../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-574
Útg.dags.: 01/21/2021
Útgáfa: 7.0
2.02.40 Öndunarfæri - Bordetella pertussis PCR
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Bordetella pertussis PCR
Samheiti: Kíghósti PCR
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um kíghósta.
    Grunur um kíghóstasmit og líkur á að einstaklingur sé smitandi.

    Kíghósti (pertussis) er alvarleg öndunarfærasýking, einkum hjá ungum börnum, en hjá unglingum og fullorðnum einkennist sýkingin af þrálátum hósta. Hóstaköstin geta verið það áköf að sjúklingurinn blánar upp þar til kastinu lýkur og hann andar að sér með einkennandi soghljóði. Kíghósta veldur bakterían Bordetella pertussisog má rekja meinmyndun sýkingarinnar til framleiðslu bakteríunnar á eiturefnum (toxínum). Bakterían er mjög kröfuhörð um ræktunaræti, vex hægt og greinist því ekki við almenna ræktun. Bordetella parapertussis og Bordetella holmesii eru náskyldar bakteríur sem geta valdið einkennum sem líkjast kíghósta. Við grun um kíghósta er á sýkla- og veirufræðideild Landspítala leitað að erfðaefni ofangreindra þriggja baktería í nefkokssýni. Leit að erfðaefni bakteríunnar er mun fljótlegri og næmari aðferð til greiningar en ræktun og með henni er unnt að greina lítið magn bæði lifandi og dauðra baktería; sértæki er því hátt. Næmi aðferðarinnar minnkar eftir því sem sýkingin hefur staðið lengur, en talið er mögulegt að greina erfðaefnið í allt að 4-6 vikur frá upphafi veikinda.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Við greiningu er leitað er þremur markröðum með rauntíma PCR aðferð; innskotsröðunum (e. insertion sequence) IS481, sem finnst í B. pertussisog B. holmesii, IS1001 sem finnst í B. parapertussis,og hlS1001 (IS1001 like element) sem finnst eingöngu í B. holmesii. Hver markröð er til staðar í nokkrum eintökum í erfðamengi bakteríunnar sem eykur næmi prófsins.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku
      Taka skal sýni sem fyrst eftir upphaf veikinda, en talið er reynandi að greina erfðaefni bakteríunnar í allt að 6 vikur eftir að einkenni byrja. Athugið að veikindin byrja með almennum einkennum, t.d. hitavellu, kvefi og vægum hósta (e. catarrhal stage), og hóstaköstin (e. paroxysmal stage) byrja ekki fyrr en 1-2 vikum seinna.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Nefkoksskol er æskilegt, en nefkoksstrok er líka gott sýni.
      - Bakterían festist við bifháraþekju öndunarfæranna. Nefkokið er þakið bifháraþekju en hálsinn flöguþekju. Hálsstrok er því mun lakara sýni. Berist sýni frá hálsi er það unnið, en niðurstöðunni er svarað með athugsemdinni: Hálssýni henta síður til greiningar á B. pertussis en nefkokssýni og því ber að túlka neikvæða niðurstöðu með fyrirvara".

      Unnt er að framkvæma rannsóknina á góðu sýni frá neðri öndunarfærum, til dæmis berkjuskoli.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Nota skal strokpinna með mjúku skafti sem er sveigt lítillega til að pinninn nái betur aftur í nefkokið. Pinnanum er stungið upp í nösina og reynt að ná eins langt aftur og mögulegt er. Æskilegt er að hann liggi augnablik upp að slímhúðinni.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Senda skal sýnið eins fljótt og mögulegt er, helst innan sólarhrings. Best er að geyma sýni í kæli ef bið verður á sendingu sýnis til þess að hægja á niðurbroti erfðaefnis. Þurfi að geyma sýnið í lengri tíma (meira ein einn til tvo daga) er best að frysta það.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Svar liggur að jafnaði fyrir næsta virka dag eftir að sýni berst sýkla- og veirufræðideild.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Jákvætt svar bendir til þess að erfðaefni sé til staðar í öndunarfærum sjúklingsins en það gefur ekki til kynna hvort bakterían sé lifandi eða dauð þar sem erfðaefni magnast upp í báðum tilfellum.
      Neikvætt svar útlokar ekki kíghóstasýkingu.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Jorgensen JH, Pfaller MA og fél. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    2. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.
    3. Hannah C. Cox, Kevin Jacob, David M. Whiley, Cheryl Bletchl, Graeme R. Nimmo, Michael D. Nissen, Theo P. Sloots. Further evidence that the IS481 target is suitable for real-time PCR detection of Bordetella pertussis.Pathology (2013), 45(2), February.
    4. Karen B. Register and Gary N. Sanden.Prevalence and Sequence Variants of IS481 in Bordetella bronchiseptica:Implications for IS481-Based Detection of Bordetella pertussis. JOURNAL OF CLINICAL MICROBIOLOGY, Dec. 2006, p. 4577–4583 Vol. 44, No. 12

    Ritstjórn

    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Freyja Valsdóttir
    Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Lena Rós Ásmundsdóttir - lenaros

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 09/30/2011 hefur verið lesið 46529 sinnum