../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-059
Útg.dags.: 05/03/2024
Útgáfa: 16.0
2.02.27 Hepatitis A (lifrarbólga A)
      Heiti rannsóknar: Mótefnaleit (heildar mótefni (IgM og IgG-leit) eða IgM-leit). Kjarnsýrumögnun (RT-PCR).
      Pöntun: Beiðni um veirurannsókn eða Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending
      Grunur um bráða lifrarbólgu A sýkingu eða athugun á ónæmi í kjölfar lifrarbólgu A sýkingar eða bólusetningar.

      Grunnatriði rannsóknar
      Heildar HAV mótefni (Anti-HAV (total) verða jákvæð snemma í lifrarbólgu A sýkingunni.
      Í kjölfar náttúrulegrar sýkingar eða bólusetningar má greina IgG mótefni eftir u.þ.b. 2 vikur, og þau greinast yfirleitt alla ævi.
      Gera má ráð fyrir að um bráða lifrarbólguveiru A sýkingu sé að ræða ef Anti-HAV IgM mótefni greinast eða erfðaefni veirunnar greinist. Anti-HAV IgM mótefni greinast jafnan við upphaf sjúkdóms og hverfa yfirleitt 3-4 mánuðum síðar. Erfðaefni veirunnar er greinanlegt í upphafi sjúkdóms í blóði en veiran getur skilist lengur út með saur.

      Svar: Allt að sjö virkir dagar.
      HAV IgM: að jafnaði gert einu sinni í viku.

      Túlkun:
Sérfræðilæknir veirurannsókna metur þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.


    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Máney Sveinsdóttir - maney

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 04/01/2011 hefur verið lesið 15187 sinnum