../
IS
Gæðahandbók
Breytingartillaga
Prenta
Senda
Loka
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-333
Útg.dags.: 04/28/2014
Útgáfa: 4.0
2.02.07.40 Öndunarfæri - Barnaveiki
Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar:
Sýni frá neðri öndunarfærum - Barnaveikiræktun
Samheiti:
Corynebacterium diphtheriae
ræktun
Pöntun:
Beiðni um sýklarannsókn
eða
Cyberlab innan LSH
.
Verð:
Sjá
Gjaldskrá
Ábending
Ábending
Grunur um barnaveiki.
Grunur um að einstaklingur beri barnaveikibakteríuna,
Corynebacterium diphtheriae
og sé smitandi.
Corynebacterium diphtheriae
bakterían finnst eingöngu hjá mönnum. Hún sest yfirleitt að í hálsinum en getur líka sýkt sár. Bakterían getur valdið slæmri hálsbólgu, einkennandi er hvítleit skán sem nær mislangt niður í öndunarfærin. Bakterían gefur frá sér sterkt eiturefni sem bælir eggjahvítuframleiðslu í frumum spendýra. Eitrið hefur áhrif á allar frumur líkamans, einkennin eru oftast mest frá hjarta, taugum og nýrum. Öndunarfærasýkingin getur verið banvæn, en það eru að jafnaði áhrif þessa eiturs sem bana sjúklingum. Erfðaefni eitursins berst í bakteríuna með bakteríuveirum (bacteriophage), en einungis sýktar bakteríur láta frá sér eitur.
Meðferð við sýkingu er móteitur, sem virkar einungis á eitrið áður en það kemst inn í frumur og því er mikilvægt að gefa það sem fyrst. Að auki eru gefin sýklalyf til að hindra að eitur myndist, lækna staðbundnu sýkinguna og hindra smit. Yfirleitt er mælt með pensillíni og erythromycini.
Hægt er að bera barnaveikibakteríuna í hálsinum án þess að veikjast.
Tvær náskyldar tegundir,
Corynebacterium ulcerans
og í minna mæli
Corynebacterium pseudotuberculosis
geta myndað samskonar eitur og
Corynebacterium diphtheriae.
Báðar sýkja aðallega önnur dýr en menn..
Corynebacterium ulcerans
er þó vel þekkt sem sýkingavaldur hjá mönnum og getur valdið svipuðum sýkingum og
C. diphtheriae,
hálsbólgu með skán og
sárasýkingum.
Corynebacterium pseudotuberculosis
veldur mun sjaldnar sýkingum hjá mönnum
, og þá helst granulomatous lymphadenitis hjá bændum og dýralæknum.
Barnaveiki skal tilkynna til sóttvarnalæknis.
Mögulegar viðbótarrannsóknir:
Grunnatriði rannsóknar
Grunnatriði rannsóknar
Leitað er að
Corynebacterium diphtheriae
ásamt
C. ulcerans
og
C. pseudotuberculosis
(þótt ólíklegt sé að síðarnefnda bakterían greinist)
. Ræktist einhverjar þessara baktería þarf að senda þær utan til að kanna hvort þær myndi eitur.
Sýnataka
Sýnataka
Ílát og áhöld
Ílát og áhöld
Bakteríuræktunarpinni sjá
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Gerð og magn sýnis
Gerð og magn sýnis
Stroksýni frá sýktu svæði
Lýsing sýnatöku
Lýsing sýnatöku
Við grun um barnaveiki er stífum bakteríuræktunarpinna strokið á sýkt svæði, gjarna í grennd við skán. Við grun um að einstaklingur beri barnaveikibakteríuna skal taka nefkoksstrok,
sjá leiðbeiningar.
Við grun um húðsýkingu er tekið strok frá húð, nefkoki og hálsi.
Örugg losun sýnatökuefna og áhalda
Sending og geymsla
Sending og geymsla
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Merking, frágangur og sending sýna og beiðna
Geymsla ef bið verður á sendingu
Geymsla ef bið verður á sendingu
Sýni skal helst senda strax, annars skal það geymt í kæli eða stofuhita mest í einn sólarhring.
Flutningskröfur
Flutningskröfur
Má flytja við stofuhita.
Niðurstöður
Niðurstöður
Svar
Svar
Neikvætt svar berst eftir 3 daga, jákvætt svar gæti tekið lengri tíma. Sé grunur um að sýnið sé jákvætt er hringt til sendanda.
Túlkun
Túlkun
Jákvæða ræktun skal alltaf taka alvarlega þar sem bakterían er ekki hluti eðlilegs bakteríugróðurs.
Barnaveiki skal tilkynna til sóttvarnalæknis.
Heimildir
Heimildir
Manual of Clinical Microbiology
. ASM Press, Washington D.C.
Garcia LS og fél.
Clinical Microbiology Procedures Handbook
. ASM Press, Wasington D.C.
Ritstjórn
Guðrún Svanborg Hauksdóttir
Erla Sigvaldadóttir
Theódóra Gísladóttir
Samþykkjendur
Ábyrgðarmaður
Guðrún Svanborg Hauksdóttir
Útgefandi
Upp »