../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsvið-197
Útg.dags.: 12/28/2022
Útgáfa: 3.0
2.03 Hægðir - sýnataka

Ílát og áhöld
  • Glös fyrir hægðasýni með utaná skrúfuðu loki með eða án flutningsætis. Sjá nánar í þjónustuhandbók rannsóknarsviðs.
  • Ílát til að safna hægðum í:
    • Bekja eða koppur skolaður með sjóðandi vatni.
    • Pappír, hreint dagblað eða plastfilma (strengd yfir brúnir salernis).
    • Pappadiskur eða skál.
Auðkenni sjúklings
Sýnaglös eru merkt með nafni, kennitölu og dagsetningu fyrir sýnatöku og borin saman við persónuauðkenni á beiðni. Ef sjúklingur er ófær um að veita þessar upplýsingar sjálfur er auðkenni staðfest af hjúkrunarfræðingi, lækni, aðstandanda eða af spítalaarmbandi.

Undirbúningur sjúklings
Ef sjúklingur þarf að pissa er æskilegt að það sé gert áður en hægðasýnið er tekið.

Lýsing sýnatöku
  1. Ílát, pappír eða plastfilma er sett í salernið til að grípa hægðir (sjá lista ofar).
  2. Gengið er úr skugga um að sýnið geti ekki snert innri hliðar salernis.
  3. Hæðir losaðar.
  4. Skeiðin í loki sýnatökuglassins er notuð til að taka viðeigandi magn sýnis (sjá þjónustuhandbók).
  5. Ef um niðurgang er að ræða er sýnið tekið frá fljótandi hægðum. Ef slím, blóð eða gröftur er til staðar er sýnið tekið þaðan. Ef erfitt er að ná fljótandi sýni með skeið er ráð að draga það upp í sprautu eða þvagprufuglas og færa yfir í hægðasýnaglasið.
  6. Lokið skrúfað vandlega á glasið. Ef sýni er tekið í heimahúsi er það sett í plastpoka og lokað fyrir.
  7. Allt sem notað var við sýnatöku sett í plastpoka, honum lokað og fargað.
  8. Hendur þvegnar vandlega með sápu og vatni.
  9. Gengið frá sýni til sendingar skv. leiðbeiningum um útfyllingu beiðna, merkingu, frágang og sendingu sýna.
  10. Sýni skilað eins fljótt og auðið er til viðkomandi rannsóknarstofu. Geymt í kæli ef bið verður að sendingu, sjá nánar um geymslutíma í þjónustuhandbók.

Ritstjórn

Alda Steingrímsdóttir
Auður Ýr Þorláksdóttir - thorlaks
Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
Dagmar Sigríður Lúðvíksdóttir - dagmarsl
Erna Knútsdóttir - ernakn
Fjóla Margrét Óskarsdóttir
Gunnhildur Ingólfsdóttir
Helga Bjarnadóttir
Hildur Júlíusdóttir
Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
Sara Björk Southon - sarabso
Sigrún H Pétursdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Gunnhildur Ingólfsdóttir

Útgefandi

Kristín Jónsdóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 08/25/2015 hefur verið lesið 2219 sinnum