../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-333
Útg.dags.: 11/24/2022
Útgáfa: 7.0
2.02.40 Öndunarfæri - Barnaveiki
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Sýni frá hálsi, nefkoki og/eða húð (sýkingu eða sári) - Barnaveikiræktun
Samheiti: Corynebacterium diphtheriaeræktun
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Grunur um barnaveiki. Vinsamlega tilkynnið sýkladeild ef grunur er um barnaveiki hjá sjúkling þar sem sérstök atriði gilda um sýnatöku og æti til greiningar.
    Grunur um að einstaklingur beri barnaveikibakteríuna, Corynebacterium diphtheriaeog sé smitandi.
    Corynebacterium diphtheriaebakterían finnst eingöngu hjá mönnum. Hún sest yfirleitt að í hálsinum en getur líka sýkt sár. Bakterían getur valdið slæmri hálsbólgu, einkennandi er hvítleit skán sem nær mislangt niður í öndunarfærin. Bakterían gefur frá sér sterkt eiturefni sem bælir eggjahvítuframleiðslu í frumum spendýra. Eitrið hefur áhrif á allar frumur líkamans, en einkennin eru oftast mest frá hjarta, taugum og nýrum. Öndunarfærasýkingin getur verið banvæn, en það eru að jafnaði áhrif þessa eiturs sem bana sjúklingum. Erfðaefni eitursins berst í bakteríuna með bakteríuveirum (bacteriophages), en einungis sýktar bakteríur gefa frá sér eitur.
    Meðferð við sýkingu er móteitur, sem virkar einungis á eitrið áður en það kemst inn í frumur og því er mikilvægt að gefa það sem fyrst. Að auki eru gefin sýklalyf til að hindra að eitur myndist, lækna staðbundnu sýkinguna og hindra smit. Yfirleitt er mælt með penisillíni og erythromycini.
    Hægt er að bera barnaveikibakteríuna í hálsinum án þess að veikjast.
    Tvær náskyldar tegundir, Corynebacterium ulceransog í minna mæli Corynebacterium pseudotuberculosisgeta myndað samskonar eitur og Corynebacterium diphtheriae.Báðar sýkja aðallega önnur dýr en menn. Corynebacterium ulceranser þó vel þekkt sem sýkingavaldur hjá mönnum og getur valdið svipuðum sýkingum og C. diphtheriae:hálsbólgu með skán og sárasýkingum. Corynebacterium pseudotuberculosisveldur mun sjaldnar sýkingum hjá mönnum, og þá helst granulomatous lymphadenitis hjá bændum og dýralæknum.
    Barnaveikitilfelli skal tilkynna til sóttvarnalæknis.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Leitað er að Corynebacterium diphtheriaeásamt C. ulcerans og C. pseudotuberculosis(þótt ólíklegt sé að síðastnefnda bakterían greinist). Ræktist einhverjar þessara baktería þarf að senda þær utan til að kanna hvort þær myndi eitur.
    Hide details for FaggildingFaggilding
    Sjá yfirlit yfir faggildar/ófaggildar rannsóknir á Sýkla- og veirufræðideild hér.

Hide details for SýnatakaSýnataka
    Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
    Við grun um barnaveiki er stífum bakteríuræktunarpinna strokið á sýkt svæði, gjarna í grennd við skán eða undir skán. Sýni frá fleiri en einum stað auka líkur á greiningu bakteríunnar. Við grun um að einstaklingur beri barnaveikibakteríuna skal taka nefkoksstrok, sjá leiðbeiningar. Við grun um húðsýkingu er tekið strok frá húð (sýkingu eða sári), nefkoki og hálsi.

    Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
    Hide details for SvarSvar
    Neikvætt svar berst eftir 3 daga, jákvætt svar gæti tekið lengri tíma. Sé grunur um að sýnið sé jákvætt er hringt til sendanda.
    Hide details for TúlkunTúlkun
    Jákvæða ræktun skal alltaf taka alvarlega þar sem bakterían er ekki hluti eðlilegs bakteríugróðurs.
    Barnaveikitilfelli skal tilkynna til sóttvarnalæknis skv. reglugerð nr 221/2012 um skýrslugerð vegna sóttvarna.

Hide details for HeimildirHeimildir
  1. Jorgensen JH, Pfaller MA og fél. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Wasington D.C.
  2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Wasington D.C.

Ritstjórn

Hjördís Harðardóttir
Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
Sara Björk Southon - sarabso

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Hjördís Harðardóttir

Útgefandi

Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 68906 sinnum