../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-3303
Útg.dags.: 03/26/2021
Útgáfa: 2.0
25.00.13.05 COVID-19 - afbókun komu eða bókun breytt í meðferðarsímtal eða fjarmeðferð
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skráningu þegar bókaðri komu sjúklings er breytt í meðferðarsímtal eða fjarmeðferð vegna COVID-19 faraldurs.
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Fagaðili sem þarf að breyta bókaðri komu sjúklings í símaviðtal eða fjarmeðferð vegna COVID-19 faraldurs eða skrifstofumaður deildar varðandi bókanir sem hægt er að breyta fyrirfram.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Símtal
    Hringt er í sjúkling áður en hann kemur í bókaðan tíma og hann spurður skimunarspurninga fyrir COVID-19. Á sumum deildum er sent SMS í farsíma og sjúklingur beðinn um að láta vita ef skimun er jákvæð.
    1. Valið er form tímabókunar ,,símtal".
    2. Tímalengd símtals er sjálfvalið 10 mín.
    3. Sjúklingur er spurður:
      • Er sjúklingur í sóttkví eða einangrun?
      • Er sjúklingur með einkenni COVID-19: Hiti, hósti, andþyngsli, slappleiki, þreyta, beinverkir og kvefeinkenni. Uppköst og niðurgangur gerist heldur meðal barna. Stundum fylgir tap á lyktar- og bragðskyni.
      • Hvort hann hafi verið í nánu samneyti við einstakling sem
        • Er í sóttkví
        • Er með staðfest COVID-19 smit
    4. Þegar búið er skima sjúkling er merkt í athugasemd við bókun sjúklings: Sk- jákvæð eða
      Sk- neikvæð.
      1. Ef skimun er jákvæð er bókun afbókuð og ástæðan frestun vegna tilmæla almannavarna" valin. Ef nauðsynlegt er að sjúklingur komi er unnið samkvæmt verklagi um móttöku sjúklings í sóttkví eða einangrun.
      2. Ef skimun er neikvæð og:
        1. metin er þörf ásjúklingur komi í bókaðan tíma: Farið í bókun sjúklings, og skrifað í athugasemd: sk- neikvæð.
        2. ekki er talin þörf á að sjúklingur mæti er honum boðið upp á viðtal í gegnum síma eða með fjarfundar möguleika (sjá hér að neðan).
    5. Að loknu símtali er það merkt „símtal lokið“ í afgreiðslukerfi.
    6. Niðurstaða símtals er skráð í eyðublaðið símtal/tölvupóstur í viðkomandi lotu og það staðfest.
    Bókaðri komu breytt í símaviðtal eða afbókun á komu
    Bókuð koma er merkt Mætti ekki" og valið:
    1. Frestun vegna tilmæla almannavarna (neðst í fellivalslista): Þetta er gert ef ákveðið er að veita símaviðtal eða fresta bókuðum tíma.
    2. Tími fluttur vegna veikinda starfsmanns: Valið ef starfsmaður er veikur. Í athugasemd er skráð COVID eða sóttkví ef við á.
    3. Veikur heima: Valið ef sjúklingur er veikur og kemur ekki af þeirri ástæðu. Í athugasemd er skráð COVID eða sóttkví ef við á.

    Meðferðarsímtal
    1. Notað er form tímabókunar símtal þegar hringt er í sjúkling.
    2. Tímalengd símtals er sjálfvalið 10 mínútur en hægt er að breyta henni til samræmis við áætlaðan tíma.
    3. Skráð er í athugasemd Meðferðarsímtal. Mikilvægt er að skrifa orðið Meðferðarsímtal alltaf eins (stór stafur M og aðrir stafir litlir) vegna talningar úr kerfinu síðar meir.
    4. Merkt er í lok meðferðarsímtals „símtal lokið“ afgreiðslukerfinu.
    5. Símtal tengist ekki meðferðarlotu og því þarf að stofna ný samskipti „Símtal“ undir síðustu komu sjúklings og niðurstaða símtals skráð í viðeigandi meðferðarlotu í eyðublaðið „Símtal/tölvupóstur“. Ef sjúklingur á ekki meðferðarlotu er símtal og eyðublað þess skráð undir samskipti (neðst í trénu). Ef sjúklingur kemur í áframhaldandi þjónustu eru samskipti flutt síðar á fyrstu komu í ferlilotu.
    6. Ekki er tekið gjald fyrir meðferðarsímtal.
    Fjarmeðferð
    Notað er form tímabókunar fjarfundur þegar myndsímtal er milli fagaðila og sjúklings
    1. Valið er form tímabókunar: Fjarfundur.
    2. Lengd fjarfundar/viðtals er sjálfvalið 60 mínútur.
    3. Merkt er í upphafi fjarmeðferðar „komin“ í afgreiðslukerfinu og að því loknu „farinn“.
    4. Skráð er í athugasemd nafnið á þeirri tímabókun sem hefði verið valið.
    5. Fjarfundur tengist lotu og skráist því eins og um komu að ræða í meðferðarlotu sjúklings.
    6. Niðurstaða viðtals er skráð í göngudeildarskrá með viðeigandi greiningum, kóða og texta. Að lokum er nóta staðfest.
    7. Ekki er tekið gjald fyrir fjarmeðferð.

Ritstjórn

Anna María Þórðardóttir
Júlíana Guðrún Þórðardóttir - julianag
Margrét Sjöfn Torp

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Elísabet Benedikz

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 03/26/2020 hefur verið lesið 844 sinnum