../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-189
Útg.dags.: 10/10/2023
Útgáfa: 10.0
2.02.23 Saur - sníkjudýr
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Saur - sníkjudýr
Samheiti: Sníkjudýraleit í saur
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for ÁbendingÁbending
    Sýkingar af völdum orma sem skilja út egg eða lirfur í saur. Sýkingar af völdum ýmissa frumdýra sem PCR aðferð í "Saur-almenn rannsókn" getur ekki greint (PCR aðferðin greinir Giardia lamblia, Cryptosporidium spp. og Entamoeba histolytica). Dæmi eru Cyclospora cayetanensis, Cystoisospora belli og Balantidium coli .

    Með nokkrum undantekningum (aðallega frumdýrin Giardia og Cryptosporidium og ormurinn Ascaris sem finnast á Íslandi) vaknar grunur um sníkjudýrasýkingar helst hjá einstaklingum sem hafa ferðast í suðlægum löndum eða á öðrum landlægum svæðum.

    Niðurgangur er helsta einkenni frumdýrasýkinga, en sést mun sjaldnar í ormasýkingum, sem eru oft einkennalausar. Grunur um ormasýkingar vaknar vegna niðurgangs, kviðóþæginda, eósínufílíu eða ferðalaga sem auka líkur á smiti.

    Varðandi heil sníkjudýr eða sníkjudýraliði í saur, og sérrannsóknir, sjá neðar í « mögulegar viðbótarrannsóknir ». Meira um sníkjudýr í görn; Varðandi leit að njálg sjá viðeigandi kafla.

    Mögulegar viðbótarrannsóknir:
    (1) Entamoeba histolytica: Ef "Saur-almenn rannsókn" (PCR) er neikvæð fyrir E. histolyticaen grunur er um blóðkreppusótt (blóð og slím í hægðum, kviðverkir og endaþarmskveisa) má leita að frumdýrinu með smásjárskoðun á fersku saursýni.Leitað er að hreyfanlegum stigum E. histolytica en þau þola ekki geymslu og þarf að skoða sýni tafarlaust (má setja í 2-5% formalín en greining er þá erfiðari). Panta þarf rannsóknirnar sérstaklega í samráði við starfsfólk Sýklafræðideildar til að tryggja akút skoðun af starfsmönnum með sérþekkingu.
    (2) Strongyloides stercoralis: Baermann aðferð er notuð til leitar að lirfum ormsins, sem skiljast oft út í litlu magni. Aðferðin byggir á sækni þeirra í vatn. Panta þarf rannsóknina sérstaklega. Ábendingar eru grunur um sýkingu (klínísk einkenni eða eósínófílía) eða fyrirhuguð barksterameðferð hjá einstaklingum sem hafa búið á landlægum svæðum. Sýnataka er eins og fyrir hefðbundna rannsókn, en skila þarf meira magni (> 10 ml, eða væna “valhnetu”). Rannsóknin er ekki framkvæmanleg á fljótandi saur.
    (3) Heilir ormar eða ormaliðir frá sjúklingi, sjá Ormar og liðfætlur.
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Framkvæmd er formól-acetate þétting á sýninu og botnfall úr þéttingunni er smásjárskoðað í samræmi við neðangreinda verkferla 1 - 3. Í smásjárskoðun er greint er frá þolhjúpum og eggblöðrum frumdýra, ormaeggjum og lirfum, hvítum blóðkornum (rauð blóðkorn springa gjarnan í þéttingu og sjást síður) og Charcot Leyden kristöllum, sem er niðurbrotsefni eósínófíla.
    1. Sjúklingar með íslensk nöfn OG enga tilgreinda sögu um ferðalög erlendis: Sýni sem reynast neikvæð með PCR í "Saur-almenn rannsókn" eru geymd í 2 vikur til að gefa lækni kost á að panta nákvæmari sníkjudýraleit með formól-acetate þéttingu og smásjárskoðun (sími 543 5650/5661) ef þörf er talin á því.
    2. Sjúklingar með útlend nöfn ("útlendingar"), allir einstaklingar með sögu um ferðalög erlendis og alltaf ef ástæða sýnatöku er v/saurgjafar ("fecal transplant"): Óháð niðurstöðum PCR í "Saur-almenn rannsókn" (fyrsta saurrannsókn fyrir öll sýni) er framkvæmd formól-acetate þétting með tilheyrandi smásjárskoðun.
    3. Sýni sem koma frá innflytjendum: Fyrsta sýni sem berst er rannsakað með PCR í "Saur-almenn rannsókn" og með formól-acetate þéttingu og smásjárskoðun. Annað og þriðja sýni sem berast eru eingöngu rannsökuð með PCR í "Saur-almenn rannsókn"
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Sérstök tímasetning sýnatökuSérstök tímasetning sýnatöku

      Fyrir meðferð með sníkjudýralyfjum. Taka þarf tillit til meðgöngutíma sníkjudýra þegar beðið er um rannsóknir á saur. Meðgöngutími er misjafn eftir tegundum, og er jafnan styttri hjá frumdýrum en ormum. Í töflunni má sjá meðgöngutíma algengustu sníkjudýra.

