../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Vinnulýsing
Skjalnúmer: LSH-188
Útg.dags.: 05/30/2024
Útgáfa: 5.0
3.02.01.04 Óráð - greining, forvarnir og hjúkrunarmeðferð
    Hide details for Tilgangur og ábyrgðTilgangur og ábyrgð
    Að lýsa áhættuþáttum, forvörnum, greiningu og meðferð við óráði hjá fullorðnum.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Við komu á bráðamóttöku og legudeild eru allir sjúklingar metnir samkvæmt minnisreglunni
    AMMA" sem stendur fyrir helstu áhættuþætti óráðs:
    • Aldur yfir 65 ára.
    • Minnisskerðing eða heilabilun.
    • Mjaðmarbrot nýlega.
    • Alvarleg veikindi - sjúkdómsástand sem fer versnandi eða er í hættu á að versna.
    Sjúklingar með einn eða fleiri áhættuþætti og meira rugl eða syfja en venjulega eða aðrar vísbendingar um óráð eru metnir með 4AT.
    DOS er notað til daglegrar skimunar hjá einstaklingum í áhættu og til að fylgjast með framvindu einkenna.
      Hide details for Greining og skráningGreining og skráning
      Ef áhættuþættir eru til staðar samkvæmt „AMMA" er gert mat með 4AT matstæki.
      • Ef sjúklingur fær minna en 4 stig er hjúkrunargreiningin hætta á óráði" skráð á sjúkling og viðeigandi hjúkrunarmeðferð. Leiðbeiningum um forvarnir og stuðningsmeðferð fylgt (sjá neðar).
      • Ef sjúklingur fær 4 stig eða meira er hjúkrunargreiningin óráð" skráð á sjúkling og viðeigandi hjúkrunarmeðferð. Leiðbeiningum um meðferð við óráði fylgt (sjá neðar).
      • Fræðsla og stuðningur til allra sjúklinga með áhættuþætti og til aðstandenda þeirra er mikilvæg (sjá neðar).

      Skráning
      Hide details for Forvarnir og stuðningsmeðferðForvarnir og stuðningsmeðferð
      Bregðast við og fyrirbyggja hugræna skerðingu/óáttun
      • Gera greinamun á nóttu og degi, hafa kveikt á rás 50 í sjúklingasjónvarpi Landspítala (sýnir dagatal og klukku og spilar rás 1).
      • Draga frá á daginn.
      • Raunveruleikaglöggvun, minna fólk á stað og stund og hvað standi til.
      • Örva hugarstarf til dæmis í gegnum endurminningar.
      • Hvetja til heimsókna fjölskyldu og vina.

      Fyrirbyggja vökvaskort/þurrk
      • Skrá vökvainntöku.
      • Hvetja sjúkling til að drekka nægilega. Gefa vökva í æð ef þarf.
      • Leita ráðgjafar vegna vökvameðferðar ef sjúklingur er með flókna langvarandi sjúkdóma.
      • Vera vakandi fyrir truflun í saltbúskap og bregðast við.

      Fyrirbyggja þvag- og hægðatregðu
      • Fylgjast með hægðalosun og gefa hægðalyf ef þarf.
      • Eftirlit með þvaglátum og fylgja flæðiriti.

      Meta einkenni súrefnisskorts og gefa súrefni ef þarf

      Fylgjast með einkennum um sýkingu
      • Fylgjast með einkennum sýkinga og veita viðeigandi meðferð.
      • Forðast óþarfa notkun þvagleggs.
      • Fylgja leiðbeiningum sýkingavarna vegna inniliggjandi íhluta.

      Bregðast við takmarkaðri hreyfigetu
      • Hvetja til reglulegrar hreyfingar.
      • Aðstoða fólk í hægindastól ef mikil hreyfiskerðing.
      • Hvetja til hreyfingar fljótt eftir skurðaðgerð.
      • Hvetja til virkra liðferlisæfinga, einnig hjá þeim sem eru rúmfastir.
      • Meta þörf fyrir sjúkraþjálfun.
      • Benda sjúklingi og aðstandendum á hreyfirásina í sjúklingasjónvarpi Landspítala (rás 51).

      Bregðast við verkjum
      Meta áhrif lyfja
      • Fylgjast með verkun lyfja og mögulegum aukaverkunum.
      • Samráðskvaðning við klínískan lyfjafræðing.

