../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3360
Útg.dags.: 04/16/2020
Útgáfa: 1.0
25.00.03.15 COVID-19 - vitjun í heimahús frá HERU sérhæfðri líknarþjónustu
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa sýkingavörnum þegar starfsmenn í sérhæfðri líknarþjónustu sinna sjúklingi í heimahúsi á meðan farsótt af völdum COVID-19 er á Íslandi.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    • Metið er hvort þörf er á innliti eða hvort hægt sé að nota meðferðarsímtal eða fjarbúnað.
    • Ef þörf er á lyfjatiltekt er kannað hvort hægt sé að nýta lyfjaskömmtun úr apóteki.
    • Sýkingavarnir gera ekki kröfu um notkun hanska eða grímu nema starfsmaður eða sjúklingur sé með öndunarfæraeinkenni. Hendur eru hreinsaðar fyrir og eftir snertingu við sjúkling. Starfsmaður metur hvort ástæða sé til að klæðast hönskum og skurðstofugrímu í hverju tilfelli fyrir sig.
    • Neðangreint verklag gildir um sjúkling í sóttkví, með grun um eða staðfest COVID-19 smit.

    Undirbúningur komu til sjúklings
    • Deildarstjóri og yfirlæknir HERU skipa teymi hjúkrunarfræðinga og lækna sem fara í vitjanir til COVID-19 smitaðra sjúklinga.
    • Miðað er við að tveir starfsmenn fari saman í vitjun bæði að degi og nóttu.
    • Aðstandandi þarf að vera heima hjá sjúklingi með COVID-19 smit þegar starfsmaður HERU kemur í vitjun. Tryggja þarf að sjúklingur opni ekki sjálfur dyr að heimilinu, þar sem hlífðarbúnaði er klæðst í anddyri.
    • Starfsmenn HERU klæðast starfsmannafatnaði og hafa meðferðis ruslapoka fyrir eigin föt, aukasett af starfsmannafatnaði, tvö sett af hlífðarbúnaði og handspritt.

    Koma til sjúklings
    Starfsmaður klæðist viðeigandi hlífðarbúnaði í anddyri/dyragætt húsnæðis eða eins
    langt frá sjúklingi og hægt er.

    Smitgát
    • Notaður er einnota búnaður eins og hægt er í vitjun til sjúklings. Ef nota þarf margnota búnað er hann geymdur á heimili sjúklings milli vitjana. Hjúkrunarfræðingar HERU sinna almennt ekki umönnun sjúklinga nema deyjandi sjúklinga, heimahjúkrun sinnir annarri umönnun.
    • Starfsmaður má ekki vera með handskart, langar neglur, gervineglur eða naglalakk.
    • Ef upp koma stórvægileg frávik (t.d. rifinn hlífðarsloppur) í notkun hlífðarbúnaðar á starfsmaður að fara í hrein vinnuföt.

    Fræðsla
    Sjúklingi og aðstandanda eru veittar upplýsingar um smitleiðir COVID-19 og mikilvægi handhreinsunar.
    1. Ef sjúklingur er í sóttkví er honum ráðlagt að fylgja leiðbeiningum fyrir almenning varðandi sóttkví í heimahúsi.
    2. Ef sjúklingur er í einangrun er honum ráðlagt að fylgja leiðbeiningum fyrir almenning varðandi einangrun í heimahúsi. Einnig er farið yfir fræðsluefni frá COVID-19 göngudeild með sjúklingi og aðstandendum: COVID-19 - upplýsingar fyrir fullorðna einstaklinga í heimaeinangrun.

    Heimsóknir
    Ráðlagt er að aðeins sömu 1-2 aðstandendur heimsæki sjúkling á þessu tímabili, sjá leiðbeiningar frá Embætti landlæknis.

    Flutningur
    Ef ástand sjúklings kemur í veg fyrir að hann geti verið í einangrun í heimahúsi, þá er hann lagður inn á spítala í samráði við vakthafandi sérfræðing í líknarlækningum. Sjúklingur er þá fluttur í sjúkrabíl. Við pöntun á sjúkrabíl er tekið fram ef sjúklingur er með staðfest smit eða í sóttkví.

    Tímalengd einangrunar
    1. Ef sjúklingur er í sóttkví er henni aflétt skv. verklagi.
    2. Til að einangrun sé aflétt þurfa að vera liðnir 14 dagar frá greiningu COVID-19 og sjúklingur að vera án einkenna í a.m.k. 7 daga. Læknir á COVID-19 göngudeild útskrifar sjúkling úr einangrun.

    Að lokinni vitjun
    • Sorp sem fellur til í vitjun er sett í ruslapoka og bundið fyrir hann.
    • Starfsmaður afklæðist hlífðarbúnaði í anddyri og setur hann í ruslapoka og bindur fyrir.
    • Ruslapoka er hent í ruslatunnu sem tilheyrir húsnæði sjúklings.

    Andlát
    • Ef sjúklingur með COVID-19 smit óskar eftir því að fá að deyja heima er sú ósk rædd við aðstandendur og ákvörðun tekin af yfirlækni og deildarstjóra HERU hvort slíkt sé mögulegt. Ef það er niðurstaðan er rætt við aðstandendur og ákveðið hvaða 1-2 aðstandendur muni sinna umönnun viðkomandi. Veitt er fræðsla um sýkingavarnir og stuðning frá HERU.
    • Ef andlát er yfirvofandi hefur starfsmaður líkpoka meðferðis og auka hlífðarbúnað fyrir starfsmenn útfararstofu. Líkpokar eru til á líknardeild.
    • Eftir andlát er fylgt verklagi um frágang og flutning á líki með COVID-19. Starfsmaður hefur samband sem fyrst við útfararstofu Frímanns og Hálfdans sem sér um flutning látinna COVID-19 smitaðra, í síma 565 9775 hvenær sem er sólarhrings. Starfsmaður tekur á móti starfsmönnum útfararstofu og aðstoðar þá við að klæðast hlífðarbúnaði. Líkpoki er sprittaður áður en starfsmenn útfararstofu afklæðast hlífðarbúnaði, í anddyri heimilis.

    Skráning
    • Hefðbundin skráning í sjúkraskrá.
    • Skráð eru nöfn allra sem fara inn á heimili sjúklings (starfsmenn og aðstandendur) á sérstakt eyðublað sem geymt er í anddyri.

Ritstjórn

Henný Hraunfjörð
Margrét Sjöfn Torp
Kristín Skúladóttir - kristsku
Ásdís Ingvarsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ásdís Ingvarsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir

Útgefandi

Kristrún Þórkelsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/18/2020 hefur verið lesið 497 sinnum