../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-353
Útg.dags.: 10/06/2023
Útgáfa: 1.0
2.02.01 Blóðvatnspróf - Helicobacter pylori
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Blóðvatnspróf - Helicobacter pylori.
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn (veirufræðibeiðni) eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Efri meltingaróþægindi (dyspepsia), magaverkir, langvarandi blóðleysi (anemia)1

    Til að sýna fram á upprætingu H. pylorieftir meðferð, svo og til greiningar endursýkingar er mælt með rannsóknunum Saur - Helicobacter pylorimótefnavakaleit eða urea öndunarprófi (e. Urea Breath Test, UBT).

    Ef meðferð ber ekki árangur er mælt með magaspeglun og vefjasýnatöku til ræktunar og næmisprófana á bakteríunni.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir: Helicobacter pylorimótefnavakaleit í saur. Urea öndunarpróf (e. Urea Breath Test, UBT). Magaspeglun m/sýnatöku fyrir ureasapróf (e. rapid urease test), vefjafræðirannsókn og/eða ræktun og næmispróf.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Að mæla Helicobacter pyloriIgG mótefni í sermi. Rannsóknaraðferðin er Enzyme-Linked Immunosorbent Assay (ELISA), sem byggir á notkun plastbrunna sem eru húðaðir með mótefnavökum. Mótefni í sermi sjúklings bindast við mótefnavakana og bindingin verður mælanleg þegar ensímmerkt mótefni (conjugate - oft antihuman immunoglobulin unnið úr geitum), tengist bundnu mannamótefnunum. Þegar hvarfefni (substrati) er bætt út í brunnana taka tengingarnar á sig mælanlegan lit.
    Í þessu prófi, sem er magnbundin mæling, eru notaðir mótefnavakar H. pylori.2

    Helicobacter pylorier algengasta langvarandi bakteríusýkingin og tengist sjúkdómum í efri hluta meltingarvegar: langvarandi magabólgum (e. chronic gastritis), maga- og skeifugarnarsárasjúkdómi (e. peptic ulcer disease), magakrabbameini (e. gastric adenocarcinoma) og gastric mucosa associated lymphoid tissue (MALT) lymphoma3. Auk þess getur H. pylori sýking valdið óbeint öðrum sjúkdómum, eins og blóðleysi4. H. pylori hefur h.v. ekki verið bendluð við vélindabakflæði (e. gastroesophageal reflux disease, GERD).
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Glas fyrir heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels Litur tappa fer eftir framleiðanda glasanna. Aðalatriðið er blóð án storkuvara.

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Niðurstaðan er gefin út sem mæligildi ásamt viðmiðunarmörkum.
      Jákvætt sýni: >50 U/ml
      Óafgerandi: 35-50 U/ml
      Neikvætt sýni: <35 U/ml
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Neikvæð niðurstaða (<35 U/ml): Að öllu jöfnu gott neikvætt forspárgildi: 90%2. Neikvætt sýni útilokar þó ekki bráða sýkingu því 2-7% sjúklinga með bráða H. pylorisýkingu eru IgG neikvæðir (en IgA jákvæðir). Einnig gæti sýnið verið tekið of snemma í sjúkdómsferlinu. Í slíkum tilvikum skal taka nýtt sýni e. uþb. 2 vi. til samanburðar2.
      Jákvæð niðurstaða (>50 U/ml): Skal ávallt túlka með tilliti til sögu og einkenna sjúklings. Greinir ekki á milli hvort sýking er virk eða óvirk. IgG getur haldist jákvætt mánuðum eða árum saman eftir sýkingu.2 Á svæðum þar sem algengi H. pylorier lágt (< 20%) aukast þar að auki líkurnar á falskt jákvæðu prófi verulega. Því ætti alltaf að staðfesta virka sýkingu með leit að mótefnavaka í saur eða urea öndunarprófi.3
      Hægt er að sýna fram á lækkun á IgG gildum í pöruðum blóðsýnum úr bráða- og endurbatafasa (3-6 mán., eða síðar) til að staðfesta upprætingu sýkingar (helmingslækkun á magni mótefna)1. Þetta getur gagnast vel í vísindarannsóknum, en er ekki hentugt til að meta svörun við meðferð í klínísku umhverfi - þar eru mótefnavakaleit í saur eða öndunarpróf mun betri kostir.


    Ritstjórn

    Hjördís Harðardóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho
    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
    Sara Björk Southon - sarabso

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Hjördís Harðardóttir

    Útgefandi

    Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 05/09/2011 hefur verið lesið 686 sinnum