../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3029
Útg.dags.: 03/03/2020
Útgáfa: 3.0
27.00.13.03 Eftirlit með útsettum einstaklingum fyrir COVID-19 (2019-nCoV kórónaveiru) á Landspítala

Útg. 3: Breyting á skráningarblaði fyrir daglega skimun starfsmanna.
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa eftirliti með með starfsmönnum, sjúklingum og aðstandendum sjúklinga sem eru útsettir fyrir 2019-nCoV kórónaveiru á Landspítala.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Útsetttur starfsmaður skráir einkenni og hefur samband við smitsjúkdómalækni ef þörf er á.
    Hjúkrunarfræðingur og læknir sjá um eftirlit með útsettum sjúklingi.
    Aðstandandi/gestur skráir einkenni og hefur samband við sína heilsugæslu eða 1700 ef þörf er á.
    Hide details for Útsettur einstaklingar fyrir COVID-19
Útsettur einstaklingar fyrir COVID-19

    Fylgjast þarf með útsettum einstaklingum í 14 daga eftir síðustu mögulegu útsetningu m.t.t. einkenna um öndunarfærasýkingu.

    Haldin er skrá yfir alla starfsmenn sem sinna sjúklingi með grun um eða staðfesta COVID-19 sýkingu og aðstandendur/gesti sem koma til sjúklings.
    Vaktstjóri ber ábyrgð á skráningu og vistun/geymslu gagna.

    Skrá yfir útsetta starfsmenn og aðstandendur COVID-19.pdfSkrá yfir útsetta starfsmenn og aðstandendur COVID-19.pdf
      Hide details for Útsettur starfsmaðurÚtsettur starfsmaður
      Starfsmenn sem sinna sjúklingum með COVID-19 sýkingu og eru í viðeigandi hlífðarbúnaði við störf sín eru taldir í lítilli hættu á að smitast af sjúklingnum (sjá leiðbeiningar sóttvarnalæknis). Þeir eru engu að síður skráðir á lista yfir starfsmenn sem sinntu sjúklingi með COVID-19 og fylgjast með einkennum skv. leiðbeiningum um daglega skimun heilbrigðisstarfsmanns sem sinnt hefur sjúklingi sem er greindur með COVID-19 - eftirlit með einkennum og skráning.
      Starfsmenn í heimasóttkví fylgjast með einkennum skv. sömu leiðbeiningum:

      dagleg skimun.starfsm.skrán.einkenna 030320.pdfdagleg skimun.starfsm.skrán.einkenna 030320.pdf

      Óvænt atvik:
      Komi upp óvænt atvik, t.d. að starfsmaður sinni sjúklingi án viðeigandi hlífðarbúnaðar eða rof verði á hlífðarbúnaði við umönnun sjúklings, skal hann láta vaktstjóra hjúkrunar og ábyrgan smitsjúkdómalækni vita. Næstu skref ákvörðuð í samræmi við áhættumat.
      Veikindi starfsmanns sem hefur sinnt sjúklingum með COVID-19 sýkingu:
      COVID-19 faraldurinn kemur upp á sama árstíma og inflúensan/aðrar öndunarfæraveirur eru að ganga í samfélaginu. Erfitt er að greina á milli öndunarfæraveirusýkinga nema með sýnatöku. Smitsjúkdómalæknir tekur ákvörðun um sýnatöku skv. áhættumati.

      Ef starfsmaður greinist með COVID-19 er fyllt út skráningareyðublað vegna greiningar á COVID-19 hjá starfsmanni.

      Skráningareyðublað. starfsmaður m. COVID19.pdfSkráningareyðublað. starfsmaður m. COVID19.pdf
      Hide details for Útsettur inniliggjandi sjúklingur án einkennaÚtsettur inniliggjandi sjúklingur án einkenna
      Inniliggjandi sjúklingur sem svarar spurningum skv. "skilgreiningu á COVID-19 tilfelli" játandi, er útsetttur fyrir COVID-19 sýkingu. Fylgjast þarf með einkennum sýkingar hjá honum x3 á dag í 14 daga frá síðustu útsetningu skv. skráningarblaði:

      Hjúkrunarfræðingur sjúklings fer yfir einkennalista skv. skráningarblaði og skráir á blað.
      Ef einkenni koma fram er sjúklingur strax settur í snerti- og dropasmit á deild og haft samband við smitsjúkdónalækni sem kemur og metur sjúkling m.t.t. COVID-19 sýkingar. Ef grunur um COVID-19 og flytja þarf sjúkling í snerti- og úðasmitgát á A7/E6 er haft samband við sýkingavarnadeild m.t.t. flutnings sjúklings.

      Ef sjúklingur útskrifast áður en 14 daga tímabili lýkur færist einkennaeftirlit yfir til heilsugæslu. Hjúkrunarfræðingur sjúklings hefur samband við heilsugæslu og lætur vita af útskrift sjúklings.

      Dagleg skimun.sjúkli.skrán.einkenna.pdfDagleg skimun.sjúkli.skrán.einkenna.pdf
      Hide details for Útsettur aðstandandi/gesturÚtsettur aðstandandi/gestur
      Mikilvægt er að aðstandandi/gestur sem hefur heimsótt sjúkling sem er greindur með COVID-sýkingu, fylgist með einkennum daglega og í 14 daga eftir síðustu útsetningu eða þar til einkenni koma fram.
      Vaktstjóri afhendir aðstandanda/gesti skráningarblað og útskýrir mikilvægi þess að fylgst sé með einkennum.
      Aðstandandi/gestur skilar skráningarblaði til deildar að loknu skráningartímabili.

      Dagleg skimun aðstandanda/gests sem hefur heimsótt sjúkling sem er greindur með COVID-19 sýkingu:

      Dagleg skimun aðstandanda.gests.pdfDagleg skimun aðstandanda.gests.pdf

Ritstjórn

Ásdís Elfarsdóttir
Lovísa Björk Ólafsdóttir - lovisao
Ólafur Guðlaugsson
Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ásdís Elfarsdóttir

Útgefandi

Ingunn Steingrímsdóttir - ingunnst

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 02/11/2020 hefur verið lesið 1570 sinnum