      Frumdýr
      Meðgöngutími
      Bandormar
      Meðgöngutími
      Cryptosporidium
      4 - 12 dagar
      Taenia saginata
      1 - 3 mánuðir
      Giardia/Entamoeba
      1 - 4 vikur
      Taenia solium
      1 - 3 mánuðir
      Hymenolepis nana
      2 - 4 vikur
      Þráðormar
      Ögður
      Ancylostoma (hookworm)
      1,5 - 2 mánuðir
      Fasciola/Fasciolopsis
      2 - 3 mánuðir
      Ascaris
      2 - 3 mánuðir
      Clonorchis
      1 - 3 mánuðir
      Strongyloides
      2 - 4 vikur
      Schistosoma
      1 - 3 mánuðir
      Trichuris (whipworm)
      2 - 3 mánuðir
      Heterophyes
      1 - 2 vikur
        Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
        Sýni er sett í dauðhreinsað glas, án flutningsætis og með utanáskrúfuðu loki.
        Hide details for Gerð og magn sýnisGerð og magn sýnis
        5 ml (u.þ.b. eitt “vínber”). Ef einnig er beðið um leit að Strongyloides þarf minnst 10 ml.
        Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
        Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar við saursýnatöku. Ef koppur er ekki við hendina, má losa hægðir í ílát eða plastfilmu sem komið er fyrir í salernisskálinni, með því að leggja pappadisk eða skál í salernisskálina eða kljúfa plastpoka til að fá stóra plastfilmu sem lögð er á milli salernisskálar og setunnar, þannig að filman myndi einskonar skál í salernisskálinni.

        Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

      Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla
        Hide details for Geymsla ef bið verður á sendinguGeymsla ef bið verður á sendingu
        Ef flutningur tefst um meira en 1 klst skal geyma sýnið í kæli. Forðast ber að taka sýni í vikulok eða fyrir frídaga, því sníkjudýrarannsóknir á saursýnum eru einungis framkvæmdar á virkum dögum.
        Hide details for FlutningskröfurFlutningskröfur
        Best er að senda fersk saursýni þannig að þau berist samdægurs á rannsóknastofuna. Ef sent er með pósti skal setja 5 – 10% formalín í glasið. Athugið að ekki er um að ræða Cary-Blair flutningsvökvann sem er í saursýnaglösum frá Sýklafræðideild (eykur lífslíkur meinvaldandi baktería s.s. Campylobacter og Salmonella).

      Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
        Hide details for SvarSvar
        Niðurstöður úr sníkjudýraleit fást innan 2 - 3 virkra daga.
        Ef óskað er eftir formol-acetate þéttingu og smásjárkoðun á sýnum sem hafa reynst neikvæð með PCR í "Saur-almenn rannsókn" þá vinsamlega biðjið um það í síma 543 5650/5661. Sýni sjúklings verður geymt í 2 vikur frá svörunardegi PCR rannsóknar.
        Hide details for TúlkunTúlkun
        Meinvaldandi sníkjudýr í saur eru merki um sýkingu og er sjúklingur venjulega meðhöndlaður. Nokkur frumdýr eru talin saklaus og eru þau auðkennd þannig í svarinu. Frumdýrið Dientamoeba fragilis er af sumum talið meinvaldandi. Blastocystis hominis er almennt ekki talið meinvaldandi, en « sýking » er þó stöku sinnum meðhöndluð ef engar aðrar skýringar finnast á niðurgangi og frumdýrið finnst í miklu magni.
        Neikvæð smásjárskoðun útilokar ekki sníkjudýrasýkingu. Lítill eða óreglulegur útskilnaður sníkjudýra getur sést í sýkingum af völdum Entamoeba histolytica, Giardia lamblia, Cryptosporidium parvum (ef formaðar hægðir), Strongyloides stercoralis og agða sem lifa í blóði (Schistosoma sp.), lungum (Paragonimus) og lifur (Clonorchis ofl.). Ef áframhaldandi grunur um sýkingu skal endurtaka rannsókn á 2 – 3 sýnum sem tekin eru með 2 – 3 daga millibili.

      Hide details for HeimildirHeimildir
      1. Jorgensen JH, Pfaller MA og fél. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
      2. Amy L. Leber og fél. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Washington D.C.

        Ritstjórn

        Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj
        Ingibjörg Hilmarsdóttir
        Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt
        Sara Björk Southon - sarabso

        Samþykkjendur

        Ábyrgðarmaður

        Ingibjörg Hilmarsdóttir

        Útgefandi

        Álfheiður Þórsdóttir - alfheidt

        Upp »


        Skjal fyrst lesið þann 04/29/2010 hefur verið lesið 32197 sinnum