../ IS  
Útgefið gæðaskjal: Leiðbeiningar
Skjalnúmer: LSH-190
Útg.dags.: 03/13/2024
Útgáfa: 4.0
3.02.01.01.01 Óráð - mat með DOS (vasaspjald)
    Hide details for TilgangurTilgangur
    Að lýsa skimun með DOS (delerium observation screening scale) hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir óráði
    Hide details for Hver framkvæmir og hvenærHver framkvæmir og hvenær
    Hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði hjá sjúklingum með áhættuþætti fyrir óráði. Skimun er gerð daglega en oftar ef breyting verður á ástandi sjúklings.
    Hide details for FramkvæmdFramkvæmd
    Farið er yfir 13 einkenni sem geta bent til óráðs samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Merkt er við hvort þau eiga stundum eða alltaf við eða hvort þau eiga aldrei við. Atriði sem eiga stundum eða alltaf við gefa 1 stig. Ef sjúklingur fær ≥ 3 stig bendir það til óráðs.

    Einkenni sem geta bent til óráðs eru:
    1. Dottar í miðjum samræðum eða athöfnum
    2. Truflast auðveldlega af áreiti í umhverfinu
    3. Heldur ekki athygli í samræðum eða athöfnum
    4. Lýkur ekki við spurningar eða svör
    5. Svör ekki alltaf í samræmi við það sem spurt er um
    6. Bregst hægt við fyrirmælum
    7. Viðkomandi telur sig vera annars staðar en hann er
    8. Gerir sér ekki grein fyrir tíma dags
    9. Man ekki nýliðna atburði
    10. Er friðlaus eða órólegur
    11. Togar í slöngur og leiðslur, eins og vökvasett, næringarsondu og þvaglegg
    12. Viðkvæmur, stutt í ótta, reiði eða pirring
    13. Heyrir og/eða sér eitthvað sem er ekki til staðar

    Niðurstöður eru skráðar í kaflann lífsmörk og mælingar í sjúkraskrá

    Vasaspjald
    Vasaspjald fæst í vefverslun (vörunúmer 1148129).


    DOS skimunarlistinn-Fyrirbyggjum óráð_IS.pdfDOS skimunarlistinn-Fyrirbyggjum óráð_IS.pdfDOS skimunarlistinn-Fyrirbyggjum óráð_EN.pdfDOS skimunarlistinn-Fyrirbyggjum óráð_EN.pdf


Ritstjórn

Elfa Þöll Grétarsdóttir - elfag
Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo
Steinunn Arna Þorsteinsdóttir
Tryggvi Þórir Egilsson

Samþykkjendur

Ábyrgðarmaður

Eygló Ingadóttir - eygloing

Útgefandi

Vigdís Jóhannsdóttir - vigdisjo

Upp »


Skjal fyrst lesið þann 11/17/2016 hefur verið lesið 2249 sinnum