../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rvei-043
Útg.dags.: 03/27/2023
Útgáfa: 6.0
2.02.49 HLA-B57

    Heiti rannsóknar: Greining á genasamsætu HLA-B57 (sent utan)
    Samheiti: Human leukocyte antigen (HLA) genotype, Major histocompatibility complex (MHC), vefjaflokkar
    Pöntun: Beiðni um veirurannsókn, eða Rafrænt beiðna- og svarakerfi: Cyberlab innan LSH. Einnig þarf sjúklingur að skrifa undir yfirlýsingu um samþykki (e. "Declaration of consent").
    Verð: Sjá Gjaldskrár

    Ábending
    Genasamsætan HLA-B57:01 hefur verið tengd við ofnæmi gegn HIV lyfinu abacavir. Áður en einstaklingur sem hefur verið greindur með HIV fær meðferð með lyfinu abacavir, þarf því greina hvort hann sé með genasamsætuna HLA-B57:01.
    Tíðni HLA-B57:01 er breytileg eftir þjóðernum, hjá Evrópubúum er algengi 6%-7%, en hjá íbúum Suðaustur Asíu er algengi allt að 20%.
    Ofnæmisviðbrögðin koma yfirleitt í ljós á fyrstu 6 vikum inntöku lyfsins. Meðal einkenna eru útbrot á húð, truflanir á meltingarvegi (ógleði, uppköst, niðurgangur og kviðverkir) og einkenni frá öndunarvegi.

    Grunnatriði rannsóknar
    HLA-B genasamsætan er raðgreind.
    Svar
    Erfitt er að áætla biðtíma eftir svari, vegna þess að sýnin eru prófuð erlendis. Að jafnaði innan 2 vikna.

    Túlkun
    Sérfræðilæknir veirurannsókna metur þörfina fyrir túlkun niðurstaðna.

    Ritstjórn

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo
    Máney Sveinsdóttir - maney
    Arthur Löve
    Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
    Brynja Ármannsdóttir - brynjaa
    Guðrún Erna Baldvinsdóttir

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Guðrún Svanborg Hauksdóttir - gusvhauk

    Útgefandi

    Jana Birta Björnsdóttir - janabbjo

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 12/02/2016 hefur verið lesið 1648 sinnum