../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-064
Útg.dags.: 04/21/2023
Útgáfa: 11.0
2.02.31 Hepatitis E (lifrarbólga E)
      Heiti rannsóknar: Mótefnaleit (IgG, IgM), (sent utan). Kjarnsýrumögnun (RT-PCR), (sent utan)
      Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending
      Lifrarbólga, búið að útiloka lifrarbólgur A, B og C. Grunur um (fecal-oral) smit með saurmenguðu vatni, smit frá manni eða dýri, blóðsmit eða meðgöngusmit.

      Grunnatriði rannsóknar:
      Mótefnaleit greinir hvort sýnið innihaldi IgM og/eða IgG mótefni gegn HEV.
      PCR prófið er notað til að greina hvort veiran eða erfðaefni hennar er til staðar í sýninu.

      Sérstök tímasetning sýnatöku:
      Við grun um nýja sýkingu er ráðlegt að senda heilblóðsýni í mótefnamælingu og EDTA-blóðsýni í PCR.

      Gerð og magn sýnis

      Mótefnamæling:
      Heilblóð (með geli (gul miðja) eða án gels ≥ 4 ml), eða EDTA blóð ( , ≥ 4 ml).
      Í prófið þarf að lágmarki 1 ml af sermi eða plasma.


      PCR:
      Heilblóð (með geli (gul miðja) eða án gels ≥ 4 ml), eða EDTA blóð ( , ≥ 4 ml).
      Í prófið þarf að lágmarki 1 ml af sermi eða plasma.
      Einnig er má senda saursýni (helst >3 skeiðar í saurprufuglasi).


      Lýsing sýnatöku
      Blóðtaka
      Saursýni - sýnataka
      Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs.
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
      Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður

      Svar
      Erfitt er að áætla biðtíma eftir svari, vegna þess að sýnin eru prófuð erlendis. Að jafnaði innan 2 vikna.

      Túlkun
      Mótefnaleit: Við nýja sýkingu myndast bæði IgM og IgG. Ef einungis IgG greinist er það merki um fyrri sýkingu.
      PCR: Jákvæð PCR próf benda til virkrar sýkingar.
Sérfræðilæknir veirurannsókna metur þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.

    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 03/22/2017 hefur verið lesið 852 sinnum

    File Attachment Icon
    sdarticle.pdf