../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: Rsýk-132
Útg.dags.: 01/02/2024
Útgáfa: 7.0
2.02.21 Sníkjudýr-ormar, liðfætlur
Hide details for Rannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriðiRannsóknir - Heiti, ábendingar, grunnatriði
Heiti rannsóknar: Ormar - liðfætlur
Samheiti: Sníkjudýrarannsóknir
Pöntun: Beiðni um sýklarannsókn eða Cyberlab innan LSH. Verð: Sjá Gjaldskrá
    Hide details for Grunnatriði rannsóknarGrunnatriði rannsóknar
    Ormar/ormaliðir, lirfur og liðfætlur eru greindar í smásjá eða með berum augum eftir því sem við á.
    Hide details for SýnatakaSýnataka
      Hide details for Ílát og áhöldÍlát og áhöld
      • Ormar, ormaliðir og lirfur skal setja í hrein ílát með utanáskrúfuðu loki. Til að hindra þornun sníkjudýrsins skal setja saltvatn eða 70% ethanól í ílátið en ef það er ekki tiltækt má nota vatn.
      • Lýs og nit má setja í hreint glas (með 1-2 dropum af vatni), eða á límband sem límt er á smásjárgler.
      • Leit að kláðamaur: skaf á gleri eða límbandssýni.
      Hide details for Lýsing sýnatökuLýsing sýnatöku
      • Ormar og ormaliðir ganga niður úr eða upp úr sjúklingi og eru settir í ofangreind ílát.
      • Lýs eru fjarlægðar með fingrum eða töngum, hár með nit kippt upp og sett í ofangreind ílát með 1-2 dr. af vatni til að hindra þornun. Einnig má festa lýs/nit á glært límband sem er límt á smásjárgler.
      • Leit að kláðamaur: (1) Með skafaðferð er sett dálítið af mineral olíu á hnífsblað og skafið í útbrotin. Afraksturinn er settur á smásjárgler með 1 dr. af olíu. Æskilegt að dreifa aðeins úr húðskafinu þ.a. ekki myndist þykkir klumpar sem ómögulegt er að lýsa gegnum í smásjánni. Síðan er þekjugler lagt yfir og glerið flutt strax á rannsóknastofuna. Festa má þekjuglerið ofan á smásjárglerinu með því að loka brúnum þekjuglersins með glæru naglalakki. (2) Með límbandsaðferð er glæru límbandi þrýst ofan á útbrotin og límt ofan á smásjárgler.
      • Flugnalirfur: þær má fjarlægja með lítilli skurðaðgerð. Einnig má draga úr súrefni í holunni með t.d. vaselíni eða paraffíni (látið liggja fram á næsta dag); þá færir lirfan sig nær opinu, og má ná henni út með töng. Þessi aðferð gefur ekki eins góðan árangur og skurðaðgerðin. Lirfurnar eru setta í ofangreind ílát.

      Örugg losun sýnatökuefna og áhalda

    Hide details for Sending og geymslaSending og geymsla

    Hide details for NiðurstöðurNiðurstöður
      Hide details for SvarSvar
      Niðurstöður fást innan 1 – 2 virkra daga. Í stöku tilfellum þarf að senda sýnið til sérfræðinga utan Sýklafræðideildar og þá berst svarið síðar, en venjulega innan viku.
      Hide details for TúlkunTúlkun
      Leit að kláðamaur ber ekki alltaf árangur þó að hann sé til staðar, neikvæð rannsókn útilokar því ekki sýkingu.

    Hide details for HeimildirHeimildir
    1. Scabies: a ubiquitous neglected skin disease. Hengge UR, Currie BJ, Jäger G, Lupi O, Schwartz RA. Lancet Infect Dis. 2006 Dec;6(12):769-79. Review.
    2. Comparison of dermoscopy, skin scraping, and the adhesive tape test for the diagnosis of scabies in a resource-poor setting. Walter B, Heukelbach J, Fengler G, Worth C, Hengge U, Feldmeier H. Arch Dermatol. 2011 Apr;147(4):468-73.
    3. Ascariasis is a zoonosis in denmark. Nejsum P, Parker ED Jr, Frydenberg J, Roepstorff A, Boes J, Haque R, Astrup I, Prag J, Skov Sørensen UB. J Clin Microbiol. 2005 Mar;43(3):1142-8.
    4. Cutaneous myiasis: a review of the common types of myiasis. Robbins K, Khachemoune A. Int J Dermatol. 2010 Oct;49(10):1092-8.
    5. Manual of Clinical Microbiology. ASM Press, Washington D.C.
    6. Amy L. Leber. Clinical Microbiology Procedures Handbook. ASM Press, Wasington D.C.


    Ritstjórn

    Katrín Rún Jóhannsdóttir - katrinrj
    Ingibjörg Hilmarsdóttir
    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Samþykkjendur

    Ábyrgðarmaður

    Ingibjörg Hilmarsdóttir

    Útgefandi

    Katrín Helga Óskarsdóttir - katrinho

    Upp »


    Skjal fyrst lesið þann 09/28/2011 hefur verið lesið 1401 sinnum