      Bregðast við vannæringu
      Bregðast við breyttri/skertri skynjun
      • Meðhöndla orsök ef við á, svo sem hreinsa burt eyrnamerg.
      • Tryggja að gleraugu og/eða heyrnartæki séu tiltæk ef þarf.
      Tryggja góðan svefn og eðlilegt svefnmynstur
      • Forðast inngrip á svefntíma.
      • Skipuleggja lyfjagjafir þannig að ekki verði truflun á svefntíma.
      • Tryggja rólegt umhverfi og draga úr áreitum á svefntíma.
      • Íhuga viðbótarmeðferðir á borð við slökunarnudd, róandi tónlist.
      • Bjóða svefngrímu og eyrnatappa (sjá bætum svefn á sjúkrahúsi).
      Hide details for Meðferð við óráðiMeðferð við óráði
      Almenn meðferð
      • Hjá sjúklingi með óráð eru undirliggjandi orsakir greindar og meðhöndlaðar. Til dæmis getur þurft að leiðrétta þurrk, ójafnvægi á söltum, sýkingu, þvagteppu, hægðatregðu, súrefnisskort (hypoxiu) eða svefnleysi.
      • Forvarnir við óráði eiga alltaf við (sjá hér að ofan).
      • Lögð er rík áhersla á góð samskipti við sjúkling, hughreysta hann og að hjálpa honum að ná áttum (til dæmis útskýra hvar hann er staddur og hver starfsmaður er).
      • Stuðlað er að þægilegu umhverfi þannig að sjúklingur upplifi sig öruggan.
      • Umhverfisáreiti er haldið í lágmarki og stuðlað að góðum svefni og slökun. Sjá veggspjaldið bætum svefn á sjúkrahúsi.
      • Metin er þörf fyrir stuðning frá ættingjum og vinum.
      • Ef sjúklingur er mjög órólegur eða í hættu á að skaða sjálfan sig eða aðra er fyrst reynt að róa hann með eða án orða.
      • Ef erfitt er að greina á milli óráðs og heilabilunar er óráð fyrst meðhöndlað. Ef um heilabilun er að ræða má styðjast við gæðaskjal um ofbeldi - forvarnir og meðferð fyrir sjúklinga með heilabilun.
      • Sjónvarpsrás sjúklingasjónvarps Landspítala stillt á rás 50 (sýnir dagatal og klukku og spilar rás 1).
      • Metin er þörf fyrir yfirsetu.

      Lyfjameðferð
      • Almennt hefur ekki verið sýnt fram á gagnsemi lyfjameðferðar til að fyrirbyggja og meðhöndla óráð á óyggjandi hátt. Slævandi lyf auka meðal annars byltuhættu.
      • Ef sjúklingur með óráð er mjög órólegur og í hættu á að skaða sjálfan sig eða aðra og ef tilraunir til að róa viðkomandi duga ekki eða eiga ekki við, er íhugað að beita skammtíma lyfjameðferð.
      • Farið er yfir lyf sjúklings m.t.t. breytinga. Metin er þörf á aðkomu klínísks lyfjafræðings.
      • Ekki er beitt þvingaðri lyfjagjöf nema að undangenginni ákvörðun um nauðungarvistun á sjúkrahúsi.
      Hide details for Fræðsla og stuðningurFræðsla og stuðningur
      Góðar upplýsingar til sjúklings og aðstandenda
      • Óráð sé algengt og að það gangi oftast yfir á skömmum tíma.
      • Helstu einkenni óráðs eru breyting á virkni, athyglisbrestur, breytt vökuástand, truflun á hugsun og vitrænni starfsemi.
      • Að láta vita ef skyndileg breyting verður á hegðun eða hugsun.
      • Fræðsluefni er afhent og farið yfir efni þess með aðstandanda.
      • Myndband um óráð: Hvað er óráð?. Fleiri upplýsingar á www.landspitali.is/orad
      • Veggspjaldið viðurkennd ráð til að fyrirbyggja óráð (sjá neðar).

      Gott er að hvetja sjúkling og aðstandendur til að ræða um reynslu sína þegar óráðið er liðið hjá.

Ritstjórn

Elfa Þöll Grétarsdóttir - elfag
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir - solborgi
Steinunn Arna Þorsteinsdóttir
Tryggvi Þórir Egilsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 08/19/2015 hefur verið lesið 2218 sinnum