../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Verklagsregla
Skjalnúmer: LSH-1178
Útg.dags.: 09/04/2023
Útgáfa: 1.0
1.06.11 Skráning sjúkraliða í sjúkraskrá
    Hide details for Ábyrgð og eftirfylgniÁbyrgð og eftirfylgni
    • Framkvæmdastjóri hjúkrunar ber ábyrgð á að upplýsa hjúkrunardeildarstjóra og yfirljósmæður um verklag og bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt.
    • Hjúkrunardeildarstjórar og yfirljósmæður bera ábyrgð á að upplýsa sjúkraliða og innleiða verklag ásamt því að bregðast við ef í ljós kemur að því hefur ekki verið fylgt.
    • Sjúkraliðar bera ábyrgð á því að fara eftir verklagi.
    • Sjúkraliðar lesa yfir og leiðrétta skráningu sjúkraliðanema ef þarf.
    Almennt
    • Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður leggja fram hjúkrunaráætlun sjúklinga.
    • Sjúkraliðar haka við verkþætti og skrá í framvindunótur framkvæmd og mat á þeim hjúkrunarvandamálum sem þeir sinna. Samráð er haft við hjúkrunarfræðing um hver skráir ef um samvinnu var að ræða.
    • Framsetning upplýsinga á að vera skýr og hnitmiðuð. Forðast ber að endurtaka upplýsingar nema það þjóni öryggi sjúklinga sérstaklega. Ávallt er notað hófstillt og kurteist orðalag sem ekki er hætta á að særi eða meiði lesandann eða geti valdið misskilningi. Sjúkraskrá getur verið málsgagn fyrir dómi. Því er orðavali þannig háttað að textinn henti til lestrar öðrum en heilbrigðisstarfsmönnum.
    • Háttvísi er viðhöfð við ritun sjúkraskrár og hún er ekki ætluð til atvikaskráningar. Í sjúkraskrá má ekki skrá athugasemdir í garð annarra heilbrigðisstarfsmanna.
    • Öll skráning í sjúkraskrá miðast við þær upplýsingar sem varða sjúkling sjálfan.
    • Skráning upplýsinga fer fram sem næst rauntíma eða að jafnaði innan 24 klst. frá þeim tíma er þeirra var aflað, sbr. 5. gr. reglugerðar um sjúkraskrár nr. 550/2015.

    Gæðaviðmið um skráningu í sjúkraskrá - prentvæn útgáfa.

Ritstjórn

Ásthildur Guðjohnsen
Anna María Þórðardóttir
Hanna K Guðjónsdóttir

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Ólafur Guðbjörn Skúlason - olafursk

Útgefandi

Anna María Þórðardóttir

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 09/04/2023 hefur verið lesið 250 sinnum