../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-201
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 9.0
2.02.23 Sár - bakteríur, sveppir
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Yfirborðssár - almenn ræktun, Yfirborðssár - svepparæktun
Samheiti:
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Bakteríurannsókn. Grunur um sýkt sár. Sýkingareinkenni umhverfis sárið; roði, hiti, bólga og verkur.
    Bakteríur taka sér fljótlega bólfestu í brunasárum, og fótasár og legusár eru að jafnaði þakin bakteríum. Það er mjög mikilvægt að taka sýni djúpt úr þessum sárum ef ræktunin á að gefa gagnlegar upplýsingar, helst vefjabita (sjá leiðbeiningar um vefjasýni).
    Svepparannsókn. Grunur um sveppasýkingu í: (i) Skurðsárum eftir aðgerðir; (ii) alvarlegum brunasárum; (iii) sárum sem verða til í kjölfar áverka og eru líkleg til að hafa mengast af umhverfissveppum. Einnig hefur myglusveppasýkingum verið lýst undir plástrum á æðaleggjum og í viðkvæmri, soðinni ungbarnahúð. Í framangreindum tilvikum er helst hætta á myglusveppasýkingum, t.d. af völdum Aspergillus og Fusarium. Gersveppir sýkja sjaldan sár, en geta sýkt húð og valda þá roðahellu og útbrotum (sjá leiðbeiningar um húðsýni).
    Almennt er ekki mælt með svepparæktun úr opnum sárum, öðrum en þeim sem lýst er ofar, vegna tíðrar mengunar af völdum baktería og umhverfissveppa, sem eru sjaldnast sýkingarvaldar.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Bakteríuræktun. Strok úr sárum eru ræktuð í andrúmslofti í 2 sólarhringa. Vefjabitar eru ræktaðir í fimm daga í lofti og loftfirrt. Meintir sýkingarvaldar eru tegundargreindir og gert næmi.
    Svepparæktun. Vefjabiti er marinn. Ræktun úr vefjalausn eða stroksýni fer fram í 3 vikur fyrir vef og 2 vikur fyrir strok. Gerð er ættkvíslar- eða tegundargreining fyrir meinta sýkingarvalda. Næmispróf eru öllu jafna ekki framkvæmd á myglusveppum. Í völdum tilfellum getur næmispróf verið gagnlegt og er sveppastofn þá sendur úr landi til prófunar. Upplýsingar um næmispróf á gersveppum má finna í leiðbeiningum.
    Rannsóknin er faggild, sjá gæðaskjal: Faggildingarvottorð.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      Strokpinni fyrir almenna sýklarannsókn. Sjá leiðbeiningar
      Vefjabita fyrir sýklarannsóknir skal setja í dauðhreinsað ílát. Notið aldrei formalín fyrir sýni sem send eru á Sýklafræðideild. Ef sýni kemst ekki á Sýklafræðideild innan 30 mín. er æskilegt að setja örfáa dropa af saltvatni í glasið til að hindra að sýnið þorni upp.
      Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
      Bakteríurannsókn. Taka skal eins mikið á bakteríupinnann og unnt er. Vefjasýni er best að taka eins djúpt í sárinu og mögulegt er.
      Svepparannsókn. Best er að fá vefjasýni úr sárjaðri ; að öðrum kosti má taka stroksýni.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      Bakteríurannsókn. Ef þörf er á skal hreinsa gröft og óhreinindi úr sárinu með dauðhreinsuðu saltvatni (án rotvarnarefna). Strok eða vefjabiti eru tekin eins djúpt úr sárinu og unnt er án þess að valda skaða.
      Svepparannsókn. Best er að fá vefjasýni úr sárjaðri og framkvæma bæði vefjafræðirannsókn og svepparannsókn á sýkladeild ; þarf þá að skipta bitum í tvö glös, annað með formalíni (fyrir vefjafræðirannsókn) og hitt án formalíns (fyrir svepparannsókn á sýkladeild). Ef þess er ekki kostur má taka strok úr sýkta svæðinu.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
      Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
      Bakteríurannsókn. Pinna má geyma í allt að sólarhring í stofuhita eða kæli. Vefjasýni er betra að geyma í kæli, þau skulu berast sem fyrst, ekki seinna en innan sólarhrings.
      Svepparannsókn. Geyma við stofuhita og flytja á rannsóknastofu innan 2 klst og í síðasta lagi innan 24 klst.

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Bakteríurannsókn. Neikvætt svar við sárastroki fæst eftir 2 daga. Neikvæð svör við ræktunum á vefjasýnum berast eftir 5 daga. Jákvæð svör gætu tekið 2-3 daga í viðbót. Líklegir sýkingarvaldar eru tegundargreindir og svarað með næmi.
      Svepparannsókn. Neikvæð svör fást eftir 2 - 3 vikur, eftir tegund sýnis. Jákvæð svör: ef þráðsveppir sjást við smásjárskoðun á vefjasýnum er hringt til meðferðaraðila.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Bakteríurannsókn. Staphylococcus aureus og Streptococcus pyogenes (beta hemólýtískir streptókokkar af flokki A) eru þekktir sýkingarvaldar í sárum ásamt beta hemólýtískum streptókokkum af flokki C, G og stundum Str. agalactiae (beta hemólýtískir streptókokkar af flokki B). Staphylococcus lugdunensis er helsta bakterían af flokki kóagúlasa neikvæðra stafýlókokka sem talin er valda sárasýkingum.
      Corynebacterium spp. teljast yfirleitt vera hluti saklauss húðgróðurs, en geta stöku sinnum sýkt sár. Gram neikvæðir stafir eru helst álitnir sýkingarvaldar greinist þeir í skurðsárum á kvið. Þeir taka sér auðveldlega bólfestu með tímanum í flestum sárum, sérstaklega á neðri hluta líkamans og eru sjaldnast álitnir sýkingarvaldar. Alltaf er sagt frá Pseudomonas aeruginosa en ekki alltaf gert næmi því oft er um sýklun að ræða. Nokkrar tegundir af Vibrio geta valdið skæðum sýkingum. Þetta eru bakteríur sem finnast helst í heitum sjó (20°C og heitari) og sjávarfangi úr honum.
      Mun fleiri tegundir eru taldar vera marktækar í vefjasýnum.
      Svepparannsókn. Þegar sveppir vaxa úr sárum þarf að meta hlutverk þeirra í sárasýkingu. Myglusveppir finnast í andrúmslofti og gersveppir á húð, hvorutveggja geta borist í sár án þess að vera sýkingarvaldar. Myglusveppir geta þó valdið alvarlegum sýkingum í ofangreindum tilfellum (sbr. Ábendingar) og er æskilegt að fylgja greiningu þeirra eftir með endurtekinni sýnatöku til staðfestingar á sveppasýkingu. Einnig skal hafa í huga að útbreiðsla í innri líffæri getur fylgt þessum sárasýkingum, bæði í aðlæg líffæri og blóðleiðina.

      Mikilvægt er að hafa í huga að greiningu sýkingar í sári skal byggja á klínísku mati. Bakteríu- og svepparæktun er til þess að greina sýkingarvaldinn.


    Ritstjórn

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Kristján Orri Helgason - krisorri
    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 02/11/2014 hefur verið lesið 2295 sinnum