../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-087
Útg.dags.: 05/14/2024
Útgáfa: 13.0
2.02.48 HIV
      Heiti rannsóknar: Mótefnaleit (HIV-1/2) og mótefnavakaleit (p24). Magnmæling (HIV-1) með kjarnsýrumögnun (PCR). Lyfjanæmispróf (raðgreining). HLA-B57 vefjaflokkun.
      Samheiti: Alnæmisveira
      Pöntun: Beiðni um veirurannsókn eða Cyberlab innan LSH.
      Verð: Sjá Gjaldskrár

      Ábending:
      Ef grunur er um HIV sýkingu eða ef fylgjast þarf með framgangi lyfjameðferðar gegn HIV.

      Grunnatriði rannsóknar:
      Mótefnaleit:
      Skimað er með ELISA aðferð fyrir mótefnum gegn HIV-1 (þar með talið hóp O) og HIV-2, og fyrir mótefnavaka (p24) með hvarfefnum frá Cobas (Roche). Sambærilegt próf frá Murex er notað til að staðfesta niðurstöður.
      Sýni sem að eru jákvæð í skimprófunum eru staðfest í prófi sem að gerir greinarmun á HIV-1 og HIV-2 sýkingum (INNO-LIA HIV I/II Score). Það próf inniheldur mótefnavakana sgp120 og gp41 sem greina sértæk mótefni gegn HIV-1, auk p31, p24 og p17 sem geta einnig bundist (cross-react) mótefnum gegn HIV-2. HIV-1 hóp O peptíð eru til staðar í HIV-1 sgp120 bandinu. Mótefnavakarnir gp36 og sgp105 eru notaðir til að greina mótefni gegn HIV-2.
      Kjarnsýrupróf:
      Magnmæling með kjarnsýrumögnun (quantitative reverse transcription, rt-qPCR) mælir magn HIV-1 RNA Þannig er hægt að fylgjast með virkni sýkingarinnar og hvort lyfjameðferð er að skila árangri.
      HIV lyfjanæmispróf (raðgreining) eru notuð til að greina tilteknar stökkbreytingar í polymerasa- og próteasagenum veirunnar, sem hafa áhrif á næmi hennar fyrir retroveirulyfjum.
      Til að greina hvort einstaklingur er með genasamsætuna HLA-B57:01 (sem tengist ofnæmi gegn HIV lyfinu abacavir) er gerð raðgreining á HLA-B57 (sent utan).

      Sérstök tímasetning sýnatöku:
      Mótefni/mótefnavaka-próf verður ekki jákvætt fyrr en eftir 2-7 vikur frá smiti, en RNA er yfirleitt mælanlegt eftir 2-5 vikur. Í undantekningartilfellum getur það tekið allt að 12 vikur að mynda mælanleg mótefni eða jafnvel allt upp í hálft ár í undantekningartilfellumtaka út. ) (heimild: CDC).

      Ef sterkur grunur er um alveg nýtt smit, getur verið ráðlegt gera kjarnsýru-magnmælingu auk mótefna-/mótefnavakaleitar.
      Fyrir viðbrögð við stunguóhöppum, sjá gæðaskjal Stunguóhöpp.

      Gerð og magn sýnis:
      • Mótefnaleit:Heilblóð/sermi rauður tappi með geli (gul miðja) eða án gels , ≥ 4 ml eða EDTA blóð/plasma , ≥ 4 ml.
      • Magnmæling: EDTA blóð , ≥ 9 ml.
      • Lyfjanæmispróf: EDTA blóð , ≥ 9 ml.
      • HLA-B57: EDTA blóð , ≥ 4 ml.

      Lýsing sýnatöku:
      Þjónustuhandbók Rannsóknarsviðs
      Blóðtaka
      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

      Merking, frágangur og sending sýna og beiðna:
      Sjá leiðbeiningu: Útfylling beiðna, merking, frágangur og sending sýna

      Geymsla ef bið verður á sendingu:
      Sýni til mótefnamælinga geymist í kæli, en EDTA-heilblóð til kjarnsýrumælinga geymist hámark 24 klst við 2-25°C.

      Flutningskröfur:
      Við stofuhita við eðlilegan sendingartíma.
      Með fyrstu ferð.
      Ef um stunguslys eða sýni fyrir magnmælingu er að ræða þurfa sýni að berast strax.

      Taflan hér að neðan sýnir viðmiðunarmörk fyrir magnmælingu á HIV-1:
Niðurstaða mælingar
Túlkun og svar
HIV-1 RNA greinist ekki
Ct gildi fyrir HIV-1 er yfir mörkum prófsins eða ekkert Ct gildi fyrir HIV-1 fengið.
<20 eintök/mL
Reiknuð eintök/ml eru lægri en neðri mörk fyrir magngreiningu prófsins. Svarað út sem: "HIV-1 RNA greinanlegt en undir magnmælingarmörkum, <20 eintök/ml".
≥ 20 eintök/mL og
≤10.000.000 eintök/mL
Reiknað gildi meira eða jafnt og 20 eintök/ml og minna en eða jafnt og 10.000.000 eintök/ml. Svarað út sem: “(talnagildi) eintök/ml”
>10.000.000 eintök/mL
Reiknuð eintök/ml eru yfir efri mörkum fyrir magnmælingu. Svarað út sem “Meira en 10.000.000 HIV-1 RNA eintök/ml". Ef óskað er eftir nákvæmari niðurstöðum, er hægt að þynna sýnið 1:100 með neikvæðu plasma.


      Svar:
      Mótefnaleit: 1-3 virkir dagar. Um helgar eru einnig unnin sýni vegna vessamengunar eða stunguslysa.
      Magnmæling: 1-2 vikur.
      Lyfjanæmispróf (arfgerðargreining): 1-3 vikur (eftir niðurstöðu magnælingar).
      HLA-B57 flokkun: Yfirleitt 1-2 vikur (sent utan)


      Túlkun:
Sérfræðilæknar veirurannsókna meta þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.

      Ritstjórn

      Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
      Máney Sveinsdóttir - maney
      Arthur Löve
      Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
      Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
      Guðrún Erna Baldvinsdóttir

      Samþykkjendur

      Ábyrgðarmaður

      Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

      Útgefandi

      Máney Sveinsdóttir - maney

      Upp »


      Skjal fyrst lesið þann 06/21/2013 hefur verið lesið 9197 sinnum