97% (3-9 og 11).
      Prófið getur verið jákvætt í nokkrar vikur eftir pneumokokkalungnabólgu. Samkvæmt einni rannsókn (10) var prófið jákvætt hjá 50% sjúklinga eftir mánuð frá sýkingu, eftir tvo mánuði hjá 35%, eftir 4 mánuði hjá 17% og eftir 6 mánuði hjá 6%. Það virðist ekki frekar verða jákvætt hjá sjúklingum með langvarandi lungnasjúkdóma séu þeir ekki verri af sjúkdómnum (2). Rannsóknir benda til að þvagprófið geti verið falskt jákvætt hjá börnum sem eru einkennalausir pneumokokkaberar í nefkokinu. Ekki er mælt með að nota prófið í fimm sólarhringa eftir S. pneumoniae bólusetningu.
      Neikvætt svar útilokar ekki sýkingu af völdum Streptococcus pneumoniae.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Bæklingur sem fylgir prófinu.PANT package insert.pdf
    2. The NOW S. pneumoniae Urinary Antigen Test Positivity Rate 6 Weeks after Pneumonia Onset and Among Patients with COPD David R. Murdoch, Richard T. R. Laing, and Julie M. Cook CID 2003:37 (1. july),153-4.
    3. J Infect Chemother. 2004 Dec;10(6):359-63.A 3-year prospective study of a urinary antigen-detection test for Streptococcus pneumoniae in community-acquired pneumonia: utility and clinical impact on the reported etiology.Ishida T, Hashimoto T, Arita M, Tojo Y, Tachibana H, Jinnai M.
    4. J Clin Microbiol. 2004 Aug;42(8):3620-5. Comparison of two urinary antigen tests for establishment of pneumococcal etiology of adult community-acquired pneumonia. Stralin K, Kaltoft MS, Konradsen HB, Olcen P, Holmberg H.
    5. Nihon Kokyuki Gakkai Zasshi. 2004 Mar;42(3):247-52.[Usefulness of Streptococcus pneumoniae urinary antigen detection kit and the duration and intensity of reactivity with urinary antigen in patients with pneumonia] Sato N, Takayanagi N, Kurashima K, Tokunaga D, Matushima H, Ubukata M, Yanagisawa T, Sugita Y, Kanazawa M.
    6. Roson B, Fernandez-Sabe N, Carratala J, Verdaguer R, Dorca J, Manresa F, Gudiol F. Contribution of a urinary antigen assay (Binax NOW) to the early diagnosis of pneumococcal pneumonia.Clin Infect Dis. 2004 Jan 15;38(2):222-6. Epub 2003 Dec 18.
    7. Payeras Cifre A, Llado Ferrer B, Ramis Morell F, Cifuentes Luna C, Gallegos Alvarez MC, Perez Seco MC, Bassa Malondra A.[Usefulness of a new fast technique for detection of pneumococcal antigen in the diagnosis of community pneumonia] Rev Clin Esp. 2003 Nov;203(11):521-5.
    8. Sakata H.[Evaluation of rapid urinary antigen test kit for Streptococcus pneumoniae in children with pneumonia or meningitis] Kansenshogaku Zasshi. 2003 Aug;77(8):606-10.
    9. Smith MD, Derrington P, Evans R, Creek M, Morris R, Dance DA, Cartwright K.Rapid diagnosis of bacteremic pneumococcal infections in adults by using the Binax NOW Streptococcus pneumoniae urinary antigen test: a prospective, controlled clinical evaluation.J Clin Microbiol. 2003 Jul;41(7):2810-3.
    10. Eur J Clin Microbiol Infect Dis (2009) 28:197–201 Persistence of Streptococcus pneumoniae urinary antigen excretion after pneumococcal pneumonia F. Andreo , C. Prat , J. Ruiz-Manzano , L. Lores, S. Blanco, M. A. Cuesta , M. Giménez , J. Domínguez
    11. CLINICAL AND VACCINE IMMUNOLOGY, May 2009, p. 672–678 Vol. 16, No. 5 Evaluation of a Rapid Immunochromatographic ODK0501 Assay for Detecting Streptococcus pneumoniae Antigen in Sputum Samples from Patients with Lower Respiratory Tract Infection_Koichi Izumikawa, Suguru Akamatsu et al.


      Ritstjórn

      Ólafía Svandís Grétarsdóttir
      Ágústa Jóna Þorsteinsdóttir
      Hjördís Harðardóttir
      Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
      Sara Björk Southon - sarabso

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Hjördís Harðardóttir

      Útgefandi

      Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 169545 sinnum